Fá greitt í fasteignasjóðum GAMMA Helgi Vífill Júlíusson skrifar 21. nóvember 2018 09:00 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Við kaup Kviku á GAMMA fá hluthafar síðarnefnda fyrirtækisins hluta kaupverðsins greiddan með 535 milljónum króna í hlutdeildarskírteinum í sjóðum GAMMA. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að um sé að ræða nokkurn fjölda sjóða. „Það er enginn einn sjóður áberandi stærstur,“ segir hann. „Megnið er í hlutdeildarskírteinunum í fasteignasjóðum.“ GAMMA er með 140 milljarða í stýringu. Ármann bendir á að slík starfsemi bindi ekki mikið eigið fé en GAMMA hafi hins vegar fjárfest í eigin sjóðum. „Kvika kaupir af GAMMA þessi hlutdeildarskírteini af efnahagsreikningi GAMMA, setur með þeim hætti fjármuni í GAMMA, og nýtir hlutdeildarskírteinin til greiðslu á hluta af kaupverðinu.“ Stór hluti af kaupverðinu byggist á árangurstengdum þóknunum sem innheimtast þegar sjóðum er slitið. Hve háar þóknanirnar verði geti sveiflast á tímabilinu og Kvika hafi ekki viljað taka áhættuna af þeim. Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA, segir að nokkurs misskilnings hafi gætt í umræðunni varðandi kaupverðið. Fram komi í viljayfirlýsingu í júní að kaupverðið gæti numið allt að 3.750 milljónum króna miðað við stöðu félagsins árið 2017 og árangurstengdra þóknana sem eigi eftir að bókfæra. Í tilkynningu á mánudag komi fram að kaupverðið nemi 2.890 milljónum króna að teknu tilliti til árangurstengdra tekna sem eigi eftir að tekjufæra. „Þetta eru tölurnar sem bera á saman,“ segir hann og rekur lækkunina á kaupverðinu meðal annars til kólnunar í efnahagslífinu og að markaðurinn hafi átt erfitt uppdráttar um skeið. Greiðslum Kviku fyrir GAMMA er skipt í þrjá hluta: Hluthafar fá 839 milljónir í reiðufé, 535 milljónir í hlutdeildarskírteinum í sjóðum GAMMA og árangurstengdar greiðslur við slit á sjóðum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira
Við kaup Kviku á GAMMA fá hluthafar síðarnefnda fyrirtækisins hluta kaupverðsins greiddan með 535 milljónum króna í hlutdeildarskírteinum í sjóðum GAMMA. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að um sé að ræða nokkurn fjölda sjóða. „Það er enginn einn sjóður áberandi stærstur,“ segir hann. „Megnið er í hlutdeildarskírteinunum í fasteignasjóðum.“ GAMMA er með 140 milljarða í stýringu. Ármann bendir á að slík starfsemi bindi ekki mikið eigið fé en GAMMA hafi hins vegar fjárfest í eigin sjóðum. „Kvika kaupir af GAMMA þessi hlutdeildarskírteini af efnahagsreikningi GAMMA, setur með þeim hætti fjármuni í GAMMA, og nýtir hlutdeildarskírteinin til greiðslu á hluta af kaupverðinu.“ Stór hluti af kaupverðinu byggist á árangurstengdum þóknunum sem innheimtast þegar sjóðum er slitið. Hve háar þóknanirnar verði geti sveiflast á tímabilinu og Kvika hafi ekki viljað taka áhættuna af þeim. Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA, segir að nokkurs misskilnings hafi gætt í umræðunni varðandi kaupverðið. Fram komi í viljayfirlýsingu í júní að kaupverðið gæti numið allt að 3.750 milljónum króna miðað við stöðu félagsins árið 2017 og árangurstengdra þóknana sem eigi eftir að bókfæra. Í tilkynningu á mánudag komi fram að kaupverðið nemi 2.890 milljónum króna að teknu tilliti til árangurstengdra tekna sem eigi eftir að tekjufæra. „Þetta eru tölurnar sem bera á saman,“ segir hann og rekur lækkunina á kaupverðinu meðal annars til kólnunar í efnahagslífinu og að markaðurinn hafi átt erfitt uppdráttar um skeið. Greiðslum Kviku fyrir GAMMA er skipt í þrjá hluta: Hluthafar fá 839 milljónir í reiðufé, 535 milljónir í hlutdeildarskírteinum í sjóðum GAMMA og árangurstengdar greiðslur við slit á sjóðum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira