Útilokar ekki kæru vegna bréfaskrifta Einars Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 12:15 Frá fundi í Orkuveitunni þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Helga Jónsdóttir forstjóri, Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. visir/vilhelm Helga Jónsdóttir, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, útilokar ekki að ummæli Einars Bárðarssonar, sem hann lætur falla í tölvupóstsamskiptum við yfirmenn fyrirtækisins og túlka megi sem hótanir, fari í kæruferli. Hún segir þó ótímabært að fullyrða um það hvort málið fari í slíkan farveg. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Niðurstöður úttektar innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og tiltekin starfsmannamál hjá Orkuveitu Reykjavíkur voru kynntar í gær ráðist var í úttektina í framhaldi af uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur frá störfum hjá ON í september. Meginniðurstöður skýrslunnar voru þær að almennt ríki mikil starfsánægja innan fyrirtækisins og að uppsagnir þeirra Áslaugar Thelmu og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafi verið réttmætar.Einar Bárðarson.Fréttablaðið/SigtryggurSíðan skýrslan var birt í gær hafa fjölmiðlar fjallað um efni tölvupósta sem að Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, sendi þar sem hann krafðist tveggja ára launa vegna brottrekstrarins. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, segir of snemmt að segja til um það hvort farið verði lengra með málið. „Ég held ég verði að svara því þannig að það hefur í sjálfu sér ekki komið til skoðunar ennþá frekar heldur en aðrir þættir skýrslunnar. Mér var falið þetta verkefni í gær og mun fara yfir bara alla þætti að ósk stjórnarinnar til þess að reyna að beina í farveg þeim ályktunum [og] ábendingum sem koma fram í skýrslunni þannig það hefur ekki verið gert en það er vafalaust eitt af því sem ég bara athuga hvernig efnisumfjöllunin í skýrslunni um leið segir okkur um það hvað gera eigi,“ segir Helga. Þannig það er ekki hægt að útiloka að það verði kært eða eitthvað slíkt? „Ég get náttúrlega ekki útilokað hluti fyrr en ég er búin að fara yfir þá. Ég myndi aldrei hins vegar tala um niðurstöður að neinu fyrr en eftir að ég er búin að skila minni vinnu til stjórnarinnar því að fyrir hana er ég að vinna,“ svarar Helga. Helga mun skila stjórn OR tillögum sínum á mánudaginn og Bjarni Bjarnason tekur aftur við starfi forstjóra á þriðjudaginn. Þótt tölvupóstarnir frá Einari hafi verið birtir í gær voru kaflar sem varða mál starfsmannanna tveggja ekki birtir í skýrslunni sem gerð var opinber. „Við erum bundin trúnaði gagnvart þeim sem að hafa verið í starfssambandi við okkur og eru það sem vinnuveitandi. Hins vegar aðilar úti í bæ sem að senda okkur tölvupósta falla bara undir upplýsingalögin og það er engin vernd þar fólgin með sama hætti.“Það er ekki verið að handvelja gögn til birtingar eftir hentisemi? „Því fer víðs fjarri ímynda ég mér en það er ekki ég sem ákveð það hvaða gögn koma þarna fram, það er innri endurskoðun í sjálfu sér,“ segir Helga.Fréttin hefur verið uppfærð. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Helga Jónsdóttir, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, útilokar ekki að ummæli Einars Bárðarssonar, sem hann lætur falla í tölvupóstsamskiptum við yfirmenn fyrirtækisins og túlka megi sem hótanir, fari í kæruferli. Hún segir þó ótímabært að fullyrða um það hvort málið fari í slíkan farveg. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Niðurstöður úttektar innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og tiltekin starfsmannamál hjá Orkuveitu Reykjavíkur voru kynntar í gær ráðist var í úttektina í framhaldi af uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur frá störfum hjá ON í september. Meginniðurstöður skýrslunnar voru þær að almennt ríki mikil starfsánægja innan fyrirtækisins og að uppsagnir þeirra Áslaugar Thelmu og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafi verið réttmætar.Einar Bárðarson.Fréttablaðið/SigtryggurSíðan skýrslan var birt í gær hafa fjölmiðlar fjallað um efni tölvupósta sem að Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, sendi þar sem hann krafðist tveggja ára launa vegna brottrekstrarins. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, segir of snemmt að segja til um það hvort farið verði lengra með málið. „Ég held ég verði að svara því þannig að það hefur í sjálfu sér ekki komið til skoðunar ennþá frekar heldur en aðrir þættir skýrslunnar. Mér var falið þetta verkefni í gær og mun fara yfir bara alla þætti að ósk stjórnarinnar til þess að reyna að beina í farveg þeim ályktunum [og] ábendingum sem koma fram í skýrslunni þannig það hefur ekki verið gert en það er vafalaust eitt af því sem ég bara athuga hvernig efnisumfjöllunin í skýrslunni um leið segir okkur um það hvað gera eigi,“ segir Helga. Þannig það er ekki hægt að útiloka að það verði kært eða eitthvað slíkt? „Ég get náttúrlega ekki útilokað hluti fyrr en ég er búin að fara yfir þá. Ég myndi aldrei hins vegar tala um niðurstöður að neinu fyrr en eftir að ég er búin að skila minni vinnu til stjórnarinnar því að fyrir hana er ég að vinna,“ svarar Helga. Helga mun skila stjórn OR tillögum sínum á mánudaginn og Bjarni Bjarnason tekur aftur við starfi forstjóra á þriðjudaginn. Þótt tölvupóstarnir frá Einari hafi verið birtir í gær voru kaflar sem varða mál starfsmannanna tveggja ekki birtir í skýrslunni sem gerð var opinber. „Við erum bundin trúnaði gagnvart þeim sem að hafa verið í starfssambandi við okkur og eru það sem vinnuveitandi. Hins vegar aðilar úti í bæ sem að senda okkur tölvupósta falla bara undir upplýsingalögin og það er engin vernd þar fólgin með sama hætti.“Það er ekki verið að handvelja gögn til birtingar eftir hentisemi? „Því fer víðs fjarri ímynda ég mér en það er ekki ég sem ákveð það hvaða gögn koma þarna fram, það er innri endurskoðun í sjálfu sér,“ segir Helga.Fréttin hefur verið uppfærð.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48
Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45
Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00