Rúmlega 100 milljóna króna bótakrafa í Shooters-málinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2018 07:00 Dyraverðir hafa farið fram á víkkun starfssvæðis og auknar heimildir til tækjanotkunar við störf sín. Vísir/Vilhelm Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. Sá sætir ákæru fyrir tvær líkamsárásir sama kvöld í miðbæ Reykjavíkur. Héraðssaksóknari gaf út ákæru um síðustu helgi um það leyti sem árásarmaðurinn hafði verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Lögreglu er ekki heimilt að halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur án útgáfu ákæru. Maðurinn er sakaður um að hafa brotið 218. grein almennra hegningarlaga, aðra málsgrein, sem fjallar um vísvitandi líkamsárásir sem stórfellt líkamstjón hlýst af. Varðar brot á lögunum allt að sextán ára fangelsi. Sigurður Örn Hilmarsson, skipaður réttargæslumaður dyravarðarins, staðfestir í samtali við Vísi að hafa lagt bótakröfuna fram vegna varanlegs og mjög alvarlegs heilsutjóns. Landsréttur framlengdi, í kjölfar útgáfu ákærunnar, gæsluvarðhald yfir manninum til 14. desember. Dyravörðurinn kærði úrskurð úr héraði til Landsréttar en í úrskurðinum kemur fram að dyravörðurinn hafi hlotið margþætt brot á fimmta hálshryggarlið og lamast fyrir neðan háls. Félagi árásarmannsins sætir jafnframt ákæru héraðssaksóknara fyrir aðild að annarri líkamsárás með ákærða sama kvöld. Líkamsárás á Shooters Lögreglumál Tengdar fréttir Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun. 22. september 2018 12:23 Enn í haldi eftir árás á dyravörð Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds um fjórar vikur yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á dyravörð 26. ágúst 15. október 2018 07:00 Áfram í haldi vegna árásar sem leiddi til lömunar dyravarðar Maðurinn hefur verið í haldi vegna málsins frá því hann var handtekinn í lok ágúst. 21. nóvember 2018 17:29 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. Sá sætir ákæru fyrir tvær líkamsárásir sama kvöld í miðbæ Reykjavíkur. Héraðssaksóknari gaf út ákæru um síðustu helgi um það leyti sem árásarmaðurinn hafði verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Lögreglu er ekki heimilt að halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur án útgáfu ákæru. Maðurinn er sakaður um að hafa brotið 218. grein almennra hegningarlaga, aðra málsgrein, sem fjallar um vísvitandi líkamsárásir sem stórfellt líkamstjón hlýst af. Varðar brot á lögunum allt að sextán ára fangelsi. Sigurður Örn Hilmarsson, skipaður réttargæslumaður dyravarðarins, staðfestir í samtali við Vísi að hafa lagt bótakröfuna fram vegna varanlegs og mjög alvarlegs heilsutjóns. Landsréttur framlengdi, í kjölfar útgáfu ákærunnar, gæsluvarðhald yfir manninum til 14. desember. Dyravörðurinn kærði úrskurð úr héraði til Landsréttar en í úrskurðinum kemur fram að dyravörðurinn hafi hlotið margþætt brot á fimmta hálshryggarlið og lamast fyrir neðan háls. Félagi árásarmannsins sætir jafnframt ákæru héraðssaksóknara fyrir aðild að annarri líkamsárás með ákærða sama kvöld.
Líkamsárás á Shooters Lögreglumál Tengdar fréttir Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun. 22. september 2018 12:23 Enn í haldi eftir árás á dyravörð Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds um fjórar vikur yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á dyravörð 26. ágúst 15. október 2018 07:00 Áfram í haldi vegna árásar sem leiddi til lömunar dyravarðar Maðurinn hefur verið í haldi vegna málsins frá því hann var handtekinn í lok ágúst. 21. nóvember 2018 17:29 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun. 22. september 2018 12:23
Enn í haldi eftir árás á dyravörð Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds um fjórar vikur yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á dyravörð 26. ágúst 15. október 2018 07:00
Áfram í haldi vegna árásar sem leiddi til lömunar dyravarðar Maðurinn hefur verið í haldi vegna málsins frá því hann var handtekinn í lok ágúst. 21. nóvember 2018 17:29