Tókust á um úttekt innri endurskoðunar á OR: Segir mjög óeðlilegt að leggjast yfir Facebook-síður aðstandenda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 10:30 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Vigdís Hauksdóttir ræddu úttekt innri endurskoðunar á OR í Bítinu í morgun. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, gagnrýnir ýmislegt við skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem ráðist var í í kjölfar þess að þeim Áslauga Thelmu Einarsdóttur og Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR. Vigdís ræddi úttektina í Bítinu á Bylgjunni í morgun við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formann borgarráðs og oddvita Viðreisnar í Reykjavík. Sagði Vigdís til dæmis að henni þætti til dæmis illa farið með útsvar borgarbúa þegar fjallað væri um það á tveimur blaðsíðum í skýrslunni hversu mörg læk og deilingar Facebook-færsla Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu, hefði fengið. „Mér finnst þetta mjög ótrúverðugt hvernig þetta er. Það átti að fá óháða aðila að þessum. Mér finnst til dæmis útsvarsgjöldum Reykvíkinga mjög illa varið til dæmis með því að þarna eru tvær blaðsíður í skýrslunni sem ganga út á það að telja læk og deilingar hjá eiginmanni Áslaugar og hvernig viðbrögð hans færslur fengu í samfélaginu. Mér finnst þetta mjög óeðlilegt að vera að leggjast yfir Facebook-síður aðstandenda þeirra sem um málið fjallar,“ sagði Vigdís.Hvorki stormur í vatnsglasi né óþarfa úttekt Þessu mótmælti Þórdís Lóa og sagði þessa umfjöllun eðlilegan hluta af úttektinni. „Partur af því að gera úttektir er að skoða allt. Ekki bara bókhald eða eitthvað lagalegt heldur allt. Facebook-umhverfi er partur af því hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þarna eru persónur og leikendur og hjarta mitt er hjá þeim. Þetta er búið að vera ótrúlega erfitt. Hér er um að ræða mjög góða einstaklinga sem við þekkjum öll þannig að þetta er búið að vera mjög erfitt. En þrátt fyrir það erum við núna í ákveðnu ferli sem ég lít á að við séum bara að byrja. Þetta er alls ekki búið,“ sagði Þórdís Lóa. Borgarráð fékk kynningu á úttektinni í gær. Spurð út í viðbrögð sín við því sem þar kom fram kvaðst Þórdís Lóa ánægð með að farið hefði verið í að gera úttekt á vinnustaðamenningu OR. Hún sagðist ekki líta svo á að um storm í vatnsglasi hefði verið að ræða eða að farið hefði verið í óþarfa úttekt vegna einhvers smámál. „Þarna kemur þetta alvarlega mál upp og við viljum skoða það. Ég er búin að vera svolítið hugsi, ef þetta hefði komið upp fyrir tíu, fimmtán árum síðan, hefðum við farið í þessar ákveðnu aðgerðir sem við erum búin að vera í núna? Ég held ekki og er ánægð með að við fórum af stað. Nú erum við komin með heilmikla skýrslu og stjórn Orkuveitunnar komin með gríðarlega mikið efni til að vinna með.“Frá fundi í Orkuveitunni á mánudag þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Helga Jónsdóttir forstjóri (til hægri), Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar (til vinstri).visir/vilhelmSegir stjórn og forstjóra hafa slegið eignarhaldi sínu á skýrsluna Vigdís ítrekaði þá gagnrýni sína sem áður hefur komið fram um óháða úttekt. „En það var úr að að innri endurskoðun borgarinnar tók þetta að sér. Þá var það bara ákvörðun sem var tekin. Þess vegna hef ég líka undrast málsmeðferðina á skýrslunni eftir að hún kom út síðastliðinn mánudag, það sló stjórn Orkuveitunnar og sitjandi forstjóri eignarhaldi á skýrsluna sem mér þykir mjög óeðlilegt vegna þess að skýrslan er merkt innri endurskoðanda og hans embætti og þá átti að sjálfsögðu embættið að kynna skýrsluna,“ sagði Vigdís. Þórdís Lóa svaraði þessu á þá leið að þar sem stjórn OR hefði pantað skýrsluna frá innri endurskoðun þá hefði það verið á ábyrgð stjórnarinnar að kynna hana fyrir starfsfólki og blaðamönnum.Mikilvægur kafli gerður af óháðum aðila Þá gerði Vigdís athugasemd við það að hluti skýrslunnar hefði ekki einu komið fyrir sjónir núverandi forstjóra, Helgu Jónsdóttur, en um er að ræða hluta skýrslunnar sem kynntur var stjórnum OR og ON og er eigindleg skýrsla Félagsvísindastofnunar sem skrifuð var út frá fjölda starfsmanna. Sá hluti verður ekki birtur vegna persónuverndarsjónarmiða. „Og þá spyr ég: af hverju er innri endurskoðun að skrifa skýrslu sem er stungið ofan í skúffu? Þetta var ég alltaf að gagnrýna í aðdraganda þessarar rannsóknar að það ætti að útvista verkefninu svo það væri ekki hægt að skilja neitt eftir eða stinga undir stól. Það er það sem ég er að meina.“ Þórdís Lóa mótmælti því að verið væri að stinga einhverju undir stól. Þessi hluti færi bæði til stjórnar og forstjóra og þar væru engin leyndarmál á milli. Sagði Þórdís Lóa vinnuna nú byrja fyrst á stjórnarborði OR og þessi kafli væri gríðarlega mikilvægur þar sem um væri að ræða djúpa greiningu á vinnustaðamenningu fyrirtækisins sem óháður aðili gerði. Hlusta má á þær Þórdísi Lóu og Vigdísi í Bítinu í spilaranum hér fyrir neðan. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, gagnrýnir ýmislegt við skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem ráðist var í í kjölfar þess að þeim Áslauga Thelmu Einarsdóttur og Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR. Vigdís ræddi úttektina í Bítinu á Bylgjunni í morgun við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formann borgarráðs og oddvita Viðreisnar í Reykjavík. Sagði Vigdís til dæmis að henni þætti til dæmis illa farið með útsvar borgarbúa þegar fjallað væri um það á tveimur blaðsíðum í skýrslunni hversu mörg læk og deilingar Facebook-færsla Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu, hefði fengið. „Mér finnst þetta mjög ótrúverðugt hvernig þetta er. Það átti að fá óháða aðila að þessum. Mér finnst til dæmis útsvarsgjöldum Reykvíkinga mjög illa varið til dæmis með því að þarna eru tvær blaðsíður í skýrslunni sem ganga út á það að telja læk og deilingar hjá eiginmanni Áslaugar og hvernig viðbrögð hans færslur fengu í samfélaginu. Mér finnst þetta mjög óeðlilegt að vera að leggjast yfir Facebook-síður aðstandenda þeirra sem um málið fjallar,“ sagði Vigdís.Hvorki stormur í vatnsglasi né óþarfa úttekt Þessu mótmælti Þórdís Lóa og sagði þessa umfjöllun eðlilegan hluta af úttektinni. „Partur af því að gera úttektir er að skoða allt. Ekki bara bókhald eða eitthvað lagalegt heldur allt. Facebook-umhverfi er partur af því hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þarna eru persónur og leikendur og hjarta mitt er hjá þeim. Þetta er búið að vera ótrúlega erfitt. Hér er um að ræða mjög góða einstaklinga sem við þekkjum öll þannig að þetta er búið að vera mjög erfitt. En þrátt fyrir það erum við núna í ákveðnu ferli sem ég lít á að við séum bara að byrja. Þetta er alls ekki búið,“ sagði Þórdís Lóa. Borgarráð fékk kynningu á úttektinni í gær. Spurð út í viðbrögð sín við því sem þar kom fram kvaðst Þórdís Lóa ánægð með að farið hefði verið í að gera úttekt á vinnustaðamenningu OR. Hún sagðist ekki líta svo á að um storm í vatnsglasi hefði verið að ræða eða að farið hefði verið í óþarfa úttekt vegna einhvers smámál. „Þarna kemur þetta alvarlega mál upp og við viljum skoða það. Ég er búin að vera svolítið hugsi, ef þetta hefði komið upp fyrir tíu, fimmtán árum síðan, hefðum við farið í þessar ákveðnu aðgerðir sem við erum búin að vera í núna? Ég held ekki og er ánægð með að við fórum af stað. Nú erum við komin með heilmikla skýrslu og stjórn Orkuveitunnar komin með gríðarlega mikið efni til að vinna með.“Frá fundi í Orkuveitunni á mánudag þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Helga Jónsdóttir forstjóri (til hægri), Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar (til vinstri).visir/vilhelmSegir stjórn og forstjóra hafa slegið eignarhaldi sínu á skýrsluna Vigdís ítrekaði þá gagnrýni sína sem áður hefur komið fram um óháða úttekt. „En það var úr að að innri endurskoðun borgarinnar tók þetta að sér. Þá var það bara ákvörðun sem var tekin. Þess vegna hef ég líka undrast málsmeðferðina á skýrslunni eftir að hún kom út síðastliðinn mánudag, það sló stjórn Orkuveitunnar og sitjandi forstjóri eignarhaldi á skýrsluna sem mér þykir mjög óeðlilegt vegna þess að skýrslan er merkt innri endurskoðanda og hans embætti og þá átti að sjálfsögðu embættið að kynna skýrsluna,“ sagði Vigdís. Þórdís Lóa svaraði þessu á þá leið að þar sem stjórn OR hefði pantað skýrsluna frá innri endurskoðun þá hefði það verið á ábyrgð stjórnarinnar að kynna hana fyrir starfsfólki og blaðamönnum.Mikilvægur kafli gerður af óháðum aðila Þá gerði Vigdís athugasemd við það að hluti skýrslunnar hefði ekki einu komið fyrir sjónir núverandi forstjóra, Helgu Jónsdóttur, en um er að ræða hluta skýrslunnar sem kynntur var stjórnum OR og ON og er eigindleg skýrsla Félagsvísindastofnunar sem skrifuð var út frá fjölda starfsmanna. Sá hluti verður ekki birtur vegna persónuverndarsjónarmiða. „Og þá spyr ég: af hverju er innri endurskoðun að skrifa skýrslu sem er stungið ofan í skúffu? Þetta var ég alltaf að gagnrýna í aðdraganda þessarar rannsóknar að það ætti að útvista verkefninu svo það væri ekki hægt að skilja neitt eftir eða stinga undir stól. Það er það sem ég er að meina.“ Þórdís Lóa mótmælti því að verið væri að stinga einhverju undir stól. Þessi hluti færi bæði til stjórnar og forstjóra og þar væru engin leyndarmál á milli. Sagði Þórdís Lóa vinnuna nú byrja fyrst á stjórnarborði OR og þessi kafli væri gríðarlega mikilvægur þar sem um væri að ræða djúpa greiningu á vinnustaðamenningu fyrirtækisins sem óháður aðili gerði. Hlusta má á þær Þórdísi Lóu og Vigdísi í Bítinu í spilaranum hér fyrir neðan.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35
Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47
Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30