Inga brast næstum í grát í bótaumræðu á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2018 12:17 Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður Flokks fólksins segir bætur til öryrkja ekkert hækka umfram það sem boðað sé í lögum um að bætur hækki aldrei minna en sem nemi hækkun verðlags. Fjármálaráðherra segir öryrkja hins vegar fá 2,9 milljarða umfram verðlagshækkanir í sínum málaflokka. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Inga Sæland formaður Flokks fólksins fjármálaráðherra út í þá vísitöluhækkun sem reiknað er með á greiðslur til öryrkja á næsta ári. En í fjárlagafrumvarpi var fyrst gert ráð fyrir þriggja komma fjögurra prósenta hækkun en í breytingartillögu við aðra umræðu var hækkunin komin upp í 3,6 prósent. Vildi Inga fá staðfest hjá Bjarna Benediktssyni að breyta skuli greiðslunum árlega miðað við launaþróun samkvæmt lögum. „Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Nú spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra, hvernig eru þessar hækkanir, eða leiðrétting reiknuð út,“ sagði Inga.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Fjármálaráðherra sagði forsendur í fjárlagafrumvarpi hafa gert ráð fyrir 2,9 prósenta verðbólgu og að kaupmáttur myndi vaxa um hálft prósent. Ný spá gerði hins vegar ráð fyrir 3,6 prósenta verðbólgu. „Og þá kom upp þetta álitamál; hefur ný spá með hærri verðbólguvæntingum eitthvað breytt svigrúminu til launabreytinga á næsta ári. Við töldum svarið við því vera neikvætt,“ sagði Bjarni. Hins vegar kæmi þá til lagaákvæðis sem tryggði hækkun bóta í samræmi við hækkun verðlags. Það hafi til að mynda gerst eftir hrun að verðlag hækkaði meira en laun og þá hafi bætur hækkað meira en launin. „Ég hlýt að þurfa að vekja athygli á því að fyrir utan þessa 3,6 prósent hækkun sem hér er verið að vísa til er gert ráð fyrir að við bætist á næsta ári 2,9 milljarðar samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og það stendur núna í þinginu. Þetta samanlagt mun hækka bæturnar um 5,8 prósent,“ sagði Bjarni. Inga Sæland var ekki sátt við þessi svör ráðherrans. „Ég er nú þekkt fyrir að vera Inga tilfinninga og ég brast næstum í grát, þetta var svo sorglega lélegt svar. Það var í rauninni farið allt aftur að hruni þegar var verið að reyna að fylgja þó lögunum. Síðari málslið 69. gr. laga þar sem aldrei átti að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Staðreyndin er allt önnur í dag hæstvirtur fjármálaráðherra,“ sagði Inga Sæland. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Formaður Flokks fólksins segir bætur til öryrkja ekkert hækka umfram það sem boðað sé í lögum um að bætur hækki aldrei minna en sem nemi hækkun verðlags. Fjármálaráðherra segir öryrkja hins vegar fá 2,9 milljarða umfram verðlagshækkanir í sínum málaflokka. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Inga Sæland formaður Flokks fólksins fjármálaráðherra út í þá vísitöluhækkun sem reiknað er með á greiðslur til öryrkja á næsta ári. En í fjárlagafrumvarpi var fyrst gert ráð fyrir þriggja komma fjögurra prósenta hækkun en í breytingartillögu við aðra umræðu var hækkunin komin upp í 3,6 prósent. Vildi Inga fá staðfest hjá Bjarna Benediktssyni að breyta skuli greiðslunum árlega miðað við launaþróun samkvæmt lögum. „Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Nú spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra, hvernig eru þessar hækkanir, eða leiðrétting reiknuð út,“ sagði Inga.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Fjármálaráðherra sagði forsendur í fjárlagafrumvarpi hafa gert ráð fyrir 2,9 prósenta verðbólgu og að kaupmáttur myndi vaxa um hálft prósent. Ný spá gerði hins vegar ráð fyrir 3,6 prósenta verðbólgu. „Og þá kom upp þetta álitamál; hefur ný spá með hærri verðbólguvæntingum eitthvað breytt svigrúminu til launabreytinga á næsta ári. Við töldum svarið við því vera neikvætt,“ sagði Bjarni. Hins vegar kæmi þá til lagaákvæðis sem tryggði hækkun bóta í samræmi við hækkun verðlags. Það hafi til að mynda gerst eftir hrun að verðlag hækkaði meira en laun og þá hafi bætur hækkað meira en launin. „Ég hlýt að þurfa að vekja athygli á því að fyrir utan þessa 3,6 prósent hækkun sem hér er verið að vísa til er gert ráð fyrir að við bætist á næsta ári 2,9 milljarðar samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og það stendur núna í þinginu. Þetta samanlagt mun hækka bæturnar um 5,8 prósent,“ sagði Bjarni. Inga Sæland var ekki sátt við þessi svör ráðherrans. „Ég er nú þekkt fyrir að vera Inga tilfinninga og ég brast næstum í grát, þetta var svo sorglega lélegt svar. Það var í rauninni farið allt aftur að hruni þegar var verið að reyna að fylgja þó lögunum. Síðari málslið 69. gr. laga þar sem aldrei átti að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Staðreyndin er allt önnur í dag hæstvirtur fjármálaráðherra,“ sagði Inga Sæland.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira