Hátt í hundrað manns leitað til Verkalýðsfélags Suðurlands á árinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. nóvember 2018 21:00 Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands. Vísir/Magnús Hlynur Hátt í hundrað einstaklingar hafa leitað til Verkalýðsfélags Suðurlands á árinu vegna þess að þeir telja sig ekki hafa ekki fengið greidd rétt laun. Formaður félagsins segir ólíðandi þegar vinnuveitendur svíkja fólk viljandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu leituðu tveir erlendir einstaklingar til stéttarfélagsins í byrjun nóvember vegna þess að þeir hefðu ekki fengið greidd laun fyrir vinnu á gistiheimili á Suðurlandi. Annar aðilanna hafði verið í fullri vinnu í þrjá mánuði og hinn í einn mánuð. Báðir fengu þeir senda launaseðla á heimabankann en enga greiðslu. Umrætt gistiheimili hefur áður komist í umræðuna vegna svipaðs máls. Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands, staðfestir að málið sé á borði félagsins, en getur ekki tjáð sig um það að öðru leyti. Málin flest tengd ferðaþjónustu Hún segir málið alls ekkert einsdæmi en félagið fær að jafnaði um eitt til tvö mál á viku á borð til sín sem er snúa að vangreiddum launum. Málin tengjast langflest ferðaþjónustunni og oftast eru það útlendingar sem leita til félagsins. „Þeim störfum hefur fjölgað mest og það helst þá auðvitað í hendur. Það er kannski mikill vöxtur og allt að gerast svo hratt. Þeir sem eru að byrja átta sig ekki á því hvernig þetta nákvæmlega virkar. Það eru þarna kjarasamningar sem þarf að fara eftir“ Guðrún segir málin vera misalvarleg en henni þykir leitt að sjá alvarlegri málum fjölga „Þetta er auðvitað ólíðandi. Að það sé verið að koma svona fram við starfsfólk ef það er verið að gera það viljandi. Við höfum öll réttindi og skyldur, bæði atvinnurekendur og starfsfólk. Þegar þeir eru visvítandi að reyna komast hjá því að greiða er það alvarlegt og það á bara ekkert að vera þannig.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Hátt í hundrað einstaklingar hafa leitað til Verkalýðsfélags Suðurlands á árinu vegna þess að þeir telja sig ekki hafa ekki fengið greidd rétt laun. Formaður félagsins segir ólíðandi þegar vinnuveitendur svíkja fólk viljandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu leituðu tveir erlendir einstaklingar til stéttarfélagsins í byrjun nóvember vegna þess að þeir hefðu ekki fengið greidd laun fyrir vinnu á gistiheimili á Suðurlandi. Annar aðilanna hafði verið í fullri vinnu í þrjá mánuði og hinn í einn mánuð. Báðir fengu þeir senda launaseðla á heimabankann en enga greiðslu. Umrætt gistiheimili hefur áður komist í umræðuna vegna svipaðs máls. Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands, staðfestir að málið sé á borði félagsins, en getur ekki tjáð sig um það að öðru leyti. Málin flest tengd ferðaþjónustu Hún segir málið alls ekkert einsdæmi en félagið fær að jafnaði um eitt til tvö mál á viku á borð til sín sem er snúa að vangreiddum launum. Málin tengjast langflest ferðaþjónustunni og oftast eru það útlendingar sem leita til félagsins. „Þeim störfum hefur fjölgað mest og það helst þá auðvitað í hendur. Það er kannski mikill vöxtur og allt að gerast svo hratt. Þeir sem eru að byrja átta sig ekki á því hvernig þetta nákvæmlega virkar. Það eru þarna kjarasamningar sem þarf að fara eftir“ Guðrún segir málin vera misalvarleg en henni þykir leitt að sjá alvarlegri málum fjölga „Þetta er auðvitað ólíðandi. Að það sé verið að koma svona fram við starfsfólk ef það er verið að gera það viljandi. Við höfum öll réttindi og skyldur, bæði atvinnurekendur og starfsfólk. Þegar þeir eru visvítandi að reyna komast hjá því að greiða er það alvarlegt og það á bara ekkert að vera þannig.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira