Beðið í tvö og hálft ár eftir offituaðgerð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. nóvember 2018 20:30 Ólöf Öfjörð er ein þeirra sem bíður eftir aðgerð. Kona sem beðið hefur í tvö og hálft ár eftir að komast í magahjáveituaðgerð segir erfitt að missa ekki tökin í biðinni. Hún og fleiri í sömu stöðu þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Í fréttum okkar undanfarið höfum við fjallað um langa biðlista í magahjáveituaðgerðir á Landspítalanum en um 100 manns bíða nú eftir aðgerð. Fagaðilar hafa sagt ástandið grafalvarlegt þar sem fólk þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Það sé búið að vera of feitt of lengi og eigi í hættu á að fá ýmsa sjúkdóma en það geti ekki lést á annan hátt. Ólöf Öfjörð er ein þeirra sem bíður eftir aðgerð en hún sótti fyrst um að komast að á Reykjalundi í júlí árið 2016 en til þess að komast á biðlista á spítalanum þarf fyrst að fara þangað í meðferð.Borðaði sér til huggunar Ólöf byrjaði að fitna við fermingaraldurinn, eftir að hafa verið lögð í einelti. „Ég borðaði mér til huggunar lengi vel og gerði það þar til fyrir þremur árum. Ég hef örugglega prófað alla megrunarkúra sem eru til á landinu nema kannski ekki vírað saman á mér munninn. Þetta er eilífðarvandamál. Þetta læknast ekki þó að maður fari í megrun. Þetta kemur bara tvöfalt til baka.“ Ólöf var orðin 170 kíló fyrir nokkrum árum en hefur með mikilli hjálp fagaðila náð að léttast um 40 kíló. Hún segist ekki komast neðar. „Maður fær nýja kjörþyng. Líkaminn finnur jafnvægi þarna. Hann heldur sér í þeirri þyngd sem þú ert búin að vera lengst í. Þetta er bara lífeðlisfræði og það er rosalega erfitt að ætla að fara sigra hana. Hún er bara eins og hún er“Segist vita um marga í sömu stöðu Hún segir að það sé lífsnauðsynlegt fyrir sig að komast í aðgerð - ef hún bíði mikið lengur gæti hún fengið lífshættulega fylgikvilla offitu. „Ég á tvö börn og þarf að lifa áfram fyrir þau. Það eru líka fult af lífsgæðum sem maður missir af ef maður er of feitur. Mig langar til dæmis á skíði en ég get það ekki. Ef ég brota, hver á þá að halda á mér?“ Ólöf segist vita um marga sem eru í sömu stöðu. Hún segir fólk við það að gefast upp. Það er líka bara erfitt að vera ennþá of þungur og komast ekki í sitt framhald. Þú ert búin að undirbúa þig fyrir þessa aðgerð svo þarftu kannski að bíða í tvö þrjú ár“ Það sé þá mikil hætta á því að fólk þyngist aftur og missi tökin. Ólöf er nú loks búin að fá vilyrði fyrir því að hún komist í aðgerðina í vor, nærri þremur árum eftir að hún sótti um á Reykjalundi. „Þegar þú ferð svo að bíða heima er þetta erfitt. Það eru ekki allir sem geta leyft sér það að panta sér tíma hjá sálfræðingi til þess að halda sjálfsaganum við. Það eru ekki allir sem treysta sér inná líkamsræktarstöð. “ Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Kona sem beðið hefur í tvö og hálft ár eftir að komast í magahjáveituaðgerð segir erfitt að missa ekki tökin í biðinni. Hún og fleiri í sömu stöðu þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Í fréttum okkar undanfarið höfum við fjallað um langa biðlista í magahjáveituaðgerðir á Landspítalanum en um 100 manns bíða nú eftir aðgerð. Fagaðilar hafa sagt ástandið grafalvarlegt þar sem fólk þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Það sé búið að vera of feitt of lengi og eigi í hættu á að fá ýmsa sjúkdóma en það geti ekki lést á annan hátt. Ólöf Öfjörð er ein þeirra sem bíður eftir aðgerð en hún sótti fyrst um að komast að á Reykjalundi í júlí árið 2016 en til þess að komast á biðlista á spítalanum þarf fyrst að fara þangað í meðferð.Borðaði sér til huggunar Ólöf byrjaði að fitna við fermingaraldurinn, eftir að hafa verið lögð í einelti. „Ég borðaði mér til huggunar lengi vel og gerði það þar til fyrir þremur árum. Ég hef örugglega prófað alla megrunarkúra sem eru til á landinu nema kannski ekki vírað saman á mér munninn. Þetta er eilífðarvandamál. Þetta læknast ekki þó að maður fari í megrun. Þetta kemur bara tvöfalt til baka.“ Ólöf var orðin 170 kíló fyrir nokkrum árum en hefur með mikilli hjálp fagaðila náð að léttast um 40 kíló. Hún segist ekki komast neðar. „Maður fær nýja kjörþyng. Líkaminn finnur jafnvægi þarna. Hann heldur sér í þeirri þyngd sem þú ert búin að vera lengst í. Þetta er bara lífeðlisfræði og það er rosalega erfitt að ætla að fara sigra hana. Hún er bara eins og hún er“Segist vita um marga í sömu stöðu Hún segir að það sé lífsnauðsynlegt fyrir sig að komast í aðgerð - ef hún bíði mikið lengur gæti hún fengið lífshættulega fylgikvilla offitu. „Ég á tvö börn og þarf að lifa áfram fyrir þau. Það eru líka fult af lífsgæðum sem maður missir af ef maður er of feitur. Mig langar til dæmis á skíði en ég get það ekki. Ef ég brota, hver á þá að halda á mér?“ Ólöf segist vita um marga sem eru í sömu stöðu. Hún segir fólk við það að gefast upp. Það er líka bara erfitt að vera ennþá of þungur og komast ekki í sitt framhald. Þú ert búin að undirbúa þig fyrir þessa aðgerð svo þarftu kannski að bíða í tvö þrjú ár“ Það sé þá mikil hætta á því að fólk þyngist aftur og missi tökin. Ólöf er nú loks búin að fá vilyrði fyrir því að hún komist í aðgerðina í vor, nærri þremur árum eftir að hún sótti um á Reykjalundi. „Þegar þú ferð svo að bíða heima er þetta erfitt. Það eru ekki allir sem geta leyft sér það að panta sér tíma hjá sálfræðingi til þess að halda sjálfsaganum við. Það eru ekki allir sem treysta sér inná líkamsræktarstöð. “
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira