Körfubolti

Hlynur: Nenni ekki að hlusta á einhvern klappa mér á bakið fyrir að vera duglegur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hlynur var ósáttur í kvöld.
Hlynur var ósáttur í kvöld. vísir/bára
Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var hundsvekktur eftir tap Stjörnunar gegn Njarðvík í tvíframlengdum leik í Ljónagryfjunni í kvöld.

„Ég er bara svekktur. Þetta er glatað. Ég er orðinn þreyttur á þessu,“ sagði Hlynur vel pirraður í leikslok.

Stjarnan var að frákasta vel og Hlynur segir að það gefi sér lítið að fá klapp á bakið fyrir það.

„Ég nenni ekki að hlusta á einhvern klappa mér á bakið fyrir að vera duglegur. Það er búið að gera það lengi. Við eigum bara að klára þessa leiki.“

„Við erum að gera bara mistök, ég og fleiri. Við erum að gera varnar- og sóknarlega heimskuleg mistök. Við erum í tvígang fjórum stigum yfir og  eigum að klára þessa leiki bara.“

Stjarnan er búið að tapa fjórum af fyrstu átta leikjunum en fyrir mótið var búist við afar miklu af liðinu.

„Ég bjóst ekki við því að vera í þessari stöðu heldur. Þetta eru vonbrigði. Við verðum bara að vera betri, bæði sem einstaklingar og lið.“

„Njarðvík er með mjög gott lið og koma hingað og tapa í tvíframlengdum leik er ekki málið. Ég er ekki óánægður með liðið í heild sinni í dag.“

„Það voru margir sem stóðu sig vel í dag en við verðum að vera betri, burt séð frá þessum leik. Það verða allir að stíga upp sem einstaklingar og lið,“ sagði Hlynur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×