Annie Lööf gefst upp Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2018 10:06 Annie Lööf hefur verið leiðtogi sænska Miðflokksins frá 2011. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Annie Lööf, formaður sænska Miðflokksins, segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. Lööf greindi frá þessu í morgun eftir fund sinn með forseta sænska þingsins. Á fréttamannafundi sagði hún það tilgangslaust að biðja um lengri tíma til viðræðna, og það sé undir þingforsetanum Andreas Norlén að ákveða næstu skref. Norlén veitti Lööf umboð til stjórnarmyndunar fyrir viku þar sem hann gaf henni vikufrest með möguleika á einnar viku framlengingu. Lööf sagðist hafa kannað möguleikann á þremur ólíkum stjórnarmynstrum. Sagðist hún hafa lagt mesta áherslu stjórn borgaralegu flokkanna fjögurra, auk Græningja, sem myndi þá njóta stuðnings Jafnaðarmanna. Þá kannaði hún möguleikann á samsteypustjórn borgaralegu flokkanna og Jafnaðarmanna, og loks stjórn Miðflokksins og Frjálslyndra. Enginn möguleikinn hafi náð nægum hljómgrunni.Snúin staðaKosningar fóru fram í Svíþjóð þann 9. september síðastliðinn og hefur ekkert gengið að mynda nýja stjórn. Hefur bæði þeim Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, og Stefan Löfven, formanni Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, mistekist að mynda starfhæfa stjórn. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja tillögu þingforseta um nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum þarf að boða til nýrra kosninga. Fyrr í mánuðinum greiddi þingið atkvæði um Kristersson sem nýjan forsætisráðherra, en var honum hafnað. Hann sagðist vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Annie Lööf fær umboð til stjórnarmyndunar Formaður Miðflokksins í Svíþjóð, fékk í dag umboð til stjórnarmyndunar. Hún hefur fengið til þess viku með möguleika á framlengingu. 15. nóvember 2018 16:36 Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Annie Lööf, formaður sænska Miðflokksins, segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. Lööf greindi frá þessu í morgun eftir fund sinn með forseta sænska þingsins. Á fréttamannafundi sagði hún það tilgangslaust að biðja um lengri tíma til viðræðna, og það sé undir þingforsetanum Andreas Norlén að ákveða næstu skref. Norlén veitti Lööf umboð til stjórnarmyndunar fyrir viku þar sem hann gaf henni vikufrest með möguleika á einnar viku framlengingu. Lööf sagðist hafa kannað möguleikann á þremur ólíkum stjórnarmynstrum. Sagðist hún hafa lagt mesta áherslu stjórn borgaralegu flokkanna fjögurra, auk Græningja, sem myndi þá njóta stuðnings Jafnaðarmanna. Þá kannaði hún möguleikann á samsteypustjórn borgaralegu flokkanna og Jafnaðarmanna, og loks stjórn Miðflokksins og Frjálslyndra. Enginn möguleikinn hafi náð nægum hljómgrunni.Snúin staðaKosningar fóru fram í Svíþjóð þann 9. september síðastliðinn og hefur ekkert gengið að mynda nýja stjórn. Hefur bæði þeim Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, og Stefan Löfven, formanni Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, mistekist að mynda starfhæfa stjórn. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja tillögu þingforseta um nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum þarf að boða til nýrra kosninga. Fyrr í mánuðinum greiddi þingið atkvæði um Kristersson sem nýjan forsætisráðherra, en var honum hafnað. Hann sagðist vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Annie Lööf fær umboð til stjórnarmyndunar Formaður Miðflokksins í Svíþjóð, fékk í dag umboð til stjórnarmyndunar. Hún hefur fengið til þess viku með möguleika á framlengingu. 15. nóvember 2018 16:36 Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Annie Lööf fær umboð til stjórnarmyndunar Formaður Miðflokksins í Svíþjóð, fékk í dag umboð til stjórnarmyndunar. Hún hefur fengið til þess viku með möguleika á framlengingu. 15. nóvember 2018 16:36
Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00