Sport

Ásdís Hjálms hamrar dekk út í kuldanum | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. Skjámynd/Fésbókin
Ásdís Hjálmsdóttir var um helgina valin besta frjálsíþróttakona ársins á Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands.

Ásdís fagnaði því með því að skella sér út á æfingu í vetarkuldanum og birti myndband af sér við það að gera sérstaka æfingu.

Ásdís sést þar hamra dekk í frostinu og undir myndbandinu stendur síðan.

„It's not always glamorous and often cold but it gets done!“ eða upp á íslensku „Ekki alltaf sveipað einverjum dýrðarljóma og oft mjög kalt en það skilar árangri.“

Ásdís hefur verið ofarlega á heimslistanum í spjótkasti í mörg ár og hefur keppt á fjölmörgum stórmótum. Nú síðast á EM í Berlín síðastliðið sumar.

Ásdís  var valin besta frjálsíþróttakona ársins fremur en spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem varð bæði Evrópumeistari unglinga og Ólympíumeistari unglinga á árinu.

Þetta fróðlega myndband með innsýn inn í æfingar Ásdísar má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×