Um þriðjungur upplifði einelti hjá OR Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. nóvember 2018 06:00 Frá fundi í Orkuveitunni þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Hellga Jónsdóttir forstjóri, Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. visir/vilhelm Yfir þrjátíu prósent fyrrverandi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku þátt í könnun Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar upplifðu einelti á vinnustað meðan þeir störfuðu hjá fyrirtækinu. Töluverður munur er á svörum núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins þegar spurt er um einelti en einungis sjö prósent núverandi starfsmanna segjast hafa upplifað einelti á vinnustaðnum. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall var því viðhorfi lýst af hálfu Orkuveitunnar, með vísan til niðurstöðu úttektarinnar, að vinnustaðamenning væri betri hjá fyrirtækinu en gengur og gerist á vinnumarkaði. Fréttablaðið sendi Helgu Jónsdóttur, sitjandi forstjóra Orkuveitunnar, fyrirspurn um hvernig yfirlýsingin samræmdist fyrrgreindri upplifun fyrrverandi starfsmanna en fékk ekki svar. Aðspurður segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, að niðurstöður könnunar eldri starfsmanna séu vitaskuld meðal þeirra gagna sem verið sé að rýna hjá fyrirtækinu í þágu úrbótastarfs. Máls Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra fjármála, sem var veitt formleg áminning vegna kynferðislegrar áreitni árið 2015, er hvergi getið í skýrslu Innri endurskoðunar um vinnustaðamenningu hjá Orkuveitunni. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að mál Ingvars hafi verið tekið til skoðunar hjá Innri endurskoðun eftir að yfirlýsing frá honum barst fjölmiðlum. Eftir viðtal við hann sjálfan, samstarfsmenn og fulltrúa starfsmannahalds, var ekki talin ástæða til að fjalla frekar um mál hans og því talið lokið enda hefði hvorki Ingvar sjálfur né fyrirtækið gert athugasemd við málsmeðferðina sem málið hlaut á sínum tíma. Ekki var rætt við þolendur áreitninnar en kvartanir kvennanna tveggja sem áminningin laut að voru nafnlausar. Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Yfir þrjátíu prósent fyrrverandi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku þátt í könnun Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar upplifðu einelti á vinnustað meðan þeir störfuðu hjá fyrirtækinu. Töluverður munur er á svörum núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins þegar spurt er um einelti en einungis sjö prósent núverandi starfsmanna segjast hafa upplifað einelti á vinnustaðnum. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall var því viðhorfi lýst af hálfu Orkuveitunnar, með vísan til niðurstöðu úttektarinnar, að vinnustaðamenning væri betri hjá fyrirtækinu en gengur og gerist á vinnumarkaði. Fréttablaðið sendi Helgu Jónsdóttur, sitjandi forstjóra Orkuveitunnar, fyrirspurn um hvernig yfirlýsingin samræmdist fyrrgreindri upplifun fyrrverandi starfsmanna en fékk ekki svar. Aðspurður segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, að niðurstöður könnunar eldri starfsmanna séu vitaskuld meðal þeirra gagna sem verið sé að rýna hjá fyrirtækinu í þágu úrbótastarfs. Máls Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra fjármála, sem var veitt formleg áminning vegna kynferðislegrar áreitni árið 2015, er hvergi getið í skýrslu Innri endurskoðunar um vinnustaðamenningu hjá Orkuveitunni. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að mál Ingvars hafi verið tekið til skoðunar hjá Innri endurskoðun eftir að yfirlýsing frá honum barst fjölmiðlum. Eftir viðtal við hann sjálfan, samstarfsmenn og fulltrúa starfsmannahalds, var ekki talin ástæða til að fjalla frekar um mál hans og því talið lokið enda hefði hvorki Ingvar sjálfur né fyrirtækið gert athugasemd við málsmeðferðina sem málið hlaut á sínum tíma. Ekki var rætt við þolendur áreitninnar en kvartanir kvennanna tveggja sem áminningin laut að voru nafnlausar.
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35
Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15
Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45