Tíu þúsund leiguíbúðir vantar á markaðinn Guðbrandur Sigurðsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Leigumarkaður var afar óöruggur og erfiður í alla staði fyrir leigjendur þegar einstaklingar einir leigðu út húsnæði. Horfið var frá markvissri uppbyggingu félagslegs húsnæðis og þrátt fyrir að leigufélög á vegum félagasamtaka reyndu að bæta úr þörfinni tókst ekki að þróa leigumarkaðinn. Tilkoma fasteignafélaga og leigufélaga ruddi nýja braut og breytti leigumarkaðnum til hins betra. Einstaklingar, fjölskyldur, félög og fyrirtæki þurfa ekki lengur að að binda fjármagn í húsnæði ef þau svo kjósa. Stofnun almennra leigufélaga fyrir nokkrum árum opnaði nýja möguleika fyrir leigjendur sem áður gátu ekki fengið örugga langtímaleigu. Sveigjanleiki hefur aukist mikið á markaðnum sem er mikilvægt vegna þess að þarfir hinna ýmsu hópa eru svo mismunandi að erfitt er að sjá þær fyrir.Vöxtur á leigumarkaði fram undan Æskilegt er að almennur leigumarkaður þróist áfram á næstu árum um leið og bætt er úr skorti á félagslega íbúðamarkaðnum. Hlutfall þeirra sem búa í leiguhúsæði hefur aukist verulega og margt sem bendir til þess að það hlutfall aukist áfram. Á árunum 2006-2007 er áætlað að 14% landsmanna hafi búið í leiguhúsnæði. Frá árinu 2011 hefur þetta hlutfall verið stöðugt á bilinu 22-23% að okkar mati. Á Íslandi eru um 130.000 heimili. Heildarstærð leigumarkaðar er um 30.000 íbúðir. Á almennum leigumarkaði eru um 19.500 íbúðir, langflestar, eða um 10 þúsund eru á vegum einstaklinga og ýmissa aðila. Athygli vekur að leiguíbúðir á vegum almennra leigufélaga eru litlu fleiri en íbúðir á vegum ferðaþjónustu sem eru um 4.000. Leiguíbúðir fyrir aldraða eru um 1.200 á vegum ýmissa samtaka og um 9.000 íbúðir flokkast undir félagsleg leiguúrræði á vegum sveitarfélaga, námsmanna og verkalýðsfélaga. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt, verulega kaupmáttaraukningu og lítið atvinnuleysi, hefur hlutfallið 22-23% ekki lækkað. Það bendir til þess að að farið sé að líta á leigu sem valkost en ekki neyðarúrræði fyrst og fremst. Við gerum ráð fyrir að hlutfall íbúa á leigumarkaði muni aukast í 27-28% á næstu fimm til sjö árum. Til að mæta þeirri aukningu þarf að bæta við allt að 10 þúsund leiguíbúðum á næstu árum. Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur orðið á leigumarkaði má segja að leiga sé orðin raunverulegur valkostur ásamt og með séreignarstefnunni, sem verið hefur ríkjandi á Íslandi. Skynsamlegt opinbert regluverk um leigumarkaðinn og hófleg fasteignagjöld gætu stutt við slíka þróun.Miklar breytingar fram undan Mikil fólksfjölgun og verulegar lýðfræðilegar breytingar eru fram undan sem styðja það að þörf er á vaxandi og fjölbreyttum almennum leigumarkaði um leið og ríki og sveitarfélög styrkja í auknum mæli leigufélög sem sinna tekjulágum hópum. Fram eru komnar kynslóðir með aðrar hugmyndir en ríkjandi hafa verið. Forgangsröðun hjá fólki breytist og það kýs sveigjanleika í búsetuformi í stað þess að binda sig við eina eign. Fólk er lengur í námi og kemur seint út á vinnumarkað. Það er eldra þegar stofnað er til fjölskyldu auk þess sem talsvert ber á fjölgun þeirra sem búa einir. Fólki sem er 68 ára og eldra mun fjölga um 30.000 á næstu 20 árum. Kynslóðir fæddar 1955-60 og síðar munu hafa verulega betri lífeyrisréttindi en þeir sem á undan koma. Leiga í stað eignaríbúða mun verða álitlegur kostur fyrir eldri borgara. Ríflega 28 þúsund erlendir starfsmenn eru hér á vinnumarkaði sem er um 19% af vinnandi fólki. Skortur á góðu og hentugu leiguhúsnæði fyrir þá sem vinna hér á landi tímabundið er verulegur. Í þessu samhengi þarf einnig að hafa í huga að leiguíbúðir til erlendra ferðamanna eru stór þáttur í leigumarkaðnum. Brýn þörf er því á auknu framboði af leiguhúsnæði, bæði á vegum almennra leigufélaga og þeirra sem njóta styrkja frá ríki og sveitarfélögum og hafa það að markmiði að sinna þörfum