Segir ákvörðun kjörstjórnar ólýðræðislegt ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2018 23:22 Frá því þegar Heiðveig skilaði gögnum til framboðs til Sjómannafélagsins. Vísir/Vilhelm Heiðveig María Einarsdóttir segir ákvörðun kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands að meta framboð B-lista hennar til stjórnar félagsins, vera ólýðræðislegt ofbeldi af allra verstu gerð“. Í yfirlýsingu á Facebooksíðu listans segir að niðurstaðan sé sláandi. A-listinn, sem er framboð núverandi stjórnar var sjálfkjörið. Heiðveig segir að verið sé að skoða framhaldið í samráði við lögfræðinga þeirra. Hún segir síðustu vikur og mánuði hafa verið klikkaða. Hún hafi margsinnis reynt að fá upplýsingar um hvernig standa eigi að framlagningu lista og hvaða lög gildi en það hafi engan árangur borið.Sjá einnig: Framboð Heiðvegar metið ólögmætt„Það er merkilegt þegar við horfum á kjörstjórnina að þar eru tveir fulltrúar í trúnaðarmannaráði, en það er akkúrat það ráð sem leggur fram A-listann. Og þeir standa keikir með þeirri orðræðu að hér fari vel rökstudd og lýðræðisleg niðurstaða kjörstjórnar. Kjörstjórn, sem tók þátt í að leggja fram annan listann, finnur ekkert að vinnubrögðum sjálfra sín þegar þeir úrskurða sinn eigin lista sjálfkjörinn. Þeir túlka svo lög félagsins í allar áttir svo mögulegt sé að fabúlera á móti B-listanum, sem þeim augljóslega stendur ógn af,“ segir Heiðveig. Hún bætir við að menn úr trúnaðarmannaráði hafi lagt fram tillöguna um að víkja henni úr félaginu, sem var svo gert. „Þeir kusu sjálfir um eigin tillögu og ollu með þessari ólöglegu gjörð málarekstri fyrir Félagsdómi um lögmæti aðgerðarinnar. Sá málarekstur er nú í gangi og mun ljúka áður en kosningar ættu að vera yfirstaðnar. Hversu fáránlega samansúrrað getur eitt stéttarfélag verið?“Vinna með lögfræðingum að næstu skrefum Eins og áður hefur komið fram segir Heiðveig að hún og aðrir á B-listanum séu að vinna með lögfræðingum þeirra að næstu skrefum og skoða úrskurð kjörstjórnarinnar. Þá hvetur hún þá sem vilja ganga úr félaginu til að bíða með þá ákvörðun. „Markmiðið er enn að almennir félagsmenn fái tækifæri til að fjalla um þessi mál. Það eru almennir félagsmenn sem eru félagið. Við viljum að félagsmennirnir sjálfir fái að velja forystu og marka stefnu félagsins, en núverandi stjórn beitir öllum klækjum og brögðum til að halda ákvörðun um framtíð félagsins frá okkur öllum.“ Heiðveig telur líklegt að stjórn sambandsins muni boða til aðalfundar fljótlega. Það sé verra því flestir stuðningsmenn B-listans séu fiskimenn og séu á sjó fram að jólum. „Með því að boða til aðalfundar meðan flestir eru allir fiskimenn eru á sjó getur stjórn komið í veg fyrir allar lagabreytingar frá öðrum en stjórn. Samkvæmt breyttum lögum þurfa lagabreytingatilllögur að berast 15 dögum fyrir aðalfund (sem stangast á við grein um aðalfund þar sem sagt er að fresturinn sé sjö sólarhringar).“ Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir segir ákvörðun kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands að meta framboð B-lista hennar til stjórnar félagsins, vera ólýðræðislegt ofbeldi af allra verstu gerð“. Í yfirlýsingu á Facebooksíðu listans segir að niðurstaðan sé sláandi. A-listinn, sem er framboð núverandi stjórnar var sjálfkjörið. Heiðveig segir að verið sé að skoða framhaldið í samráði við lögfræðinga þeirra. Hún segir síðustu vikur og mánuði hafa verið klikkaða. Hún hafi margsinnis reynt að fá upplýsingar um hvernig standa eigi að framlagningu lista og hvaða lög gildi en það hafi engan árangur borið.Sjá einnig: Framboð Heiðvegar metið ólögmætt„Það er merkilegt þegar við horfum á kjörstjórnina að þar eru tveir fulltrúar í trúnaðarmannaráði, en það er akkúrat það ráð sem leggur fram A-listann. Og þeir standa keikir með þeirri orðræðu að hér fari vel rökstudd og lýðræðisleg niðurstaða kjörstjórnar. Kjörstjórn, sem tók þátt í að leggja fram annan listann, finnur ekkert að vinnubrögðum sjálfra sín þegar þeir úrskurða sinn eigin lista sjálfkjörinn. Þeir túlka svo lög félagsins í allar áttir svo mögulegt sé að fabúlera á móti B-listanum, sem þeim augljóslega stendur ógn af,“ segir Heiðveig. Hún bætir við að menn úr trúnaðarmannaráði hafi lagt fram tillöguna um að víkja henni úr félaginu, sem var svo gert. „Þeir kusu sjálfir um eigin tillögu og ollu með þessari ólöglegu gjörð málarekstri fyrir Félagsdómi um lögmæti aðgerðarinnar. Sá málarekstur er nú í gangi og mun ljúka áður en kosningar ættu að vera yfirstaðnar. Hversu fáránlega samansúrrað getur eitt stéttarfélag verið?“Vinna með lögfræðingum að næstu skrefum Eins og áður hefur komið fram segir Heiðveig að hún og aðrir á B-listanum séu að vinna með lögfræðingum þeirra að næstu skrefum og skoða úrskurð kjörstjórnarinnar. Þá hvetur hún þá sem vilja ganga úr félaginu til að bíða með þá ákvörðun. „Markmiðið er enn að almennir félagsmenn fái tækifæri til að fjalla um þessi mál. Það eru almennir félagsmenn sem eru félagið. Við viljum að félagsmennirnir sjálfir fái að velja forystu og marka stefnu félagsins, en núverandi stjórn beitir öllum klækjum og brögðum til að halda ákvörðun um framtíð félagsins frá okkur öllum.“ Heiðveig telur líklegt að stjórn sambandsins muni boða til aðalfundar fljótlega. Það sé verra því flestir stuðningsmenn B-listans séu fiskimenn og séu á sjó fram að jólum. „Með því að boða til aðalfundar meðan flestir eru allir fiskimenn eru á sjó getur stjórn komið í veg fyrir allar lagabreytingar frá öðrum en stjórn. Samkvæmt breyttum lögum þurfa lagabreytingatilllögur að berast 15 dögum fyrir aðalfund (sem stangast á við grein um aðalfund þar sem sagt er að fresturinn sé sjö sólarhringar).“
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira