Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 15:15 Ingimundur segir að ef lánið komi ekki til geti fyrirtækið ekki staðið við skuldbindingar sínar. Fréttablaðið/Stefán Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. Bréfsendingar hafa dregist saman um 15% á þessu ári sem er mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Nauðsynlegt sé að fá lán frá ríkissjóði en heimild um lán uppá einn komma fimm milljarða króna var felld út í annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. „Áætlun fyrir þetta ár gerði ráð fyrir að bréfamagn færi um hendur Íslandspósts væri um 7% minni en á síðasta ári. Raunin er hins vegar sú að magnið er um 15% til 18% minna sem þýðir mun minni tekjur en gert var ráð fyrir. Það er ástæðan fyrir því að lausafé skorti. En dreifingarkerfið sem við vinnum eftir er bundið og erfitt að hnika því til nema með breytingum á reglugerðum og jafnvel lögum,“ segir Ingimundur. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. Ingimundur segir að ef lánið komi ekki til geti fyrirtækið ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Þá erum við ekki með fjármuni til að standa undir reikningum,“ segir hann.Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins.Vísir/ArnþórAðspurður um hvort að Íslandspóstur muni eiga erfitt með að endurgreiða lánið komi það til segir hann svo vera. „Við höfum áhyggjur af því og höfum haft það í talsverðan tíma. Ástæðan er einfaldlega sú að póstþjónustukerfið eins og það er sett upp núna stendur ekki undir sér. Forsenda þess að geta greitt að lánum er að hafa tekjur umfram gjöld og öll sú þjónusta sem við veitum þarf að skila tekjum. En sú póstþjónusta sem við erum að veita á undanförnum árum hefur ekki gert það,“ segir hann. Hann bætir því við að öll póstfyrirtæki á Norðurlöndum glími við þennan vanda og segir ljóst að miklar breytingar verði á rekstri fyrirtækisins. „Það þarf að stokka upp reksturinn það hvort sem kemur til lánsins eður ei og enn frekar þarf að gera það þegar ný póstlög taka gildi og ákvörðun verður tekin um afnám einkaréttar. Einkarétturinn hefur það hlutverk að greiða niður alþjónustu þar sem hún stendur ekki undir sér og hann hefur ekki gert það undanfarin ár,“ segir Ingimundur að lokum. Fjárlög Íslandspóstur Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. Bréfsendingar hafa dregist saman um 15% á þessu ári sem er mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Nauðsynlegt sé að fá lán frá ríkissjóði en heimild um lán uppá einn komma fimm milljarða króna var felld út í annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. „Áætlun fyrir þetta ár gerði ráð fyrir að bréfamagn færi um hendur Íslandspósts væri um 7% minni en á síðasta ári. Raunin er hins vegar sú að magnið er um 15% til 18% minna sem þýðir mun minni tekjur en gert var ráð fyrir. Það er ástæðan fyrir því að lausafé skorti. En dreifingarkerfið sem við vinnum eftir er bundið og erfitt að hnika því til nema með breytingum á reglugerðum og jafnvel lögum,“ segir Ingimundur. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. Ingimundur segir að ef lánið komi ekki til geti fyrirtækið ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Þá erum við ekki með fjármuni til að standa undir reikningum,“ segir hann.Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins.Vísir/ArnþórAðspurður um hvort að Íslandspóstur muni eiga erfitt með að endurgreiða lánið komi það til segir hann svo vera. „Við höfum áhyggjur af því og höfum haft það í talsverðan tíma. Ástæðan er einfaldlega sú að póstþjónustukerfið eins og það er sett upp núna stendur ekki undir sér. Forsenda þess að geta greitt að lánum er að hafa tekjur umfram gjöld og öll sú þjónusta sem við veitum þarf að skila tekjum. En sú póstþjónusta sem við erum að veita á undanförnum árum hefur ekki gert það,“ segir hann. Hann bætir því við að öll póstfyrirtæki á Norðurlöndum glími við þennan vanda og segir ljóst að miklar breytingar verði á rekstri fyrirtækisins. „Það þarf að stokka upp reksturinn það hvort sem kemur til lánsins eður ei og enn frekar þarf að gera það þegar ný póstlög taka gildi og ákvörðun verður tekin um afnám einkaréttar. Einkarétturinn hefur það hlutverk að greiða niður alþjónustu þar sem hún stendur ekki undir sér og hann hefur ekki gert það undanfarin ár,“ segir Ingimundur að lokum.
Fjárlög Íslandspóstur Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira