Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2018 18:30 Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. Hinn 8. nóvember felldi Hæstiréttur Íslands úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja. Niðurstaðan var reist á því að Samherji hefði haft „réttmætar væntingar“ um að Seðlabankinn hefði fellt málið niður, eigi síðar en á 24. apríl 2015. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfestur var af Hæstarétti segir: „Eins og málið liggur fyrir verður því litið svo á að eigi síðar en með umræddu bréfi stefnda hafi legið fyrir afstaða hans um niðurfellingu máls stefnanda, sem hann mátti binda réttmætar væntingar við, og verði þannig jafnað til bindandi stjórnvaldsákvörðunar um þetta atriði.“ Bæði seðlabankastjóri og forsætisráðherra hafa sagt opinberlega að annmarkar hafi verið á málatilbúnaði Seðlabankans vegna „formsatriða“ eða af lagatæknilegum ástæðum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri talaði ítrekað á þessum nótum áður en dómur Hæstaréttar um ógildingu sektarinnar var kveðinn upp. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í fréttum RÚV 10. nóvember síðastliðinn að Seðlabankinn hefði tapað málinu „fyrst og fremst vegna formsatriða“ og að málið væri „ekki þannig vaxið að það hefði nein áhrif á stöðu seðlabankastjóra“ en lagði á það áherslu að gerðar yrðu úrbætur á stjórnsýslu Seðlabankans. Daginn eftir óskaði hún svo eftir skýringum frá bankaráðinu vegna dómsins. Eiríkur S. Jóhannsson stjórnarformaður Samherja segir mjög erfitt að sitja undir þessari umræðu um að málið hafi brotnað á einhverjum formsatriðum og Samherjamenn hafi sloppið af þeim sökum því málið hafði fengið ítarlega efnislega athugun hjá sérstökum saksóknara sem hafi fellt kærur Seðlabankans niður. „Fyrir okkur Samherjamenn er mjög sárt að hlusta á þennan málflutning því málið fékk efnislega athugun hjá sérstökum saksóknara. Í þessari athugun kemur fram að Samherji gerði ekkert af sér. Heldur skilaði gjaldeyri af kostgæfni og skilaði öllum gjaldeyri heim. Þess vegna er erfitt að hlusta á þetta að málið hafi fallið á tæknilegum atriðum,“ segir Eiríkur.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari. Í 28 bls. bréfi sem sembætti sértaks saksóknara sendi Samherja 4. september 2015 var síðari kæra Seðlabankans á hendur starfsmönnum Samherja felld úr gildi og var fjallað ítarlega um efnislega hlið kærunnar í bréfi embættisins. Þar var meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að Samherji hefði gætt þess „af kostgæfni“ að senda heim erlendan gjaldeyri. Vísir/GVASamherji gætti þess „af kostgæfni“ að senda heim erlendan gjaldeyri Sérstakur saksóknari felldi í tvígang niður kærur á hendur Samherja og starfsmönnum fyrirtækisins. Síðari kæran var felld niður með 28 bls. bréfi sérstaks saksóknara til Seðlabankans hinn 4. september 2015. Í bréfinu segir: „Í meginatriðum bendir rannsókn embættisins til þess að Samherji hf. hafi skilað til Íslands langstærstum hluta þess erlenda gjaldeyris sem barst inn á reikninga félagsins frá viðskiptavinum vegna vörusölu. Slíkar inngreiðslur sem ekki var hægt að para við heimsendingar á erlendum gjaldeyri áttu það sameiginlegt að vera frá fyrstu vikum gjaldeyrishaftanna og nema lágum fjárhæðum í heildarsamhenginu.“ Síðar segir í bréfinu: „Embættið telur styðja þann framburð að félagið virðist samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafa gætt þess á sama tíma af kostgæfni að senda heim erlendan gjaldeyri sem var endurgjald félagsins vegna sölu og vöru eða þjónustu og uppfylla þannig skilaskyldureglur hvað þann erlenda gjaldeyri varðaði.“ Eiríkur segir að málinu sé hvergi nærri lokið af hálfu Samherja. Félagið sé nú að skoða næstu skref. „Að mínu mati er réttast fyrir Samherja að fara í viðurkenningarmál á bótaskyldu Seðlabankans. Og kanna þannig grundvöll okkar fyrir því að höfða skaðabótamál á hendur bankanum. Þessu máli er ekki lokið af okkar hálfu,“ segir Eiríkur. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur ekki komið í viðtal um Samherjamálið síðan dómur Hæstaréttar var kveðinn upp hinn 8. nóvember síðastliðinn en hann var erlendis þegar niðurstaðan lá fyrir. Már hefur því ekkert tjáð sig um niðurstöðuna en Seðlabankinn sendi frá sér yfirlýsingu eftir að dómurinn var kveðinn upp. Þar segir að Seðlabankinn „muni meta verklag vegna málsmeðferðar innan bankans í kjölfar dómsins í tilvikum sem þessum.“ Fréttastofan óskaði eftir viðtali við Má vegna málsins en hann hafði ekki tök á slíku í dag samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira
Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. Hinn 8. nóvember felldi Hæstiréttur Íslands úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja. Niðurstaðan var reist á því að Samherji hefði haft „réttmætar væntingar“ um að Seðlabankinn hefði fellt málið niður, eigi síðar en á 24. apríl 2015. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfestur var af Hæstarétti segir: „Eins og málið liggur fyrir verður því litið svo á að eigi síðar en með umræddu bréfi stefnda hafi legið fyrir afstaða hans um niðurfellingu máls stefnanda, sem hann mátti binda réttmætar væntingar við, og verði þannig jafnað til bindandi stjórnvaldsákvörðunar um þetta atriði.“ Bæði seðlabankastjóri og forsætisráðherra hafa sagt opinberlega að annmarkar hafi verið á málatilbúnaði Seðlabankans vegna „formsatriða“ eða af lagatæknilegum ástæðum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri talaði ítrekað á þessum nótum áður en dómur Hæstaréttar um ógildingu sektarinnar var kveðinn upp. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í fréttum RÚV 10. nóvember síðastliðinn að Seðlabankinn hefði tapað málinu „fyrst og fremst vegna formsatriða“ og að málið væri „ekki þannig vaxið að það hefði nein áhrif á stöðu seðlabankastjóra“ en lagði á það áherslu að gerðar yrðu úrbætur á stjórnsýslu Seðlabankans. Daginn eftir óskaði hún svo eftir skýringum frá bankaráðinu vegna dómsins. Eiríkur S. Jóhannsson stjórnarformaður Samherja segir mjög erfitt að sitja undir þessari umræðu um að málið hafi brotnað á einhverjum formsatriðum og Samherjamenn hafi sloppið af þeim sökum því málið hafði fengið ítarlega efnislega athugun hjá sérstökum saksóknara sem hafi fellt kærur Seðlabankans niður. „Fyrir okkur Samherjamenn er mjög sárt að hlusta á þennan málflutning því málið fékk efnislega athugun hjá sérstökum saksóknara. Í þessari athugun kemur fram að Samherji gerði ekkert af sér. Heldur skilaði gjaldeyri af kostgæfni og skilaði öllum gjaldeyri heim. Þess vegna er erfitt að hlusta á þetta að málið hafi fallið á tæknilegum atriðum,“ segir Eiríkur.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari. Í 28 bls. bréfi sem sembætti sértaks saksóknara sendi Samherja 4. september 2015 var síðari kæra Seðlabankans á hendur starfsmönnum Samherja felld úr gildi og var fjallað ítarlega um efnislega hlið kærunnar í bréfi embættisins. Þar var meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að Samherji hefði gætt þess „af kostgæfni“ að senda heim erlendan gjaldeyri. Vísir/GVASamherji gætti þess „af kostgæfni“ að senda heim erlendan gjaldeyri Sérstakur saksóknari felldi í tvígang niður kærur á hendur Samherja og starfsmönnum fyrirtækisins. Síðari kæran var felld niður með 28 bls. bréfi sérstaks saksóknara til Seðlabankans hinn 4. september 2015. Í bréfinu segir: „Í meginatriðum bendir rannsókn embættisins til þess að Samherji hf. hafi skilað til Íslands langstærstum hluta þess erlenda gjaldeyris sem barst inn á reikninga félagsins frá viðskiptavinum vegna vörusölu. Slíkar inngreiðslur sem ekki var hægt að para við heimsendingar á erlendum gjaldeyri áttu það sameiginlegt að vera frá fyrstu vikum gjaldeyrishaftanna og nema lágum fjárhæðum í heildarsamhenginu.“ Síðar segir í bréfinu: „Embættið telur styðja þann framburð að félagið virðist samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafa gætt þess á sama tíma af kostgæfni að senda heim erlendan gjaldeyri sem var endurgjald félagsins vegna sölu og vöru eða þjónustu og uppfylla þannig skilaskyldureglur hvað þann erlenda gjaldeyri varðaði.“ Eiríkur segir að málinu sé hvergi nærri lokið af hálfu Samherja. Félagið sé nú að skoða næstu skref. „Að mínu mati er réttast fyrir Samherja að fara í viðurkenningarmál á bótaskyldu Seðlabankans. Og kanna þannig grundvöll okkar fyrir því að höfða skaðabótamál á hendur bankanum. Þessu máli er ekki lokið af okkar hálfu,“ segir Eiríkur. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur ekki komið í viðtal um Samherjamálið síðan dómur Hæstaréttar var kveðinn upp hinn 8. nóvember síðastliðinn en hann var erlendis þegar niðurstaðan lá fyrir. Már hefur því ekkert tjáð sig um niðurstöðuna en Seðlabankinn sendi frá sér yfirlýsingu eftir að dómurinn var kveðinn upp. Þar segir að Seðlabankinn „muni meta verklag vegna málsmeðferðar innan bankans í kjölfar dómsins í tilvikum sem þessum.“ Fréttastofan óskaði eftir viðtali við Má vegna málsins en hann hafði ekki tök á slíku í dag samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent