Kostnaður við nýja vitann stefnir fram úr áætlun og borgin viðurkennir mistök Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 12:30 Frá framkvæmdasvæði Vitans sem mun standa við Sæbraut. Vísir/Vilhelm Nýi innsiglingarvitinn við Sæbraut stefnir 50 til 75 milljónum fram úr áætlun. Í upphafi var áætlaður kostnaður við vitann 75 milljónir króna en í svari Reykjavíkurborgar segir að það hafa verið mistök og áætlaður kostnaður hafi verið 100 milljónir króna. Skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds segir í svari við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, að áætlaður heildarkostnaður verkefnisins sé 150 milljónir króna. Hækkunin sé tilkomin vegna hærra tilboðs en áætlun gerði ráð fyrir auk vanáætlunar og aukins umfangs við landfyllingu, grjótvarnir, gerð hjáleiða og fleira. Vitinn á að koma í stað sjómannaskólavitans. Reykjavíkurborg greiðir fyrir undirstöður vita, lagnavinnu, uppsteypu og frágang á útsýnispalli, lýsingu og aðlögun að núverandi stígagerð. Þá greiðir Reykjavíkurborg fyrir þann hluta framkvæmda við landfyllingu og grjótvörn sem er umfram 25 milljóna króna hlut Faxaflóahafna.Átti að ljúka sumar en frestast fram á vor Framkvæmdir við vitann hófust í febrúar og átti þeim að ljúka í júní síðastliðnum. Framkvæmdir hafa hins vegar gengið nokkuð hægar en gert var ráð fyrir. Í svari skrifstofustjórans kom kemur fram að landgerð og grjótröðun hafi tekið lengri tíma en áætlað var og nokkur töf varð á því að gengið var til samninga að undangengnu útboði í uppsteypu, frágang og fleira. Stefnt er að því að Vitinn og handrið verði sett upp um miðjan desember næstkomandi en fullnaðar frágangur svæðisins bíður næsta vors. Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar skilaði inn samantekt á reikningum vegna framkvæmdanna þann nítjánda nóvember síðastliðinn en þar kom fram að samkvæmt stöðu í bókhaldi Reykjavíkurborgar hafa 96 milljónir króna verið gjaldfærðar vegna verkefnisins. Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins er 150 milljónir en var 100 milljónir þegar lagt var af stað með framkvæmdina. Faxaflóahafnir greiða svo 25 milljónir króna vegna landfyllingar og grjótvarna auk þess að greiða fyrir smíði vitahúss, ljósabúnað og fleira. Á nýi vitinn að vera með sama útlit og innsiglingarvitar við Austurhöfn og Eyjagarð.Frestuðu málinu Taka átti svarið við fyrirspurn Vigdísar fyrir á fundi borgarráðs í gær en meirihlutinn samþykkti að fresta málinu. Vigdís lét bóka að það sé ekki boðlegt að meirihlutinn geti knúið fram frestun á málum sem eru þeim óþægileg, sér í lagi ef um bókanir er að ræða sem snúa að viðbrögðum við svörum sem berast frá borginni. Meirihlutinn í borgarráði taldi fulla ástæðu til að fara yfir framlögð gögn með þeim sem besta þekkja til að koma í veg fyrir misskilning og mistúlkun á þeim. Það verði gert á næsta fundi borgarráðs. „Það er á ábyrgð hvers borgarfulltrúa að undirbúa sig fyrir fundi borgarráðs. Það getur ekki verið á ábyrgð áheyrnarfulltrúa Miðflokksins að fulltrúar meirihlutans hafi ekki undirbúið sig meira en raun ber vitni og misskilji og mistúlki málin,“ bókaði Vigdís að lokum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:50 með nýrri fyrirsögn og var upplýsingum um þá upphæð sem hefur verið gjaldfærð vegna verkefnisins í bókhaldi borgarinnar. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Nýi innsiglingarvitinn við Sæbraut stefnir 50 til 75 milljónum fram úr áætlun. Í upphafi var áætlaður kostnaður við vitann 75 milljónir króna en í svari Reykjavíkurborgar segir að það hafa verið mistök og áætlaður kostnaður hafi verið 100 milljónir króna. Skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds segir í svari við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, að áætlaður heildarkostnaður verkefnisins sé 150 milljónir króna. Hækkunin sé tilkomin vegna hærra tilboðs en áætlun gerði ráð fyrir auk vanáætlunar og aukins umfangs við landfyllingu, grjótvarnir, gerð hjáleiða og fleira. Vitinn á að koma í stað sjómannaskólavitans. Reykjavíkurborg greiðir fyrir undirstöður vita, lagnavinnu, uppsteypu og frágang á útsýnispalli, lýsingu og aðlögun að núverandi stígagerð. Þá greiðir Reykjavíkurborg fyrir þann hluta framkvæmda við landfyllingu og grjótvörn sem er umfram 25 milljóna króna hlut Faxaflóahafna.Átti að ljúka sumar en frestast fram á vor Framkvæmdir við vitann hófust í febrúar og átti þeim að ljúka í júní síðastliðnum. Framkvæmdir hafa hins vegar gengið nokkuð hægar en gert var ráð fyrir. Í svari skrifstofustjórans kom kemur fram að landgerð og grjótröðun hafi tekið lengri tíma en áætlað var og nokkur töf varð á því að gengið var til samninga að undangengnu útboði í uppsteypu, frágang og fleira. Stefnt er að því að Vitinn og handrið verði sett upp um miðjan desember næstkomandi en fullnaðar frágangur svæðisins bíður næsta vors. Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar skilaði inn samantekt á reikningum vegna framkvæmdanna þann nítjánda nóvember síðastliðinn en þar kom fram að samkvæmt stöðu í bókhaldi Reykjavíkurborgar hafa 96 milljónir króna verið gjaldfærðar vegna verkefnisins. Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins er 150 milljónir en var 100 milljónir þegar lagt var af stað með framkvæmdina. Faxaflóahafnir greiða svo 25 milljónir króna vegna landfyllingar og grjótvarna auk þess að greiða fyrir smíði vitahúss, ljósabúnað og fleira. Á nýi vitinn að vera með sama útlit og innsiglingarvitar við Austurhöfn og Eyjagarð.Frestuðu málinu Taka átti svarið við fyrirspurn Vigdísar fyrir á fundi borgarráðs í gær en meirihlutinn samþykkti að fresta málinu. Vigdís lét bóka að það sé ekki boðlegt að meirihlutinn geti knúið fram frestun á málum sem eru þeim óþægileg, sér í lagi ef um bókanir er að ræða sem snúa að viðbrögðum við svörum sem berast frá borginni. Meirihlutinn í borgarráði taldi fulla ástæðu til að fara yfir framlögð gögn með þeim sem besta þekkja til að koma í veg fyrir misskilning og mistúlkun á þeim. Það verði gert á næsta fundi borgarráðs. „Það er á ábyrgð hvers borgarfulltrúa að undirbúa sig fyrir fundi borgarráðs. Það getur ekki verið á ábyrgð áheyrnarfulltrúa Miðflokksins að fulltrúar meirihlutans hafi ekki undirbúið sig meira en raun ber vitni og misskilji og mistúlki málin,“ bókaði Vigdís að lokum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:50 með nýrri fyrirsögn og var upplýsingum um þá upphæð sem hefur verið gjaldfærð vegna verkefnisins í bókhaldi borgarinnar.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira