Segir betri tök á innflytjendamálum lykilinn í baráttunni gegn popúlisma Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 18:45 Hillary Clinton telur að rekja megi upprisu popúlista í Evrópu og Bandaríkjunum til umræðu um innflytjendur. Getty/Scott Olson Evrópuríki þurfa að taka betur á innflytjendamálum til að vinna gegn upprisu hægri popúlista í heimsálfunni. Þetta er mat Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í viðtali við The Guardian, sem er hluti af umfjöllun miðilsins um upprisu hverskyns popúlistaflokka í Evrópu, segir hún að Angela Merkel Þýskalandskanslari hafi sýnt mikla gestrisni en gaf í skyn að innflytjendamál væru að æsa upp kjósendur og að þau hefðu átt stóran þátt í kjöri Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ákvörðun Breta að segja sig úr Evrópusambandinu. „Ég tel að Evrópa þurfi að taka á fólksflutningum vegna þess að það kveikti neistann,“ sagði Clinton. „Ég dáist að göfuglyndum og samúðarfullum nálgunum sem leiðtogar eins og Angela Merkel hafa notast við, en ég held að Evrópa sé búin að standa sína plikt og þurfi nú að senda mjög skýr skilaboð um að ekki sé hægt að veita frekar skjól og stuðning vegna þess að ef ekki er tekið á innflytjendamálum heldur það áfram að ergja fólk.“Mætti ekki vanmeta áhyggjur fólks Innflytjendamál og málefni flóttafólks hafa verið afar umdeild undanfarin ár síðan um milljón manns komu til evrópusambandslanda árið 2015. Lönd sem hafa tekið við flestu fólki, eins og Þýskaland, Ítalía og Grikkland, hafa kallað eftir því að fólkið dreifist jafnar en sum lönd, sérstaklega í mið- og austur Evrópu hafa neitað að taka á móti flóttafólki. Clinton sagði að öfl sem mótfallin eru hægri popúlistum í Evrópu og Bandaríkjunum megi ekki vanmeta og vanrækja áhyggjur fólks vegna kynþáttar og sjálfsvitund fólks en hún segir að slík málefni hafi kostað hana forsetakjörið árið 2016. Hún sakar Trump um að notfæra sér slíkar áhyggjur fólks, bæði í kosningabaráttunni gegn henni, sem og í embætti.. „Notkun á innflytjendum í pólitískum tilgangi og sem merki um mistök stjórnvalda, árásir á arfleið fólks og sjálfsvitund hafa verið misnotaðar af núverandi ríkisstjórn okkar,“ sagði hún. „Það eru til lausnir á flóttamannamálum sem innihalda ekki að gagnrýna fjölmiðla, pólitíska andstæðinga og grafa undan dómstólum, eða að sækja fjárhagslega og pólitíska aðstoð frá Rússlandi til að styðja við stjórnmálaflokkinn þinn. Bandaríkin Evrópa Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. 21. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Evrópuríki þurfa að taka betur á innflytjendamálum til að vinna gegn upprisu hægri popúlista í heimsálfunni. Þetta er mat Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í viðtali við The Guardian, sem er hluti af umfjöllun miðilsins um upprisu hverskyns popúlistaflokka í Evrópu, segir hún að Angela Merkel Þýskalandskanslari hafi sýnt mikla gestrisni en gaf í skyn að innflytjendamál væru að æsa upp kjósendur og að þau hefðu átt stóran þátt í kjöri Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ákvörðun Breta að segja sig úr Evrópusambandinu. „Ég tel að Evrópa þurfi að taka á fólksflutningum vegna þess að það kveikti neistann,“ sagði Clinton. „Ég dáist að göfuglyndum og samúðarfullum nálgunum sem leiðtogar eins og Angela Merkel hafa notast við, en ég held að Evrópa sé búin að standa sína plikt og þurfi nú að senda mjög skýr skilaboð um að ekki sé hægt að veita frekar skjól og stuðning vegna þess að ef ekki er tekið á innflytjendamálum heldur það áfram að ergja fólk.“Mætti ekki vanmeta áhyggjur fólks Innflytjendamál og málefni flóttafólks hafa verið afar umdeild undanfarin ár síðan um milljón manns komu til evrópusambandslanda árið 2015. Lönd sem hafa tekið við flestu fólki, eins og Þýskaland, Ítalía og Grikkland, hafa kallað eftir því að fólkið dreifist jafnar en sum lönd, sérstaklega í mið- og austur Evrópu hafa neitað að taka á móti flóttafólki. Clinton sagði að öfl sem mótfallin eru hægri popúlistum í Evrópu og Bandaríkjunum megi ekki vanmeta og vanrækja áhyggjur fólks vegna kynþáttar og sjálfsvitund fólks en hún segir að slík málefni hafi kostað hana forsetakjörið árið 2016. Hún sakar Trump um að notfæra sér slíkar áhyggjur fólks, bæði í kosningabaráttunni gegn henni, sem og í embætti.. „Notkun á innflytjendum í pólitískum tilgangi og sem merki um mistök stjórnvalda, árásir á arfleið fólks og sjálfsvitund hafa verið misnotaðar af núverandi ríkisstjórn okkar,“ sagði hún. „Það eru til lausnir á flóttamannamálum sem innihalda ekki að gagnrýna fjölmiðla, pólitíska andstæðinga og grafa undan dómstólum, eða að sækja fjárhagslega og pólitíska aðstoð frá Rússlandi til að styðja við stjórnmálaflokkinn þinn.
Bandaríkin Evrópa Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. 21. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. 21. nóvember 2018 12:00