Hátt í hundrað manns leitað til Verkalýðsfélags Suðurlands á árinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. nóvember 2018 21:00 Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands. Vísir/Magnús Hlynur Hátt í hundrað einstaklingar hafa leitað til Verkalýðsfélags Suðurlands á árinu vegna þess að þeir telja sig ekki hafa ekki fengið greidd rétt laun. Formaður félagsins segir ólíðandi þegar vinnuveitendur svíkja fólk viljandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu leituðu tveir erlendir einstaklingar til stéttarfélagsins í byrjun nóvember vegna þess að þeir hefðu ekki fengið greidd laun fyrir vinnu á gistiheimili á Suðurlandi. Annar aðilanna hafði verið í fullri vinnu í þrjá mánuði og hinn í einn mánuð. Báðir fengu þeir senda launaseðla á heimabankann en enga greiðslu. Umrætt gistiheimili hefur áður komist í umræðuna vegna svipaðs máls. Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands, staðfestir að málið sé á borði félagsins, en getur ekki tjáð sig um það að öðru leyti. Málin flest tengd ferðaþjónustu Hún segir málið alls ekkert einsdæmi en félagið fær að jafnaði um eitt til tvö mál á viku á borð til sín sem er snúa að vangreiddum launum. Málin tengjast langflest ferðaþjónustunni og oftast eru það útlendingar sem leita til félagsins. „Þeim störfum hefur fjölgað mest og það helst þá auðvitað í hendur. Það er kannski mikill vöxtur og allt að gerast svo hratt. Þeir sem eru að byrja átta sig ekki á því hvernig þetta nákvæmlega virkar. Það eru þarna kjarasamningar sem þarf að fara eftir“ Guðrún segir málin vera misalvarleg en henni þykir leitt að sjá alvarlegri málum fjölga „Þetta er auðvitað ólíðandi. Að það sé verið að koma svona fram við starfsfólk ef það er verið að gera það viljandi. Við höfum öll réttindi og skyldur, bæði atvinnurekendur og starfsfólk. Þegar þeir eru visvítandi að reyna komast hjá því að greiða er það alvarlegt og það á bara ekkert að vera þannig.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Sjá meira
Hátt í hundrað einstaklingar hafa leitað til Verkalýðsfélags Suðurlands á árinu vegna þess að þeir telja sig ekki hafa ekki fengið greidd rétt laun. Formaður félagsins segir ólíðandi þegar vinnuveitendur svíkja fólk viljandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu leituðu tveir erlendir einstaklingar til stéttarfélagsins í byrjun nóvember vegna þess að þeir hefðu ekki fengið greidd laun fyrir vinnu á gistiheimili á Suðurlandi. Annar aðilanna hafði verið í fullri vinnu í þrjá mánuði og hinn í einn mánuð. Báðir fengu þeir senda launaseðla á heimabankann en enga greiðslu. Umrætt gistiheimili hefur áður komist í umræðuna vegna svipaðs máls. Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands, staðfestir að málið sé á borði félagsins, en getur ekki tjáð sig um það að öðru leyti. Málin flest tengd ferðaþjónustu Hún segir málið alls ekkert einsdæmi en félagið fær að jafnaði um eitt til tvö mál á viku á borð til sín sem er snúa að vangreiddum launum. Málin tengjast langflest ferðaþjónustunni og oftast eru það útlendingar sem leita til félagsins. „Þeim störfum hefur fjölgað mest og það helst þá auðvitað í hendur. Það er kannski mikill vöxtur og allt að gerast svo hratt. Þeir sem eru að byrja átta sig ekki á því hvernig þetta nákvæmlega virkar. Það eru þarna kjarasamningar sem þarf að fara eftir“ Guðrún segir málin vera misalvarleg en henni þykir leitt að sjá alvarlegri málum fjölga „Þetta er auðvitað ólíðandi. Að það sé verið að koma svona fram við starfsfólk ef það er verið að gera það viljandi. Við höfum öll réttindi og skyldur, bæði atvinnurekendur og starfsfólk. Þegar þeir eru visvítandi að reyna komast hjá því að greiða er það alvarlegt og það á bara ekkert að vera þannig.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Sjá meira