Fylgir hugmyndafræði Slow Design Yarm kynnir 22. nóvember 2018 14:30 Erla Svava Sigurðardóttir hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir hönnun sína úr íslenksri ull. Anton Brink Yarmvörur Erlu Svövu Sigurðardóttur hafa vakið verðskuldaða athygli en Erla stofnaði Yarm fyrir rétt rúmu ári síðan. Á þessum stutta tíma hefur Erla Svava hlotið Skúlaverðlaunin 2017 sem eru nýsköpunarverðlaun, auk þess sem hún var valin Handverksmaður ársins 2018. Þá hlaut Yarm The Awards of Excellence 2018 frá markaðsstofunni Icelandic Lamb í dag en verðlaunin veitir stofan þeim samstarfsstaðilum sínum sem skara fram úr. Erla Svava handspinnur hnausþykkt garn úr sérvalinni íslenskri ull og prjónar úr garninu með handleggjunum. „Ég er svo heppin hvað viðskiptavinir mínir eru þolinmóðir. Ég vinn eftir hugmyndafræði Slow-design og Slow-fashion og allt ferlið er eins umhverfisvænt og mögulegt er. Íslenska ullin okkar er einstakt náttúrufyrirbrigði sem ber að sýna þá lágmarks virðingu að vinna hana ekki á umhverfis spillandi hátt eins og til dæmis með því að senda ullina til Kína til að láta spinna hana þar og senda svo til baka,“ segir Erla Svava. Hún stendur ein að framleiðslunni og hefur þróað allt framleiðsluferlið. „Það má segja að Yarm vörurnar séu í stanslausri þróun. Því hvert stykki kennir manni eitthvað nýtt og er ég stolt af því að hafa þróað þetta þykka garn alveg frá grunni. En garnið sem og vörurnar eru einstaklega endingargóðar af ullarvörum að vera. Ég stefni í náinni framtíð á að hefja framleiðslu og sölu á garninu.“ Vörulína Yarm samanstendur af teppum, mottum, púðum og pullum. Auk þess hefur Erla prjónað leikföng fyrir börn, stórar kanínur. Til að byrja með framleiddi Erla vörurnar í sauðalitunum. Nú hafa bæst við fleiri litir.Vörurnar fást á vefversluninni yarm.store, á facebook og í Jöklu á Laugavegi 90. „Ég er nýkomin inn með vörurnar í Jöklu. Við erum níu hönnuðir sem leigjum þar pláss og skiptumst á að vinna í búðinni. Það er skemmtilegt fyrirkomulag og persónuleg þjónusta þar sem fólki gefst tækifæri til að versla beint af hönnuði,“ segir Erla.Áhugasamir geta hitt á Erlu á sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsinu sem hefst í dag klukkan 16. Sýningin er opin frá föstudegi til mánudags milli klukkan 11 og 18.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Yarm Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Yarmvörur Erlu Svövu Sigurðardóttur hafa vakið verðskuldaða athygli en Erla stofnaði Yarm fyrir rétt rúmu ári síðan. Á þessum stutta tíma hefur Erla Svava hlotið Skúlaverðlaunin 2017 sem eru nýsköpunarverðlaun, auk þess sem hún var valin Handverksmaður ársins 2018. Þá hlaut Yarm The Awards of Excellence 2018 frá markaðsstofunni Icelandic Lamb í dag en verðlaunin veitir stofan þeim samstarfsstaðilum sínum sem skara fram úr. Erla Svava handspinnur hnausþykkt garn úr sérvalinni íslenskri ull og prjónar úr garninu með handleggjunum. „Ég er svo heppin hvað viðskiptavinir mínir eru þolinmóðir. Ég vinn eftir hugmyndafræði Slow-design og Slow-fashion og allt ferlið er eins umhverfisvænt og mögulegt er. Íslenska ullin okkar er einstakt náttúrufyrirbrigði sem ber að sýna þá lágmarks virðingu að vinna hana ekki á umhverfis spillandi hátt eins og til dæmis með því að senda ullina til Kína til að láta spinna hana þar og senda svo til baka,“ segir Erla Svava. Hún stendur ein að framleiðslunni og hefur þróað allt framleiðsluferlið. „Það má segja að Yarm vörurnar séu í stanslausri þróun. Því hvert stykki kennir manni eitthvað nýtt og er ég stolt af því að hafa þróað þetta þykka garn alveg frá grunni. En garnið sem og vörurnar eru einstaklega endingargóðar af ullarvörum að vera. Ég stefni í náinni framtíð á að hefja framleiðslu og sölu á garninu.“ Vörulína Yarm samanstendur af teppum, mottum, púðum og pullum. Auk þess hefur Erla prjónað leikföng fyrir börn, stórar kanínur. Til að byrja með framleiddi Erla vörurnar í sauðalitunum. Nú hafa bæst við fleiri litir.Vörurnar fást á vefversluninni yarm.store, á facebook og í Jöklu á Laugavegi 90. „Ég er nýkomin inn með vörurnar í Jöklu. Við erum níu hönnuðir sem leigjum þar pláss og skiptumst á að vinna í búðinni. Það er skemmtilegt fyrirkomulag og persónuleg þjónusta þar sem fólki gefst tækifæri til að versla beint af hönnuði,“ segir Erla.Áhugasamir geta hitt á Erlu á sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsinu sem hefst í dag klukkan 16. Sýningin er opin frá föstudegi til mánudags milli klukkan 11 og 18.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Yarm
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira