Innlent

Fúlilækur stendur undir nafni

Birgir Olgeirsson skrifar
Jökulsá við Sólheimasand.
Jökulsá við Sólheimasand. FBL/Jóik
Staðan við Sólheimajökul og Jökulsá við Sólheimasand er óbreytt frá því í gær að sögn Veðurstofu Íslands. Mikil brennisteinslykt er á svæðinu og hefur vindur lítið hreyfst síðan í gær sem hefur orðið til þess að lyktin finnst frekar.

Starfsmenn Veðurstofu Íslands munu fara á staðinn á næstu dögum til að gera athuganir en engar markverðar breytingar eru á vatna-, jarðskjálfta- eða gasmælum Veðurstofunnar á þessum svæði. Fólki er ráðlagt að halda sig frá lægðum í landslagi og vera ekki nálægt Jökulsá á Sólheimasandi.

Engar kvartanir hafa borist frá ferðalöngum vegna særinda í augum eða hálsi vegna brennisteinsmengunarinnar.

Jökulsá á Sólheimasandi hefur stundum verið kölluð Fúlilækur vegna megnrar brennisteinslyktar sem leggur frá henni, og því má segja að hún standi undir nafni í dag.


Tengdar fréttir

Mikil brennisteinslykt við Sólheimajökul

Mikil brennisteinslykt er nú við Sólheimajökul og Jökulsá á Sólheimasandi að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×