Tínir steina og slípar í skart Runia kynnir 21. nóvember 2018 13:30 Rúnar Jóhannesson, gullsmiður tekur þátt í sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem hefst á morgun. „Ætli ég sé ekki dálítið íhaldssamur, ég teikna ekkert í tölvu né sendi í þrívíddarprentun og hjá mér er allt handgert frá A til Ö. Steinarnir sem ég nota í skartgripina tíni ég til að mynda sjálfur og slípa þá til. Ég hef líka alltaf verið mjög hrifinn af víravirki og því handverki,“ segir Rúnar Jóhannesson, gullsmiður og stofnandi skartgripafyrirtækisins runia, sem tekur þátt í sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningin hefst á morgun.Rúnar tínir steinana sjálfur, sker þá og slípar.Rúnar hefur komið sér fyrir á Dalvík með gullsmíðaverkstæði sem hann rekur ásamt eiginkonu sinni Björk Hólm Þorsteinsdóttur. „Ég hanna og smíða og konan mín sér um allt hitt,“ segir hann. „Við erum að byggja fyrirtækið upp hægt og rólega. Það er ár síðan ég tók verkstæðið upp úr kössunum og einungis nokkrar vikur síðan við stofnuðum formlegan rekstur í kringum þetta. Það má segja að stilkurinn sé farinn að skjóta rótum og svo þurfa greinarnar smá tíma til að vaxa út frá. Ég er að þróa mig áfram í steinaslípuninni,“ segir Rúnar. Hann hafi dottið í lukkupottinn þegar hann kynntist gamalgrónum steinaslípara á Akureyri.Mikil vinna liggur á bak við hvern grip eftir Rúnar.„Guðmundur Bjarnason hefur slípað og skorið steina í mörg ár og það er ómetanlegt að komast í kynni við hann. Hann benti mér til dæmis á nokkra staði þar sem hægt er að finna fallega steina. Nú er ég að þróa aðferðir og tækni og getu til þess að vinna steinana samhliða því að hanna og smíða lagskipt men með steinum sem eru að hluta til huldir undir silfri, sú tilraunavinna er ofboðslega skemmtilegt og spennandi, en ég smíða einnig einfaldari og hefðbundnari hluti,“ segir Rúnar.Víravirki er stór hluti af skargripalinu Rúnars.Nánar má forvitnast runia á facebook og á instagram. Sýning Handverks og hönnunar hefst á morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 16. Föstudag til mánudags er sýningin opin milli 11 og 18.Þessi kynning er unnin í samstarfi við runia Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
„Ætli ég sé ekki dálítið íhaldssamur, ég teikna ekkert í tölvu né sendi í þrívíddarprentun og hjá mér er allt handgert frá A til Ö. Steinarnir sem ég nota í skartgripina tíni ég til að mynda sjálfur og slípa þá til. Ég hef líka alltaf verið mjög hrifinn af víravirki og því handverki,“ segir Rúnar Jóhannesson, gullsmiður og stofnandi skartgripafyrirtækisins runia, sem tekur þátt í sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningin hefst á morgun.Rúnar tínir steinana sjálfur, sker þá og slípar.Rúnar hefur komið sér fyrir á Dalvík með gullsmíðaverkstæði sem hann rekur ásamt eiginkonu sinni Björk Hólm Þorsteinsdóttur. „Ég hanna og smíða og konan mín sér um allt hitt,“ segir hann. „Við erum að byggja fyrirtækið upp hægt og rólega. Það er ár síðan ég tók verkstæðið upp úr kössunum og einungis nokkrar vikur síðan við stofnuðum formlegan rekstur í kringum þetta. Það má segja að stilkurinn sé farinn að skjóta rótum og svo þurfa greinarnar smá tíma til að vaxa út frá. Ég er að þróa mig áfram í steinaslípuninni,“ segir Rúnar. Hann hafi dottið í lukkupottinn þegar hann kynntist gamalgrónum steinaslípara á Akureyri.Mikil vinna liggur á bak við hvern grip eftir Rúnar.„Guðmundur Bjarnason hefur slípað og skorið steina í mörg ár og það er ómetanlegt að komast í kynni við hann. Hann benti mér til dæmis á nokkra staði þar sem hægt er að finna fallega steina. Nú er ég að þróa aðferðir og tækni og getu til þess að vinna steinana samhliða því að hanna og smíða lagskipt men með steinum sem eru að hluta til huldir undir silfri, sú tilraunavinna er ofboðslega skemmtilegt og spennandi, en ég smíða einnig einfaldari og hefðbundnari hluti,“ segir Rúnar.Víravirki er stór hluti af skargripalinu Rúnars.Nánar má forvitnast runia á facebook og á instagram. Sýning Handverks og hönnunar hefst á morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 16. Föstudag til mánudags er sýningin opin milli 11 og 18.Þessi kynning er unnin í samstarfi við runia
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira