Vill skapa umræðu um kannabis í lækningaskyni Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2018 16:57 Halldóra Mogensen, formaður Velferðarnefndar og flutningsmaður þingsályktunartillögunnar. Skjáskot/Stöð 2 Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Halldóra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag.Í þingsályktunartillögunni er heilbrigðisráðherra falið að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps á Íslandi. Flutningsmenn tillögunnar eru auk Halldóru þau Björn Leví Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson Sara Elísa Þórðardóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.Hvers vegna vill Halldóra að þetta skref sé tekið? „Miklar breytingar að eiga sér stað út í heimi, fleiri og fleiri lönd sem eru að leyfa þetta. Rannsóknir og notendur hafa talað um hvað efnið er að hjálpa þeim,“ segir Halldóra. Með notendum á Halldóra við veikt fólk sem sækir í læknahamp og neyðist til að gera það ólöglega. Halldóra segir að ekki ætti að gera það fólk að glæpamönnum fyrir það að nýta sér lyf í veikindum sínum.Í greinargerð við þingsályktunartillöguna er lögð áhersla á að ræktendur lyfjahamps fái að gera það í friði, ef málið verður að frumvarpi, hver ætti að sjá um ræktun plöntunnar í lækningaskyni?„Ég veit það ekki. Hugmyndin var sú að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa þetta og leggja fram frumvarp. Í undirbúningi þarf að fara í rannsóknarvinnu, tala við sérfræðinga og fagaðila. Fá þá aðila að borðinu og komast að því hvernig er best að gera þetta á Íslandi,“ segir Halldóra.„Mismunandi er hvernig lönd gera þetta. Ef við ætlum að lögleiða kannabis til lyfjanotkunar, eða lyfjahamp eins og ég kalla þetta í tillögunni, þá er betra ef við getum ræktað þetta sjálf hér heima, í stað þess að flytja þetta inn. Þá er þetta bæði ódýrara og umhverfisvænna,“ sagði Halldóra enn fremur.En er þingsályktunartillagan dulin leið til að lögleiða kannabisefni fullkomlega? Það er ekki tilgangurinn með tillögunni, tilgangurinn er að vekja umræðu. Borist hafa mjög áhugaverðar umsagnir um málið, til dæmis frá Lyfjafræðingafélagi Íslands sem sagði að umræðan í þjóðfélaginu væri of skammt á veg komin til að fara í þessar aðgerðir núna. Halldóra segist geta tekið undir þessa gagnrýni en stefnir að því að velferðarnefnd taki málið fyrir eftir áramót. Halldóra sem er formaður Velferðarnefndar segist vonast eftir því að geta fengið til dæmis landlækni og erlenda sérfræðinga fyrir nefndina. Í þónokkrum ríkjum Bandaríkjanna og í Kanada í heild sinni hefur skrefið verið tekið til fulls. Er það eitthvað sem gæti gerst á Íslandi? Halldóra segir að það sé óhjákvæmileg þróun. Píratar hafi talað fyrir afglæpavæðingu sem snýr að því að ekki sé refsað fyrir vörslu neysluskammta. Halldóra segir Ísland eftir á í þessum efnum og ætti að fylgjast með öðrum löndum. Halldóra segir að í löndum þar sem kannabis er lögleitt er minna um neyslu barna og ópíóðanotkun sem minni í löndum sem leyfa notkun kannabis í lækningaskyni. Ekki forgangsmál Pírata á þinginu Halldóra segir að í þetta skipti sé málið ekki forgangsmál hjá þingflokki Pírata, umræðan sé ekki komin nógu langt. Tilgangur tillögunnar hafi eingöngu verið eins og áður segir að skapa umræður í þjóðfélaginu. Stj.mál Víglínan Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Halldóra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag.Í þingsályktunartillögunni er heilbrigðisráðherra falið að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps á Íslandi. Flutningsmenn tillögunnar eru auk Halldóru þau Björn Leví Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson Sara Elísa Þórðardóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.Hvers vegna vill Halldóra að þetta skref sé tekið? „Miklar breytingar að eiga sér stað út í heimi, fleiri og fleiri lönd sem eru að leyfa þetta. Rannsóknir og notendur hafa talað um hvað efnið er að hjálpa þeim,“ segir Halldóra. Með notendum á Halldóra við veikt fólk sem sækir í læknahamp og neyðist til að gera það ólöglega. Halldóra segir að ekki ætti að gera það fólk að glæpamönnum fyrir það að nýta sér lyf í veikindum sínum.Í greinargerð við þingsályktunartillöguna er lögð áhersla á að ræktendur lyfjahamps fái að gera það í friði, ef málið verður að frumvarpi, hver ætti að sjá um ræktun plöntunnar í lækningaskyni?„Ég veit það ekki. Hugmyndin var sú að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa þetta og leggja fram frumvarp. Í undirbúningi þarf að fara í rannsóknarvinnu, tala við sérfræðinga og fagaðila. Fá þá aðila að borðinu og komast að því hvernig er best að gera þetta á Íslandi,“ segir Halldóra.„Mismunandi er hvernig lönd gera þetta. Ef við ætlum að lögleiða kannabis til lyfjanotkunar, eða lyfjahamp eins og ég kalla þetta í tillögunni, þá er betra ef við getum ræktað þetta sjálf hér heima, í stað þess að flytja þetta inn. Þá er þetta bæði ódýrara og umhverfisvænna,“ sagði Halldóra enn fremur.En er þingsályktunartillagan dulin leið til að lögleiða kannabisefni fullkomlega? Það er ekki tilgangurinn með tillögunni, tilgangurinn er að vekja umræðu. Borist hafa mjög áhugaverðar umsagnir um málið, til dæmis frá Lyfjafræðingafélagi Íslands sem sagði að umræðan í þjóðfélaginu væri of skammt á veg komin til að fara í þessar aðgerðir núna. Halldóra segist geta tekið undir þessa gagnrýni en stefnir að því að velferðarnefnd taki málið fyrir eftir áramót. Halldóra sem er formaður Velferðarnefndar segist vonast eftir því að geta fengið til dæmis landlækni og erlenda sérfræðinga fyrir nefndina. Í þónokkrum ríkjum Bandaríkjanna og í Kanada í heild sinni hefur skrefið verið tekið til fulls. Er það eitthvað sem gæti gerst á Íslandi? Halldóra segir að það sé óhjákvæmileg þróun. Píratar hafi talað fyrir afglæpavæðingu sem snýr að því að ekki sé refsað fyrir vörslu neysluskammta. Halldóra segir Ísland eftir á í þessum efnum og ætti að fylgjast með öðrum löndum. Halldóra segir að í löndum þar sem kannabis er lögleitt er minna um neyslu barna og ópíóðanotkun sem minni í löndum sem leyfa notkun kannabis í lækningaskyni. Ekki forgangsmál Pírata á þinginu Halldóra segir að í þetta skipti sé málið ekki forgangsmál hjá þingflokki Pírata, umræðan sé ekki komin nógu langt. Tilgangur tillögunnar hafi eingöngu verið eins og áður segir að skapa umræður í þjóðfélaginu.
Stj.mál Víglínan Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira