Oddi bregst ókvæða við orðum framkvæmdastjóra Forlagsins Jakob Bjarnar skrifar 26. nóvember 2018 15:08 Egill Örn furðar sig á yfirlýsingu Oddamanna en Kristján Geir er afar ósáttur við orð hann þess efnis að ekki sé hægt að prenta bækur á Íslandi. fbl/Anton Brink/Ernir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Odda, segir málflutning Egils Arnar Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Forlagsins, óforsvaranlegan. Kristján Geir hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna fréttar RÚV sem byggði á viðtali við Egil Örn þar sem fram kemur að prentun bóka hafi færst út fyrir landsteina. Þetta hefur meðal annars það í för með sér að ekki er lengur hægt, með skömmum fyrirvara, að prenta bækur sem seljast umfram áætlanir. Þetta má rekja til þess að Oddi hefur selt bókbandsvél sína úr landi.Vísar ummælum Egils til föðurhúsanna Kristján Geir segir verulega ósanngjarnt að benda á Odda í þessu samhengi, „vísar þessum ummælum til föðurhúsanna“, eins og segir í tilkynningu. Þar eru reyndar ummæli Egils Arnar staðfest en salan er til komin vegna þess að útgefendur, þeirra á meðal Forlagið, sem ræður stærstum hluta bókaútgáfu á Íslandi, völdu að prenta bækur sínar erlendis en ekki á Íslandi vegna verðmunar. Sjá má tilkynninguna í heild sinni hér neðar en þar er jafnframt rakið prentkostnaður sé hlutfallslega lítill hluti þegar litið er til útsöluverðs bóka. Og að það sé bók prentað hjá keppinautum Odda erlendis sé „allt að 352 prósentum hærra kolefnisspor en bók prentuð á Íslandi hjá Odda.“ Í tilkynningunni er lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Forlagsins og annarra bókaútgefenda að prenta bækur ekki hjá Odda heldur erlendis. „Ekki einungis fyrir Odda heldur einnig íslenska neytendur, þar sem hún hafði þau beinu áhrif að kippa fótum undan prentun innbundinna bóka á Íslandi og þar með endurprentun vinsælla titla fyrir jól. Málflutningur framkvæmdastjóra Forlagsins gagnvart Odda í sjónvarpsfréttum í gær er því óforsvaranlegur.“ Egill Örn undrandi Yfirlýsing Kristjáns Geirs kom nokkuð flatt uppá Egil Örn þegar hún var borin undir hann. „Fréttin í gær fjallaði ekki um forsendur þess að Prentsmiðjan Oddi ákvað að selja vél úr landi, heldur fjallaði fréttin um eina af afleiðingum þess í jólabókaflóði,“ segir Egill Örn í samtali við Vísi. Hann bætir því við að hann telji einmitt „að þeir ræði sjálfir sínar rekstrarákvarðanir, en ég áskil mér rétt til þess að ræða afleiðingar þeirra á bókamarkaðinn. Forlagið hefur átt í löngu og farsælu viðskiptasambandi við prentsmiðjuna og ég á ekki von á öðru en að það haldi áfram.“ Fréttatilkynning OddaÁkvörðun Forlagsins og annarra útgefenda um að láta prenta bækur erlendis kom í veg fyrir að hægt væri að halda úti prentun innbundinna bóka á Íslandi.Í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi sagði framkvæmdastjóri Forlagsins að ómögulegt yrði að endurprenta bækur á Íslandi fyrir jólin. Það sagði hann vera vegna þess að Oddi hefði selt bókbandsvél sína úr landi. Oddi vísar þessum ummælum til föðurhúsanna.Ekki kom fram í fréttinni að höfuðástæða þess að prentun bóka var hætt hjá Odda var að útgefendur, þar á meðal Forlagið sem ræður stærstum hluta bókaútgáfu á Íslandi, völdu að prenta frekar bækur erlendis en á Íslandi vegna verðmunar. Í kjölfar þess hvarf grundvöllur Odda fyrir því að reka allt árið tæki og mannskap sem þarf til prentunar innbundinna bóka. Kostnaðurinn sem til þarf er einfaldlega mun meiri en svo að hægt sé að halda honum úti allt árið til þess eins að íslensk bókaforlög geti átt möguleika á endurprentunum nokkurra titla skömmu fyrir jól.Oddi hefur á undanförnum árum ítrekað bent á þessa staðreynd í samskiptum við bókaforlög og því á sú staða sem framkvæmdastjóri Forlagsins nefndi í fyrrnefndri frétt ekki að koma honum eða öðrum bókaútgefendum á óvart. Reyndar er það svo að vegna yfirburðastöðu Forlagsins á íslenskum bókamarkaði skipti ákvörðun fyrirtækisins um að láta prenta bækur erlendis hvað mestu máli varðandi rekstrarforsendur bókbandsvélar Odda. Það kemur því verulega á óvart að hann kjósi að benda á Odda sem orsök þess að ekki verði hægt að endurprenta söluháa bókatitla skömmu fyrir jól.Oddi bendir á að hlutfall prentunar af útsöluverði bókar á Íslandi er aðeins um 4-8%. Prentkostnaður er því alls ekki eins stór þáttur í bókaútgáfu eins og stundum mætti ráða af fréttaflutningi og umræðu. Þetta þýðir einnig að svigrúm íslenskra prentaðila til að mæta lægri verðtilboðum erlendis frá er mun minna en ætla mætti. Sterkt gengi íslensku krónunar og launahækkanir langt umfram það sem þekkist í samkeppnislöndum hafa einnig veikt samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu jafnt og þétt á undanförnum árum.Í ljósi þess hversu veigalítill þáttur prentunin er í útsöluverði bóka, höfðum við hjá Odda væntingar til að það tækist að halda prentun íslenskra bóka hér á landi. En ákvörðunin liggur að sjálfssögðu hjá bókaútgefendum sem hafa því miður í auknum mæli látið hlutfallslega lítinn verðmun ráða vali á prentunarstað undanfarin ár í stað þess að líta til víðari þátta.Ljóst er að verðsamkeppni í bókaprentun við erlenda aðila sem sinna mörkuðum margfalt stærri en Ísland verður íslenskum prentiðnaði alltaf erfið. Oddi lagði því mikla áherslu á að prentun bóka hjá fyrirtækinu byði íslenskum viðskiptavinum upp á aðra jákvæða þætti, sérstaklega þegar kemur að umhverfisáhrifum sem og hraðri afgreiðslu.Hjá Odda hefur áratugum saman verið lögð mikil áhersla á að ganga eins vel fram gagnvart umhverfinu og mögulegt er. Allt efni sem fellur til hliðar í framleiðslunni er endurunnið og pappírinn kemur frá nytjaskógum í Skandinavíu þar sem fleiri trjám er plantað en höggvin eru.Útreikningar óháðra aðila sýna einnig að bók sem prentuð er hjá algengum keppinautum erlendis hafði allt að 352 prósentum hærra kolefnisspor en bók prentuð á Íslandi hjá Odda.Ákvörðun Forlagsins og annarra bókaútgefenda um að prenta bækur frekar erlendis voru mikil vonbrigði, ekki einungis fyrir Odda heldur einnig íslenska neytendur, þar sem hún hafði þau beinu áhrif að kippa fótum undan prentun innbundinna bóka á Íslandi og þar með endurprentun vinsælla titla fyrir jól.Málflutningur framkvæmdastjóra Forlagsins gagnvart Odda í sjónvarpsfréttum í gær er því óforsvaranlegur. Bókmenntir Menning Viðskipti Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Odda, segir málflutning Egils Arnar Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Forlagsins, óforsvaranlegan. Kristján Geir hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna fréttar RÚV sem byggði á viðtali við Egil Örn þar sem fram kemur að prentun bóka hafi færst út fyrir landsteina. Þetta hefur meðal annars það í för með sér að ekki er lengur hægt, með skömmum fyrirvara, að prenta bækur sem seljast umfram áætlanir. Þetta má rekja til þess að Oddi hefur selt bókbandsvél sína úr landi.Vísar ummælum Egils til föðurhúsanna Kristján Geir segir verulega ósanngjarnt að benda á Odda í þessu samhengi, „vísar þessum ummælum til föðurhúsanna“, eins og segir í tilkynningu. Þar eru reyndar ummæli Egils Arnar staðfest en salan er til komin vegna þess að útgefendur, þeirra á meðal Forlagið, sem ræður stærstum hluta bókaútgáfu á Íslandi, völdu að prenta bækur sínar erlendis en ekki á Íslandi vegna verðmunar. Sjá má tilkynninguna í heild sinni hér neðar en þar er jafnframt rakið prentkostnaður sé hlutfallslega lítill hluti þegar litið er til útsöluverðs bóka. Og að það sé bók prentað hjá keppinautum Odda erlendis sé „allt að 352 prósentum hærra kolefnisspor en bók prentuð á Íslandi hjá Odda.“ Í tilkynningunni er lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Forlagsins og annarra bókaútgefenda að prenta bækur ekki hjá Odda heldur erlendis. „Ekki einungis fyrir Odda heldur einnig íslenska neytendur, þar sem hún hafði þau beinu áhrif að kippa fótum undan prentun innbundinna bóka á Íslandi og þar með endurprentun vinsælla titla fyrir jól. Málflutningur framkvæmdastjóra Forlagsins gagnvart Odda í sjónvarpsfréttum í gær er því óforsvaranlegur.“ Egill Örn undrandi Yfirlýsing Kristjáns Geirs kom nokkuð flatt uppá Egil Örn þegar hún var borin undir hann. „Fréttin í gær fjallaði ekki um forsendur þess að Prentsmiðjan Oddi ákvað að selja vél úr landi, heldur fjallaði fréttin um eina af afleiðingum þess í jólabókaflóði,“ segir Egill Örn í samtali við Vísi. Hann bætir því við að hann telji einmitt „að þeir ræði sjálfir sínar rekstrarákvarðanir, en ég áskil mér rétt til þess að ræða afleiðingar þeirra á bókamarkaðinn. Forlagið hefur átt í löngu og farsælu viðskiptasambandi við prentsmiðjuna og ég á ekki von á öðru en að það haldi áfram.“ Fréttatilkynning OddaÁkvörðun Forlagsins og annarra útgefenda um að láta prenta bækur erlendis kom í veg fyrir að hægt væri að halda úti prentun innbundinna bóka á Íslandi.Í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi sagði framkvæmdastjóri Forlagsins að ómögulegt yrði að endurprenta bækur á Íslandi fyrir jólin. Það sagði hann vera vegna þess að Oddi hefði selt bókbandsvél sína úr landi. Oddi vísar þessum ummælum til föðurhúsanna.Ekki kom fram í fréttinni að höfuðástæða þess að prentun bóka var hætt hjá Odda var að útgefendur, þar á meðal Forlagið sem ræður stærstum hluta bókaútgáfu á Íslandi, völdu að prenta frekar bækur erlendis en á Íslandi vegna verðmunar. Í kjölfar þess hvarf grundvöllur Odda fyrir því að reka allt árið tæki og mannskap sem þarf til prentunar innbundinna bóka. Kostnaðurinn sem til þarf er einfaldlega mun meiri en svo að hægt sé að halda honum úti allt árið til þess eins að íslensk bókaforlög geti átt möguleika á endurprentunum nokkurra titla skömmu fyrir jól.Oddi hefur á undanförnum árum ítrekað bent á þessa staðreynd í samskiptum við bókaforlög og því á sú staða sem framkvæmdastjóri Forlagsins nefndi í fyrrnefndri frétt ekki að koma honum eða öðrum bókaútgefendum á óvart. Reyndar er það svo að vegna yfirburðastöðu Forlagsins á íslenskum bókamarkaði skipti ákvörðun fyrirtækisins um að láta prenta bækur erlendis hvað mestu máli varðandi rekstrarforsendur bókbandsvélar Odda. Það kemur því verulega á óvart að hann kjósi að benda á Odda sem orsök þess að ekki verði hægt að endurprenta söluháa bókatitla skömmu fyrir jól.Oddi bendir á að hlutfall prentunar af útsöluverði bókar á Íslandi er aðeins um 4-8%. Prentkostnaður er því alls ekki eins stór þáttur í bókaútgáfu eins og stundum mætti ráða af fréttaflutningi og umræðu. Þetta þýðir einnig að svigrúm íslenskra prentaðila til að mæta lægri verðtilboðum erlendis frá er mun minna en ætla mætti. Sterkt gengi íslensku krónunar og launahækkanir langt umfram það sem þekkist í samkeppnislöndum hafa einnig veikt samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu jafnt og þétt á undanförnum árum.Í ljósi þess hversu veigalítill þáttur prentunin er í útsöluverði bóka, höfðum við hjá Odda væntingar til að það tækist að halda prentun íslenskra bóka hér á landi. En ákvörðunin liggur að sjálfssögðu hjá bókaútgefendum sem hafa því miður í auknum mæli látið hlutfallslega lítinn verðmun ráða vali á prentunarstað undanfarin ár í stað þess að líta til víðari þátta.Ljóst er að verðsamkeppni í bókaprentun við erlenda aðila sem sinna mörkuðum margfalt stærri en Ísland verður íslenskum prentiðnaði alltaf erfið. Oddi lagði því mikla áherslu á að prentun bóka hjá fyrirtækinu byði íslenskum viðskiptavinum upp á aðra jákvæða þætti, sérstaklega þegar kemur að umhverfisáhrifum sem og hraðri afgreiðslu.Hjá Odda hefur áratugum saman verið lögð mikil áhersla á að ganga eins vel fram gagnvart umhverfinu og mögulegt er. Allt efni sem fellur til hliðar í framleiðslunni er endurunnið og pappírinn kemur frá nytjaskógum í Skandinavíu þar sem fleiri trjám er plantað en höggvin eru.Útreikningar óháðra aðila sýna einnig að bók sem prentuð er hjá algengum keppinautum erlendis hafði allt að 352 prósentum hærra kolefnisspor en bók prentuð á Íslandi hjá Odda.Ákvörðun Forlagsins og annarra bókaútgefenda um að prenta bækur frekar erlendis voru mikil vonbrigði, ekki einungis fyrir Odda heldur einnig íslenska neytendur, þar sem hún hafði þau beinu áhrif að kippa fótum undan prentun innbundinna bóka á Íslandi og þar með endurprentun vinsælla titla fyrir jól.Málflutningur framkvæmdastjóra Forlagsins gagnvart Odda í sjónvarpsfréttum í gær er því óforsvaranlegur.
Bókmenntir Menning Viðskipti Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira