Magnaðir loftfimleikar hjá leikmanni Seattle Seahawks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2018 11:00 Chris Carson á flugi. Vísir/Getty Chris Carson, hlaupari hjá Seattle Seahawks, átti örugglega tilþrif helgarinnar í NFL-deildinni en hann sýndi þá mögnuð fimleikatilþrif í einu hlaupa sinna upp völlinn. Seattle Seahawks vann mikilvægan 30-27 sigur á Carolina Panthers á útivelli en bæði lið þurfa á hverjum sigri að halda í baráttunni fyrir sæti í úrslitakeppninni. Sebastian Janikowski tryggði Seattle sigurinn með því að skora vallarmark um leið og tíminn rann út. Skömmu áður hafði sparkari Carolina Panthers klikkað á því að koma sínu liði þremur stigum yfir. En aftur að tilþrifum Chris Carson. Það var ekki nóg með að hann spilar stöðu þar sem menn verða að sameina sprengikraft, hraða og styrk til að komast áfram upp völlinn þá sýndi þessi karftmikli leikmaður mikinn liðleika og stjórn á líkamanum. Chris Carson ætlaði að hoppa yfir einn varnarmann Carolina Panthers en sá hinn sami snéri honum í loftinu. Flestir hefðu búist við því að þá biði Carson slæmur skellur á jörðinni en aldeilis ekki. Chris Carson snérist í heilan hring en lenti aftur á fótunum og hélt för sinni áfram. Hann hélt líka á boltanum allan tímann. Það má sjá þessa mögnuðu loftfimleika hér fyrir neðan. Chris Carson var spurður út í þetta eftir leik. Hann svaraði: „Ég veit bara ekkert hvað ég var að hugsa þarna.“Chris Carson just hurdled a defender, did a front flip, then stuck the landing #SEAvsCARpic.twitter.com/90cYbSpEaH — FOX Sports (@FOXSports) November 25, 2018 NFL Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Chris Carson, hlaupari hjá Seattle Seahawks, átti örugglega tilþrif helgarinnar í NFL-deildinni en hann sýndi þá mögnuð fimleikatilþrif í einu hlaupa sinna upp völlinn. Seattle Seahawks vann mikilvægan 30-27 sigur á Carolina Panthers á útivelli en bæði lið þurfa á hverjum sigri að halda í baráttunni fyrir sæti í úrslitakeppninni. Sebastian Janikowski tryggði Seattle sigurinn með því að skora vallarmark um leið og tíminn rann út. Skömmu áður hafði sparkari Carolina Panthers klikkað á því að koma sínu liði þremur stigum yfir. En aftur að tilþrifum Chris Carson. Það var ekki nóg með að hann spilar stöðu þar sem menn verða að sameina sprengikraft, hraða og styrk til að komast áfram upp völlinn þá sýndi þessi karftmikli leikmaður mikinn liðleika og stjórn á líkamanum. Chris Carson ætlaði að hoppa yfir einn varnarmann Carolina Panthers en sá hinn sami snéri honum í loftinu. Flestir hefðu búist við því að þá biði Carson slæmur skellur á jörðinni en aldeilis ekki. Chris Carson snérist í heilan hring en lenti aftur á fótunum og hélt för sinni áfram. Hann hélt líka á boltanum allan tímann. Það má sjá þessa mögnuðu loftfimleika hér fyrir neðan. Chris Carson var spurður út í þetta eftir leik. Hann svaraði: „Ég veit bara ekkert hvað ég var að hugsa þarna.“Chris Carson just hurdled a defender, did a front flip, then stuck the landing #SEAvsCARpic.twitter.com/90cYbSpEaH — FOX Sports (@FOXSports) November 25, 2018
NFL Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira