Heiðveig hæðist að Bergi formannsefni stjórnar SÍ Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2018 12:33 Heiðveig María og Ásmundur Friðriksson en Heiðveig hefur birt myndir af sér með fólki úr öllum flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur birt myndir af sér með allra flokka fólki. Hún var stödd á Alþingi og lét taka sérstaklega af sér myndir með Alþingismönnum allra flokka. Og birtir á Facebooksíðu sinni við miklar undirtektir. Heiðveig María, sem staðið hefur í ströngu vegna framboð síns til stjórnar í Sjómannafélagi Íslands, sem meðal annars leiddi til brottreksturs hennar úr félaginu, mætti Bergi Þorkelssyni núverandi gjaldkera, formannsefni uppstillinganefndar Sjómannafélagsins, í Kastljósi í gær. Bergur er, samkvæmt kjörstjórn félagsins, sjálfkjörinn formaður en framboð Heiðveigar og hennar félaga var dæmt ógilt. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Bergs í áðurnefndu Kastljósi en þar vildi hann meðal annars rekja brottrekstur Heiðveigar Maríu til þess að til hennar hafi sést með Gunnari Smára Egilssyni, stofnanda Sósíalistaflokksins, á kaffihúsi. Sá málflutningur er í anda þess sem Vísir greindi frá með vísan til greinagerðar fjórmenninga sem upphaflega fóru fram á að Heiðveig yrði rekin úr félaginu; undirliggjandi ótti við uppgang sósíalista á Íslandi. Ekki er annað að ætla af myndasyrpu sem Heiðveig María birtir á Facebooksíðu sinni en að hún sé að hæðast að þessum málflutningi; að hún megi ekki sjást með fólki án þess að vera grunuð um annarleg tengsl. Þar birtir hún af sér myndir með Ásmundi Friðrikssyni Sjálfstæðisflokki, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn, Helgu Völu Helgadóttur Samfylkingu, Halldóru Mogensen Pírötum, Líneyk Önnu Sævarsdóttur Framsóknarflokki, Ingu Sæland Flokki fólksins, Gunnari Braga Sveinssyni Miðflokki og Andrési Inga Jónssyni VG. Heiðveig María vísar því aðspurð ekki á bug að hún sé að draga dár að sitjandi forystu Sjómannafélags Íslands og samsæriskenningum um meint samkrull hennar og Sósíalistaflokksins með þessu. Svarar því svo til sposk að „fólk getur lesið það út úr þessu sem því sýnist.“ Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur birt myndir af sér með allra flokka fólki. Hún var stödd á Alþingi og lét taka sérstaklega af sér myndir með Alþingismönnum allra flokka. Og birtir á Facebooksíðu sinni við miklar undirtektir. Heiðveig María, sem staðið hefur í ströngu vegna framboð síns til stjórnar í Sjómannafélagi Íslands, sem meðal annars leiddi til brottreksturs hennar úr félaginu, mætti Bergi Þorkelssyni núverandi gjaldkera, formannsefni uppstillinganefndar Sjómannafélagsins, í Kastljósi í gær. Bergur er, samkvæmt kjörstjórn félagsins, sjálfkjörinn formaður en framboð Heiðveigar og hennar félaga var dæmt ógilt. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Bergs í áðurnefndu Kastljósi en þar vildi hann meðal annars rekja brottrekstur Heiðveigar Maríu til þess að til hennar hafi sést með Gunnari Smára Egilssyni, stofnanda Sósíalistaflokksins, á kaffihúsi. Sá málflutningur er í anda þess sem Vísir greindi frá með vísan til greinagerðar fjórmenninga sem upphaflega fóru fram á að Heiðveig yrði rekin úr félaginu; undirliggjandi ótti við uppgang sósíalista á Íslandi. Ekki er annað að ætla af myndasyrpu sem Heiðveig María birtir á Facebooksíðu sinni en að hún sé að hæðast að þessum málflutningi; að hún megi ekki sjást með fólki án þess að vera grunuð um annarleg tengsl. Þar birtir hún af sér myndir með Ásmundi Friðrikssyni Sjálfstæðisflokki, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn, Helgu Völu Helgadóttur Samfylkingu, Halldóru Mogensen Pírötum, Líneyk Önnu Sævarsdóttur Framsóknarflokki, Ingu Sæland Flokki fólksins, Gunnari Braga Sveinssyni Miðflokki og Andrési Inga Jónssyni VG. Heiðveig María vísar því aðspurð ekki á bug að hún sé að draga dár að sitjandi forystu Sjómannafélags Íslands og samsæriskenningum um meint samkrull hennar og Sósíalistaflokksins með þessu. Svarar því svo til sposk að „fólk getur lesið það út úr þessu sem því sýnist.“
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00