Vill úttekt á Íslandspósti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. nóvember 2018 06:30 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda VÍSIR/FA/HANNA Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) telur nauðsynlegt að unnin verði óháð úttekt á því hvernig samkeppnisrekstri Íslandspósts ohf. (ÍSP) hefur verið háttað. Undanfarin ár hefur fyrirtækið tapað hundruðum milljóna á lánveitingum til dótturfélaga. Samtímis hefur ÍSP lagt milljarða í fjárfestingar í tengslum við samkeppnisrekstur sinn. Fyrir þingi liggur beiðni ÍSP um 1,5 milljarða neyðarlán. Fyrir aðra umræðu um fjárlög lagði meirihluti fjárlaganefndar til að heimild til lánveitingarinnar yrði veitt en sú tillaga var dregin til baka áður en til atkvæðagreiðslu kom. Fyrir þriðju umræðu er til skoðunar hvort rétt sé að setja skilyrði fyrir lánveitingunni. Þær skýringar hafa verið gefnar á bágri fjárhagsstöðu ÍSP að samdrætti á einkaréttarbréfum samhliða auknum kostnaði af alþjónustu sé um að kenna. Lítið hefur verið vikið að fjármagni sem tapast hefur í rekstri dótturfélaga eða kostnaði sem hlotist hefur af fjárfestingum á sviði vörudreifingar. Fjárlaganefnd óskaði eftir sundurliðun á fjárfestingum árin 2016 og 2017 er sneru að samkeppnishluta rekstrarins. Þau svör fengust að fjárfestingar á árunum tveimur, sem samtals nema rúmlega milljarði, hafi að minnstum hluta verið vegna samkeppnisrekstrar. „Við höfum verið gagnrýnin á þetta mál. Okkur finnst nauðsynlegt að áður en Alþingi ákveður hvort þessir peningar verða lánaðir eða lagðir í fyrirtækið, því það er alls óvíst að hægt sé að greiða þá til baka, liggi fyrir hvernig ÍSP hefur hagað sér í samkeppnisrekstri og hve miklu fyrirtækið hefur tapað á þeim ævintýrum sínum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Áður hefur Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, sagt að til greina komi að gera slíka úttekt. Ef ráðist verður í úttekt yrði að fá utanaðkomandi aðila til verksins. Ólafur bendir á að Póst- og fjarskiptastofnun telji það ekki sitt hlutverk að rannsaka slíkt og þá er Ríkisendurskoðun vanhæf þar sem stofnunin endurskoði reikninga ÍSP. Þá liggi fyrir sátt Samkeppniseftirlitsins (SKE) og ÍSP frá síðasta ári um aðgerðir til að styrkja samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Í sáttinni viðurkenndi ÍSP engin brot og var ekki gerð sekt af hálfu SKE en þurfti að breyta ýmsu í verklagi og nefnd var sett til að hafa eftirlit með sáttinni. Hana skipa þrír, einn tilnefndur af ÍSP og tveir óháðir. Annar þeirra óháðu sat á árunum 2014-2017 með Ingimundi Sigurpálssyni, forstjóra ÍSP, í stjórn Isavia og er nú varamaður í stjórn. „Það er mjög áleitin spurning hvort eigendastefnu ríkisins vegna opinberra hlutafélaga sé ekki ábótavant. Þar segir að stjórnir slíkra félaga skuli leitast við að efla samkeppni en stjórn ÍSP virðist misskilja það sem svo að fyrirtækið skuli fara í samkeppni við allt sem hreyfist,“ segir Ólafur og bendir á að fyrirtækið selji sælgæti, bækur og minjavöru, dótturfyrirtæki þess vinni að hugbúnaðargerð og annað sé í prentþjónustu. Þá sé fyrirtækið á fullu í frakt-, flutninga- og sendlaþjónustu. „Þetta er að okkar mati mjög vafasamt. Þessum mörkuðum er ágætlega sinnt af einkaaðilum. Ríkið, með alla sína forgjöf í formi einkaréttar eða skatttekna, á ekkert erindi þangað. Þarna þurfa stjórnvöld að draga línu í sandinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. 23. nóvember 2018 18:30 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) telur nauðsynlegt að unnin verði óháð úttekt á því hvernig samkeppnisrekstri Íslandspósts ohf. (ÍSP) hefur verið háttað. Undanfarin ár hefur fyrirtækið tapað hundruðum milljóna á lánveitingum til dótturfélaga. Samtímis hefur ÍSP lagt milljarða í fjárfestingar í tengslum við samkeppnisrekstur sinn. Fyrir þingi liggur beiðni ÍSP um 1,5 milljarða neyðarlán. Fyrir aðra umræðu um fjárlög lagði meirihluti fjárlaganefndar til að heimild til lánveitingarinnar yrði veitt en sú tillaga var dregin til baka áður en til atkvæðagreiðslu kom. Fyrir þriðju umræðu er til skoðunar hvort rétt sé að setja skilyrði fyrir lánveitingunni. Þær skýringar hafa verið gefnar á bágri fjárhagsstöðu ÍSP að samdrætti á einkaréttarbréfum samhliða auknum kostnaði af alþjónustu sé um að kenna. Lítið hefur verið vikið að fjármagni sem tapast hefur í rekstri dótturfélaga eða kostnaði sem hlotist hefur af fjárfestingum á sviði vörudreifingar. Fjárlaganefnd óskaði eftir sundurliðun á fjárfestingum árin 2016 og 2017 er sneru að samkeppnishluta rekstrarins. Þau svör fengust að fjárfestingar á árunum tveimur, sem samtals nema rúmlega milljarði, hafi að minnstum hluta verið vegna samkeppnisrekstrar. „Við höfum verið gagnrýnin á þetta mál. Okkur finnst nauðsynlegt að áður en Alþingi ákveður hvort þessir peningar verða lánaðir eða lagðir í fyrirtækið, því það er alls óvíst að hægt sé að greiða þá til baka, liggi fyrir hvernig ÍSP hefur hagað sér í samkeppnisrekstri og hve miklu fyrirtækið hefur tapað á þeim ævintýrum sínum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Áður hefur Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, sagt að til greina komi að gera slíka úttekt. Ef ráðist verður í úttekt yrði að fá utanaðkomandi aðila til verksins. Ólafur bendir á að Póst- og fjarskiptastofnun telji það ekki sitt hlutverk að rannsaka slíkt og þá er Ríkisendurskoðun vanhæf þar sem stofnunin endurskoði reikninga ÍSP. Þá liggi fyrir sátt Samkeppniseftirlitsins (SKE) og ÍSP frá síðasta ári um aðgerðir til að styrkja samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Í sáttinni viðurkenndi ÍSP engin brot og var ekki gerð sekt af hálfu SKE en þurfti að breyta ýmsu í verklagi og nefnd var sett til að hafa eftirlit með sáttinni. Hana skipa þrír, einn tilnefndur af ÍSP og tveir óháðir. Annar þeirra óháðu sat á árunum 2014-2017 með Ingimundi Sigurpálssyni, forstjóra ÍSP, í stjórn Isavia og er nú varamaður í stjórn. „Það er mjög áleitin spurning hvort eigendastefnu ríkisins vegna opinberra hlutafélaga sé ekki ábótavant. Þar segir að stjórnir slíkra félaga skuli leitast við að efla samkeppni en stjórn ÍSP virðist misskilja það sem svo að fyrirtækið skuli fara í samkeppni við allt sem hreyfist,“ segir Ólafur og bendir á að fyrirtækið selji sælgæti, bækur og minjavöru, dótturfyrirtæki þess vinni að hugbúnaðargerð og annað sé í prentþjónustu. Þá sé fyrirtækið á fullu í frakt-, flutninga- og sendlaþjónustu. „Þetta er að okkar mati mjög vafasamt. Þessum mörkuðum er ágætlega sinnt af einkaaðilum. Ríkið, með alla sína forgjöf í formi einkaréttar eða skatttekna, á ekkert erindi þangað. Þarna þurfa stjórnvöld að draga línu í sandinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. 23. nóvember 2018 18:30 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Sjá meira
Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15
Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00
Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45
Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15
Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. 23. nóvember 2018 18:30