Origo hækkar eftir söluna á Tempo Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 10:29 Finnur Oddsson, forstjóri Origo. Origo Hlutabréfaverð upplýsingatæknifyrirtækisins Origo hf. hefur hækkað um næstum 5 prósent það sem af er morgni í rúmlega 120 milljón króna viðskiptum. Hækkunina má líklega rekja til fregna þess efnis að fyrirtækið hafi selt um 55% hlut í dótturfélagi sínu Tempo ehf. til bandaríska fjárfestingafélagsins Diversis Capital.Í tilkynningu sem send var út vegna sölunnar í gær kom fram að áætlaður söluhagnaður Origo af viðskiptunum er um þrír milljarðar króna. Auk þess segir þar að áætlað sé að tveir milljarðar króna færist til tekna, sem gangvirðisbreyting á 45% eignarhlut Origo í Tempo, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Heildaráhrif viðskiptanna á afkomu Origo í rekstrarreikningi í fjórða ársfjórðungi eiga því að vera jákvæð um fimm milljarða króna. Haft var eftir Finni Oddsynni, forstjóra Origo, að kaup Diversis á Origo verði að teljast góðar fréttir fyrir alla hlutaðeigandi. Þá hafi rekstur Tempo gengið vel undanfarin ár. Árstekjur félagsins nema ríflega 20 milljónum bandaríkjadala og viðskiptavinir eru ríflega 12.000 í yfir 120 löndum, þjónað af 100 starfsmönnum í Reykjavík og Montreal. „Með stuðningi Diversis og Origo gerum við ráð fyrir að nú fari í hönd nýr kafli þróunar og tekjuvaxtar hjá Tempo og að virði félagsins geti aukist verulega á næstu misserum. Við höfum því lagt sérstaka áherslu á að Origo haldi áfram verulegum eignarhlut í félaginu og teljum það reyndar eitt af mikilvægari hagsmunamálum hluthafa Origo,” er haft eftir Finni í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að heildarvirði Tempo í samningum er 62,5 milljónir dala. Diversis greiði Origo 34,5 milljónir dala en félögin muni sameiginlega leggja Tempo til handbært fé, 2 milljónir dala, sem greiðist í hlutfalli við eignarhlut. Jafnframt eiga báðir eigendur að hafa lýst yfir vilja til að styðja við innri og ytri vöxt félagsins á næstu árum, eftir því sem tækifæri gefast. Tækni Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Hlutabréfaverð upplýsingatæknifyrirtækisins Origo hf. hefur hækkað um næstum 5 prósent það sem af er morgni í rúmlega 120 milljón króna viðskiptum. Hækkunina má líklega rekja til fregna þess efnis að fyrirtækið hafi selt um 55% hlut í dótturfélagi sínu Tempo ehf. til bandaríska fjárfestingafélagsins Diversis Capital.Í tilkynningu sem send var út vegna sölunnar í gær kom fram að áætlaður söluhagnaður Origo af viðskiptunum er um þrír milljarðar króna. Auk þess segir þar að áætlað sé að tveir milljarðar króna færist til tekna, sem gangvirðisbreyting á 45% eignarhlut Origo í Tempo, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Heildaráhrif viðskiptanna á afkomu Origo í rekstrarreikningi í fjórða ársfjórðungi eiga því að vera jákvæð um fimm milljarða króna. Haft var eftir Finni Oddsynni, forstjóra Origo, að kaup Diversis á Origo verði að teljast góðar fréttir fyrir alla hlutaðeigandi. Þá hafi rekstur Tempo gengið vel undanfarin ár. Árstekjur félagsins nema ríflega 20 milljónum bandaríkjadala og viðskiptavinir eru ríflega 12.000 í yfir 120 löndum, þjónað af 100 starfsmönnum í Reykjavík og Montreal. „Með stuðningi Diversis og Origo gerum við ráð fyrir að nú fari í hönd nýr kafli þróunar og tekjuvaxtar hjá Tempo og að virði félagsins geti aukist verulega á næstu misserum. Við höfum því lagt sérstaka áherslu á að Origo haldi áfram verulegum eignarhlut í félaginu og teljum það reyndar eitt af mikilvægari hagsmunamálum hluthafa Origo,” er haft eftir Finni í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að heildarvirði Tempo í samningum er 62,5 milljónir dala. Diversis greiði Origo 34,5 milljónir dala en félögin muni sameiginlega leggja Tempo til handbært fé, 2 milljónir dala, sem greiðist í hlutfalli við eignarhlut. Jafnframt eiga báðir eigendur að hafa lýst yfir vilja til að styðja við innri og ytri vöxt félagsins á næstu árum, eftir því sem tækifæri gefast.
Tækni Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira