Skerðing ellilífeyris vegna atvinnutekna Haukur Haraldsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Á fundi alþingis 25. október sl. var 1. umræða um frumvarp til laga um afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna, lagt fram af þingmönnum Flokks fólksins og Miðflokksins. Það er gott að það sé farið að ræða kjör aldraðra á Alþingi og vonandi verður það til þess að heildræn úrlausn fáist á kjörum aldraðra. Frumvarpið mun þó ekki bæta kjör nema fárra ellilífeyrisþega eða þeirra sem núna stunda atvinnu, og verður hvatning svo að fleiri fari að vinna. Þetta verður einnig til þess að þeir sem eiga nú ekki rétt á bótum vegna hárra tekna fá bætur frá Tryggingastofnun (TR). Einnig mun þetta nýtast þeim sem verða 67 ára á næstu árum og halda áfram að vinna, geta frestað töku lífeyris úr lífeyrissjóði og fá þá fullar bætur frá TR þar sem engar skerðingar verða vegna atvinnutekna. Samkvæmt yfirlýsingum flutningsmanna frumvarpsins mun þetta frumvarp kosta ríkissjóð kr. 0. Það getur eflaust verið að það sé hægt að reikna þetta út miðað við einhverjar ákveðnar forsendur og miða þá við 1.450 vinnandi ellilífeyrisþega sem þegar eru í bótakerfi TR og munu njóta þessara breytinga en þeir eru aðeins um 3% af heildinni. Ef þetta frumvarp verður að lögum munu mjög margir nýta sér það eins og að ofan greinir sem mun skapa ríkissjóði ófyrirséð útgjöld. Samkvæmt útreikningi TR þá mun bótaréttur hækka um 45% af atvinnutekjum umfram 100 þúsund króna frítekjumark sem nemur 160-180 þúsund krónum fyrir 500 þúsund króna mánaðarlaun. Nú eru 5-6 þúsund manns sem náð hafa 67 ára aldri en hafa ekki sótt um ellilífeyri vegna hárra tekna og er sennilegt að stór hluti þessa fólks muni sækja um ellilífeyri frá TR. Mikil óvissa ríkir því um hver aukning útgjalda ríkisins verður en samkvæmt lauslegri áætlun er um að ræða 10-15 milljarða á ársgrundvelli og mun fara hækkandi þar sem þeim fjölgar á hverju ári sem munu nýta sér þetta. Það er ljóst að frumvarp þetta leysir ekki vanda þeirra ellilífeyrisþega sem hafa ekki atvinnutekjur, lágar greiðslur frá lífeyrissjóðum og lágar fjármagnstekjur, það þarf að velja aðrar leiðir fyrir þennan hóp. Nú er frítekjumark fyrir atvinnutekjur kr. 100 þúsund og kr. 25 þúsund frítekjumark sem gildir fyrir lífeyris-, fjármagns- og atvinnutekjur. Sem breytingu má hugsa sér að hafa frítekjumark sem aðeins gilti fyrir lífeyris- og fjármagnstekjur kr. 125 þúsund, það mundi hækka ráðstöfunartekjur þeirra sem nýttu sér það um kr. 56 þúsund. Jafnframt mætti hækka frítekjumark vegna atvinnutekna um kr. 100 þúsund, þannig að það yrði kr. 200 þúsund sem yrði til þess að margir hefðu hag af því að halda áfram að vinna, en það er nauðsynlegt að hafa þak á þessu frítekjumarki. Tilurð þessara skrifa er að ég hlustaði á umræður viðkomandi lagafrumvarps og kom á óvart að það var samþykkt að veita því brautargengi án athugasemda. Þótt settar séu fram þessar hugmyndir um bætt kjör ellilífeyrisþega eru eflaust betri lausnir til og væri æskilegt að þingmenn og sérfræðingar þjóðarinnar legðu sig fram um að koma með lausnir. Ofangreindum sjónarmiðum er hér með komið á framfæri. Það eru margar leiðir til að bæta kjör aldraðra, en sú leið að bjóða 1% hækkun á persónuafslætti eða kr. 580 eins og ríkisstjórnin býður er ekki boðlegt, það væri hægt að hækka persónuafslátt verulega og hafa hann þrepaskiptan eftir tekjum. Nauðsynlegt er að horfa til framtíðar því það kemur að því að flestir ellilífeyrisþegar geta lifað af greiðslum úr sínum lífeyrissjóði og þurfa ekki bætur frá TR. Skrifað 26. október 2018 af ellilífeyrisþega sem hefur áhyggjur af velferð ellilífeyrisþega og þjóðarbúsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Á fundi alþingis 25. október sl. var 1. umræða um frumvarp til laga um afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna, lagt fram af þingmönnum Flokks fólksins og Miðflokksins. Það er gott að það sé farið að ræða kjör aldraðra á Alþingi og vonandi verður það til þess að heildræn úrlausn fáist á kjörum aldraðra. Frumvarpið mun þó ekki bæta kjör nema fárra ellilífeyrisþega eða þeirra sem núna stunda atvinnu, og verður hvatning svo að fleiri fari að vinna. Þetta verður einnig til þess að þeir sem eiga nú ekki rétt á bótum vegna hárra tekna fá bætur frá Tryggingastofnun (TR). Einnig mun þetta nýtast þeim sem verða 67 ára á næstu árum og halda áfram að vinna, geta frestað töku lífeyris úr lífeyrissjóði og fá þá fullar bætur frá TR þar sem engar skerðingar verða vegna atvinnutekna. Samkvæmt yfirlýsingum flutningsmanna frumvarpsins mun þetta frumvarp kosta ríkissjóð kr. 0. Það getur eflaust verið að það sé hægt að reikna þetta út miðað við einhverjar ákveðnar forsendur og miða þá við 1.450 vinnandi ellilífeyrisþega sem þegar eru í bótakerfi TR og munu njóta þessara breytinga en þeir eru aðeins um 3% af heildinni. Ef þetta frumvarp verður að lögum munu mjög margir nýta sér það eins og að ofan greinir sem mun skapa ríkissjóði ófyrirséð útgjöld. Samkvæmt útreikningi TR þá mun bótaréttur hækka um 45% af atvinnutekjum umfram 100 þúsund króna frítekjumark sem nemur 160-180 þúsund krónum fyrir 500 þúsund króna mánaðarlaun. Nú eru 5-6 þúsund manns sem náð hafa 67 ára aldri en hafa ekki sótt um ellilífeyri vegna hárra tekna og er sennilegt að stór hluti þessa fólks muni sækja um ellilífeyri frá TR. Mikil óvissa ríkir því um hver aukning útgjalda ríkisins verður en samkvæmt lauslegri áætlun er um að ræða 10-15 milljarða á ársgrundvelli og mun fara hækkandi þar sem þeim fjölgar á hverju ári sem munu nýta sér þetta. Það er ljóst að frumvarp þetta leysir ekki vanda þeirra ellilífeyrisþega sem hafa ekki atvinnutekjur, lágar greiðslur frá lífeyrissjóðum og lágar fjármagnstekjur, það þarf að velja aðrar leiðir fyrir þennan hóp. Nú er frítekjumark fyrir atvinnutekjur kr. 100 þúsund og kr. 25 þúsund frítekjumark sem gildir fyrir lífeyris-, fjármagns- og atvinnutekjur. Sem breytingu má hugsa sér að hafa frítekjumark sem aðeins gilti fyrir lífeyris- og fjármagnstekjur kr. 125 þúsund, það mundi hækka ráðstöfunartekjur þeirra sem nýttu sér það um kr. 56 þúsund. Jafnframt mætti hækka frítekjumark vegna atvinnutekna um kr. 100 þúsund, þannig að það yrði kr. 200 þúsund sem yrði til þess að margir hefðu hag af því að halda áfram að vinna, en það er nauðsynlegt að hafa þak á þessu frítekjumarki. Tilurð þessara skrifa er að ég hlustaði á umræður viðkomandi lagafrumvarps og kom á óvart að það var samþykkt að veita því brautargengi án athugasemda. Þótt settar séu fram þessar hugmyndir um bætt kjör ellilífeyrisþega eru eflaust betri lausnir til og væri æskilegt að þingmenn og sérfræðingar þjóðarinnar legðu sig fram um að koma með lausnir. Ofangreindum sjónarmiðum er hér með komið á framfæri. Það eru margar leiðir til að bæta kjör aldraðra, en sú leið að bjóða 1% hækkun á persónuafslætti eða kr. 580 eins og ríkisstjórnin býður er ekki boðlegt, það væri hægt að hækka persónuafslátt verulega og hafa hann þrepaskiptan eftir tekjum. Nauðsynlegt er að horfa til framtíðar því það kemur að því að flestir ellilífeyrisþegar geta lifað af greiðslum úr sínum lífeyrissjóði og þurfa ekki bætur frá TR. Skrifað 26. október 2018 af ellilífeyrisþega sem hefur áhyggjur af velferð ellilífeyrisþega og þjóðarbúsins.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun