Segir nokkra á Íslandi hafa fyrirfarið sér vegna skjáfíknar Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2018 20:24 Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur,. Vísir Sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson fullyrðir að nokkrir sem sóttu meðferð hjá honum hafi svipt sig lífi vegna skjáfíknar. Þetta segir hann í þættinum Sítengd sem er sýndur í ríkissjónvarpinu. „Ég hef verið að vinna með einstaklingum sem hafa endað á því að taka eigið líf. Þeir voru á aldrinum fimmtán til tuttugu ára. Sem betur fer hafa þeir ekki verið margir. En það hefur endað þannig,“ er haft eftir Eyjólfi á vef Ríkisútvarpsins. Eyjólfur er sagður hafa sérhæft sig í meðhöndlun á fólki með tölu- eða skjáfíkn. Hann segir flesta sem leita sér hjálpar á Íslandi vera á aldrinum 15 til 25 ára. Hann segir þessa einstaklinga þroskast hægar en jafnaldra sína þar sem þeir taki ekki þátt í lífinu eins og aðrir. Hann segir þessa einstaklinga fasta í vítahring þar sem þeir upplifa tölvuna sem einhverskonar bjargvætt frá depurð og miklu þunglyndi. Tilhugsunin að fara frá tölvunni jafngildi því að deyja. „Þegar það verður raunin, þá sjáum við oft einstaklinga fara yfir það að pissa í flöskur og kúka í kassa jafnvel. Þeir bara stíga ekki upp frá tölvunni því að tilhugsunin er, ef ég stíg upp frá tölvunni þá langar mig ekki að vera til lengur,“ er haft eftir Eyjólfi.Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við Eyjólf í sumar þar sem hann sagðist hafa þjónustað um 3.000 skjólstæðinga vegna tölvufíknar. Hann sagðist þá þekkja dæmi þess að börn hafi hótað að svipta sig í lífi í hvert sinn sem foreldrið reynir að fá það úr tölvunni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Sjá meira
Sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson fullyrðir að nokkrir sem sóttu meðferð hjá honum hafi svipt sig lífi vegna skjáfíknar. Þetta segir hann í þættinum Sítengd sem er sýndur í ríkissjónvarpinu. „Ég hef verið að vinna með einstaklingum sem hafa endað á því að taka eigið líf. Þeir voru á aldrinum fimmtán til tuttugu ára. Sem betur fer hafa þeir ekki verið margir. En það hefur endað þannig,“ er haft eftir Eyjólfi á vef Ríkisútvarpsins. Eyjólfur er sagður hafa sérhæft sig í meðhöndlun á fólki með tölu- eða skjáfíkn. Hann segir flesta sem leita sér hjálpar á Íslandi vera á aldrinum 15 til 25 ára. Hann segir þessa einstaklinga þroskast hægar en jafnaldra sína þar sem þeir taki ekki þátt í lífinu eins og aðrir. Hann segir þessa einstaklinga fasta í vítahring þar sem þeir upplifa tölvuna sem einhverskonar bjargvætt frá depurð og miklu þunglyndi. Tilhugsunin að fara frá tölvunni jafngildi því að deyja. „Þegar það verður raunin, þá sjáum við oft einstaklinga fara yfir það að pissa í flöskur og kúka í kassa jafnvel. Þeir bara stíga ekki upp frá tölvunni því að tilhugsunin er, ef ég stíg upp frá tölvunni þá langar mig ekki að vera til lengur,“ er haft eftir Eyjólfi.Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við Eyjólf í sumar þar sem hann sagðist hafa þjónustað um 3.000 skjólstæðinga vegna tölvufíknar. Hann sagðist þá þekkja dæmi þess að börn hafi hótað að svipta sig í lífi í hvert sinn sem foreldrið reynir að fá það úr tölvunni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Sjá meira