Kaffitár selt Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. nóvember 2018 13:13 Aðalheiður Héðinsdóttir mun starfa áfram með nýjum eigendum, fari svo að viðskiptin gangi í gegn. Fréttablaðið/stefán Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Nýju kaffibrennslunnar ehf. og Kaffitárs ehf. um kaup þess fyrrnefnda á Kaffitári. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en aðstandendur viðskiptanna munu ekki tjá sig nánar um málið fyrr en að samþykki stofnunarinnar liggur fyrir. Þó er haft eftir Aðalheiði Héðinsdóttur, stofnanda og forstjóra Kaffitárs, í tilkynningu sem send var út vegna viðskiptanna að mikil ánægja sé í hennar röðum með þessa niðurstöðu. „Nýir eigendur byggja á gömlum og traustum grunni og við teljum að þeir muni leggja mikið af mörkum við að styrkja og efla starfsemina á jákvæðan hátt fyrir fyrirtækið í heild, starfsfólk þess og viðskiptavini,“ er haft eftir Aðalheiði sem mun starfa áfram með nýjum eigendum í kjölfar viðskiptanna. Aðalheiður stofnaði Kaffitár árið 1990 með eiginmanni sínum, Eiríki Hilmarssyni. Kaffihúsakeðjan tapaði 10,5 milljónum króna árið 2016 borið saman við 19,7 milljóna króna tap árið 2015.Sjá einnig: Kaffitár sett í formlegt söluferliKaffitár rekur kaffibrennslu, pökkun og dreifingu sem þjónustar verslanir og fyrirtæki, auk þess sem fjögur kaffihús eru rekin undir merkjum félagsins. Þá rekur Kaffitár jafnframt framleiðslufyrirtækið Kruðerí ehf., sem er líklega þekktast fyrir tvö handverksbakarí undir sama nafni. Nýja Kaffibrennslan ehf. mun þannig taka við rekstri Kaffitárs jafnt sem Kruðerís, verði af kaupunum. Fyrirtækið varð til við samruna Kaffibrennslu Akureyrar og Kaffibrennslu Ó. Johnson & Kaaber. Nýja kaffibrennslan er systurfyrirtæki heildsölu Ó. Johnson & Kaaber ehf. og Sælkeradreifingar ehf., sem þjónusta bæði smásölumarkaðinn og veitingahúsamarkaðinn. Haft er eftir Ólafi Ó. Johnson, stjórnarformanni Nýju Kaffibrennslunnar, í sömu tilkynningu að kaupin á Kaffitár verði „öflug viðbót“ við samstöðu Ó. Johnson & Kaaber. „Kaffitár er þekkt fyrir gæðavörur og góða þjónustu. Við teljum að við séum að stofna til sambands sem bæði félögin og ekki síst viðskiptavinir muni hljóta hag af og munum áfram byggja á því góða orðspori sem félögin hafa lagt metnað í að byggja upp,“ segir Ólafur. Tengdar fréttir Kaffitár sett í formlegt söluferli Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. 18. apríl 2018 06:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Nýju kaffibrennslunnar ehf. og Kaffitárs ehf. um kaup þess fyrrnefnda á Kaffitári. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en aðstandendur viðskiptanna munu ekki tjá sig nánar um málið fyrr en að samþykki stofnunarinnar liggur fyrir. Þó er haft eftir Aðalheiði Héðinsdóttur, stofnanda og forstjóra Kaffitárs, í tilkynningu sem send var út vegna viðskiptanna að mikil ánægja sé í hennar röðum með þessa niðurstöðu. „Nýir eigendur byggja á gömlum og traustum grunni og við teljum að þeir muni leggja mikið af mörkum við að styrkja og efla starfsemina á jákvæðan hátt fyrir fyrirtækið í heild, starfsfólk þess og viðskiptavini,“ er haft eftir Aðalheiði sem mun starfa áfram með nýjum eigendum í kjölfar viðskiptanna. Aðalheiður stofnaði Kaffitár árið 1990 með eiginmanni sínum, Eiríki Hilmarssyni. Kaffihúsakeðjan tapaði 10,5 milljónum króna árið 2016 borið saman við 19,7 milljóna króna tap árið 2015.Sjá einnig: Kaffitár sett í formlegt söluferliKaffitár rekur kaffibrennslu, pökkun og dreifingu sem þjónustar verslanir og fyrirtæki, auk þess sem fjögur kaffihús eru rekin undir merkjum félagsins. Þá rekur Kaffitár jafnframt framleiðslufyrirtækið Kruðerí ehf., sem er líklega þekktast fyrir tvö handverksbakarí undir sama nafni. Nýja Kaffibrennslan ehf. mun þannig taka við rekstri Kaffitárs jafnt sem Kruðerís, verði af kaupunum. Fyrirtækið varð til við samruna Kaffibrennslu Akureyrar og Kaffibrennslu Ó. Johnson & Kaaber. Nýja kaffibrennslan er systurfyrirtæki heildsölu Ó. Johnson & Kaaber ehf. og Sælkeradreifingar ehf., sem þjónusta bæði smásölumarkaðinn og veitingahúsamarkaðinn. Haft er eftir Ólafi Ó. Johnson, stjórnarformanni Nýju Kaffibrennslunnar, í sömu tilkynningu að kaupin á Kaffitár verði „öflug viðbót“ við samstöðu Ó. Johnson & Kaaber. „Kaffitár er þekkt fyrir gæðavörur og góða þjónustu. Við teljum að við séum að stofna til sambands sem bæði félögin og ekki síst viðskiptavinir muni hljóta hag af og munum áfram byggja á því góða orðspori sem félögin hafa lagt metnað í að byggja upp,“ segir Ólafur.
Tengdar fréttir Kaffitár sett í formlegt söluferli Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. 18. apríl 2018 06:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Kaffitár sett í formlegt söluferli Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. 18. apríl 2018 06:00