Segir dóm sýna fram á að íslenska ríkið reiknaði endurgreiðslu gjalda rangt Birgir Olgeirsson skrifar 22. nóvember 2018 15:47 Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. FBL/GVA Fyrirtækin Innes ehf., Hagar verslanir ehf. og Sælkeradreifing ehf. höfðu öll betur gegn íslenska ríkinu í dag þegar Hæstiréttur staðfesti héraðsdóms í málum sem vörðuðu endurgreiðslu ofgreiddra gjalda fyrir tollkvóta af landbúnaðarvörum á árunum 2009 til 2013. Hæstiréttur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu í janúar 2016 að gjaldtakan var í bága við stjórnarskrána en ágreiningur fyrirtækjanna í málunum laut að því frá hvaða tímamarki bæri að reikna dráttarvexti af endurgreiðslu ofgreoddra gjalda fyrir tollkvóta. Fóru fyrirtækin þrjú fram á endurgreiðslu á þessum gjöldum sem íslenska ríkið gekkst við en fyrirtækin gerðu það þegar þau höfðuðu mál vegna gjaldtökunnar 16. desember árið 2013. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að fyrirtækin þurftu að standa skila á greiðslum til íslenska ríkisins fyrir frekari tollkvóta á meðan rekstri málana stóð. Hæstiréttur tekur fram að íslenska ríkinu var því allar götur frá því fyrirtækin höfðuðu málið kunnugt um afstöðu þeirra til þess hvort réttmætt væri að krefja þau um þær greiðslur. Íslenska ríkið var ósammála þessu og taldi að miða ætti við dagsetninguna kröfubréfa sem bárust 27. janúar 2016. Páll Rúnar M. Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður, var lögmaður fyrirtækjanna þriggja í málunum.VísirMat Hæstiréttur það svo að með málsóknum sínum í desember árið 2013 hafi fyrirtækin sannarlega lagt fram kröfu um endurgreiðslu oftekinna gjalda. Staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið til að greiða fyrirtækjunum þremur 40 milljónir króna í viðbótardráttarvexti vegna vangreiddra dráttarvaxta. Hagar verslanir fengu 23,6 milljónir, Innes 10 milljónir og Sælkeradreifing 6,7 milljónir króna. Högum verslunum kr. 23.690.845, Innnesi kr. 10.221.026 og Sælkeradreifingu kr. 6.765.636 auk málskostnað fyrirtækjanna. Páll Rúnar M. Kristjánsson sótti málið fyrir fyrirtækin þrjú en hann segir ljóst með þessum dómum að íslenska ríkið hafi um árabil misfarið með útreikning á endurgreiðslu á ofgreiddum gjöldum. „Íslenska ríkið hefur misfarið með útreikning á endurgreiðslu um árabil sem hefur væntanlega leitt til þess að greiðendur hafa fengið of lítið til baka og væntanlega mun íslenska ríkið rétta hlut þeirra,“ segir Páll. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Sjá meira
Fyrirtækin Innes ehf., Hagar verslanir ehf. og Sælkeradreifing ehf. höfðu öll betur gegn íslenska ríkinu í dag þegar Hæstiréttur staðfesti héraðsdóms í málum sem vörðuðu endurgreiðslu ofgreiddra gjalda fyrir tollkvóta af landbúnaðarvörum á árunum 2009 til 2013. Hæstiréttur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu í janúar 2016 að gjaldtakan var í bága við stjórnarskrána en ágreiningur fyrirtækjanna í málunum laut að því frá hvaða tímamarki bæri að reikna dráttarvexti af endurgreiðslu ofgreoddra gjalda fyrir tollkvóta. Fóru fyrirtækin þrjú fram á endurgreiðslu á þessum gjöldum sem íslenska ríkið gekkst við en fyrirtækin gerðu það þegar þau höfðuðu mál vegna gjaldtökunnar 16. desember árið 2013. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að fyrirtækin þurftu að standa skila á greiðslum til íslenska ríkisins fyrir frekari tollkvóta á meðan rekstri málana stóð. Hæstiréttur tekur fram að íslenska ríkinu var því allar götur frá því fyrirtækin höfðuðu málið kunnugt um afstöðu þeirra til þess hvort réttmætt væri að krefja þau um þær greiðslur. Íslenska ríkið var ósammála þessu og taldi að miða ætti við dagsetninguna kröfubréfa sem bárust 27. janúar 2016. Páll Rúnar M. Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður, var lögmaður fyrirtækjanna þriggja í málunum.VísirMat Hæstiréttur það svo að með málsóknum sínum í desember árið 2013 hafi fyrirtækin sannarlega lagt fram kröfu um endurgreiðslu oftekinna gjalda. Staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið til að greiða fyrirtækjunum þremur 40 milljónir króna í viðbótardráttarvexti vegna vangreiddra dráttarvaxta. Hagar verslanir fengu 23,6 milljónir, Innes 10 milljónir og Sælkeradreifing 6,7 milljónir króna. Högum verslunum kr. 23.690.845, Innnesi kr. 10.221.026 og Sælkeradreifingu kr. 6.765.636 auk málskostnað fyrirtækjanna. Páll Rúnar M. Kristjánsson sótti málið fyrir fyrirtækin þrjú en hann segir ljóst með þessum dómum að íslenska ríkið hafi um árabil misfarið með útreikning á endurgreiðslu á ofgreiddum gjöldum. „Íslenska ríkið hefur misfarið með útreikning á endurgreiðslu um árabil sem hefur væntanlega leitt til þess að greiðendur hafa fengið of lítið til baka og væntanlega mun íslenska ríkið rétta hlut þeirra,“ segir Páll.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Sjá meira