Magnaðir loftfimleikar hjá leikmanni Seattle Seahawks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2018 11:00 Chris Carson á flugi. Vísir/Getty Chris Carson, hlaupari hjá Seattle Seahawks, átti örugglega tilþrif helgarinnar í NFL-deildinni en hann sýndi þá mögnuð fimleikatilþrif í einu hlaupa sinna upp völlinn. Seattle Seahawks vann mikilvægan 30-27 sigur á Carolina Panthers á útivelli en bæði lið þurfa á hverjum sigri að halda í baráttunni fyrir sæti í úrslitakeppninni. Sebastian Janikowski tryggði Seattle sigurinn með því að skora vallarmark um leið og tíminn rann út. Skömmu áður hafði sparkari Carolina Panthers klikkað á því að koma sínu liði þremur stigum yfir. En aftur að tilþrifum Chris Carson. Það var ekki nóg með að hann spilar stöðu þar sem menn verða að sameina sprengikraft, hraða og styrk til að komast áfram upp völlinn þá sýndi þessi karftmikli leikmaður mikinn liðleika og stjórn á líkamanum. Chris Carson ætlaði að hoppa yfir einn varnarmann Carolina Panthers en sá hinn sami snéri honum í loftinu. Flestir hefðu búist við því að þá biði Carson slæmur skellur á jörðinni en aldeilis ekki. Chris Carson snérist í heilan hring en lenti aftur á fótunum og hélt för sinni áfram. Hann hélt líka á boltanum allan tímann. Það má sjá þessa mögnuðu loftfimleika hér fyrir neðan. Chris Carson var spurður út í þetta eftir leik. Hann svaraði: „Ég veit bara ekkert hvað ég var að hugsa þarna.“Chris Carson just hurdled a defender, did a front flip, then stuck the landing #SEAvsCARpic.twitter.com/90cYbSpEaH — FOX Sports (@FOXSports) November 25, 2018 NFL Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember Sjá meira
Chris Carson, hlaupari hjá Seattle Seahawks, átti örugglega tilþrif helgarinnar í NFL-deildinni en hann sýndi þá mögnuð fimleikatilþrif í einu hlaupa sinna upp völlinn. Seattle Seahawks vann mikilvægan 30-27 sigur á Carolina Panthers á útivelli en bæði lið þurfa á hverjum sigri að halda í baráttunni fyrir sæti í úrslitakeppninni. Sebastian Janikowski tryggði Seattle sigurinn með því að skora vallarmark um leið og tíminn rann út. Skömmu áður hafði sparkari Carolina Panthers klikkað á því að koma sínu liði þremur stigum yfir. En aftur að tilþrifum Chris Carson. Það var ekki nóg með að hann spilar stöðu þar sem menn verða að sameina sprengikraft, hraða og styrk til að komast áfram upp völlinn þá sýndi þessi karftmikli leikmaður mikinn liðleika og stjórn á líkamanum. Chris Carson ætlaði að hoppa yfir einn varnarmann Carolina Panthers en sá hinn sami snéri honum í loftinu. Flestir hefðu búist við því að þá biði Carson slæmur skellur á jörðinni en aldeilis ekki. Chris Carson snérist í heilan hring en lenti aftur á fótunum og hélt för sinni áfram. Hann hélt líka á boltanum allan tímann. Það má sjá þessa mögnuðu loftfimleika hér fyrir neðan. Chris Carson var spurður út í þetta eftir leik. Hann svaraði: „Ég veit bara ekkert hvað ég var að hugsa þarna.“Chris Carson just hurdled a defender, did a front flip, then stuck the landing #SEAvsCARpic.twitter.com/90cYbSpEaH — FOX Sports (@FOXSports) November 25, 2018
NFL Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember Sjá meira