tekjulágra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Leigumarkaður var afar óöruggur og erfiður í alla staði fyrir leigjendur þegar einstaklingar einir leigðu út húsnæði. Horfið var frá markvissri uppbyggingu félagslegs húsnæðis og þrátt fyrir að leigufélög á vegum félagasamtaka reyndu að bæta úr þörfinni tókst ekki að þróa leigumarkaðinn. Tilkoma fasteignafélaga og leigufélaga ruddi nýja braut og breytti leigumarkaðnum til hins betra. Einstaklingar, fjölskyldur, félög og fyrirtæki þurfa ekki lengur að að binda fjármagn í húsnæði ef þau svo kjósa. Stofnun almennra leigufélaga fyrir nokkrum árum opnaði nýja möguleika fyrir leigjendur sem áður gátu ekki fengið örugga langtímaleigu. Sveigjanleiki hefur aukist mikið á markaðnum sem er mikilvægt vegna þess að þarfir hinna ýmsu hópa eru svo mismunandi að erfitt er að sjá þær fyrir.Vöxtur á leigumarkaði fram undan Æskilegt er að almennur leigumarkaður þróist áfram á næstu árum um leið og bætt er úr skorti á félagslega íbúðamarkaðnum. Hlutfall þeirra sem búa í leiguhúsæði hefur aukist verulega og margt sem bendir til þess að það hlutfall aukist áfram. Á árunum 2006-2007 er áætlað að 14% landsmanna hafi búið í leiguhúsnæði. Frá árinu 2011 hefur þetta hlutfall verið stöðugt á bilinu 22-23% að okkar mati. Á Íslandi eru um 130.000 heimili. Heildarstærð leigumarkaðar er um 30.000 íbúðir. Á almennum leigumarkaði eru um 19.500 íbúðir, langflestar, eða um 10 þúsund eru á vegum einstaklinga og ýmissa aðila. Athygli vekur að leiguíbúðir á vegum almennra leigufélaga eru litlu fleiri en íbúðir á vegum ferðaþjónustu sem eru um 4.000. Leiguíbúðir fyrir aldraða eru um 1.200 á vegum ýmissa samtaka og um 9.000 íbúðir flokkast undir félagsleg leiguúrræði á vegum sveitarfélaga, námsmanna og verkalýðsfélaga. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt, verulega kaupmáttaraukningu og lítið atvinnuleysi, hefur hlutfallið 22-23% ekki lækkað. Það bendir til þess að að farið sé að líta á leigu sem valkost en ekki neyðarúrræði fyrst og fremst. Við gerum ráð fyrir að hlutfall íbúa á leigumarkaði muni aukast í 27-28% á næstu fimm til sjö árum. Til að mæta þeirri aukningu þarf að bæta við allt að 10 þúsund leiguíbúðum á næstu árum. Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur orðið á leigumarkaði má segja að leiga sé orðin raunverulegur valkostur ásamt og með séreignarstefnunni, sem verið hefur ríkjandi á Íslandi. Skynsamlegt opinbert regluverk um leigumarkaðinn og hófleg fasteignagjöld gætu stutt við slíka þróun.Miklar breytingar fram undan Mikil fólksfjölgun og verulegar lýðfræðilegar breytingar eru fram undan sem styðja það að þörf er á vaxandi og fjölbreyttum almennum leigumarkaði um leið og ríki og sveitarfélög styrkja í auknum mæli leigufélög sem sinna tekjulágum hópum. Fram eru komnar kynslóðir með aðrar hugmyndir en ríkjandi hafa verið. Forgangsröðun hjá fólki breytist og það kýs sveigjanleika í búsetuformi í stað þess að binda sig við eina eign. Fólk er lengur í námi og kemur seint út á vinnumarkað. Það er eldra þegar stofnað er til fjölskyldu auk þess sem talsvert ber á fjölgun þeirra sem búa einir. Fólki sem er 68 ára og eldra mun fjölga um 30.000 á næstu 20 árum. Kynslóðir fæddar 1955-60 og síðar munu hafa verulega betri lífeyrisréttindi en þeir sem á undan koma. Leiga í stað eignaríbúða mun verða álitlegur kostur fyrir eldri borgara. Ríflega 28 þúsund erlendir starfsmenn eru hér á vinnumarkaði sem er um 19% af vinnandi fólki. Skortur á góðu og hentugu leiguhúsnæði fyrir þá sem vinna hér á landi tímabundið er verulegur. Í þessu samhengi þarf einnig að hafa í huga að leiguíbúðir til erlendra ferðamanna eru stór þáttur í leigumarkaðnum. Brýn þörf er því á auknu framboði af leiguhúsnæði, bæði á vegum almennra leigufélaga og þeirra sem njóta styrkja frá ríki og sveitarfélögum og hafa það að markmiði að sinna þörfum tekjulágra.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun