Viðskipti innlent

Rauður dagur í Kauphöllinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð í morgun.
Viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð í morgun. Vísir/Anton brink
Hlutabréf í skráðum félögum í Kauphöll Íslands hafa lækkað töluvert eftir að viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð klukkan 10:21 í morgun.

Raunar höfðu öll bréf nema bréf Icelandair lækkað í morgun þegar viðskipti voru stöðvuð en nú má sem dæmi taka bréf í Skeljungi sem hafa lækkað um 4,05 prósent það sem af er degi og bréf í Arion banka sem hafa lækkað um rúm þrjú prósent.

Engar upplýsingar hafa fengist um það hvers vegna viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð, annað en að það hafi verið gert að beiðni Fjármálaeftirlitsins.

Vísir hefur sent FME fyrirspurn vegna málsins. Þá hefur Vísir jafnframt reynt að ná tali af Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í morgun en án árangurs.


Tengdar fréttir

Viðskipti með bréf í Icelandair stöðvuð

Kauphöllin hefur stöðvað öll viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair. Hvorki er hægt að kaupa né selja bréf í flugfélaginu af þeim sökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×