Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2018 09:01 Fyrirhuguð kaup Icelandair á WOW verða tekin fyrir á hluthafafundi Icelandair Group á föstudag. Vísir/Vilhelm „Við erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum og klárum hana til enda eins og var lagt upp með, hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir Úlfar Steindórsson, formaður stjórnar Icelandair group, spurður út í tölvupóst sem Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, sendi til starfsmanna WOW í gær.Í tölvupóstinum sagði Skúli að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW Air áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW Air.Morgunblaðið fullyrðir í dag að tölvupóstur Skúla hafi valdið miklum titringi innan Icelandair og í raun komið forsvarsmönnum félagsins í opna skjöldu. Er því haldið fram að ummæli Skúla gætu komið til skoðunar Samkeppniseftirlitsins því stofnunin vilji kanna alla möguleika umfram þann að heimila kaup Icelandair á WOW.Hluthafar verða að leggja blessun sína á kaupin Úlfar vildi lítið tjá sig um það hvort að þessi tölvupóstur Skúla hefði valdið titringi innan Icelandair. Í samtali við Vísi minnti hann á boðað hefði verið til hluthafafundar félagsins næstkomandi föstudag, þar sem ræða á hin fyrirhuguðu kaup Icelandair á WOW Air, á sínum tíma þegar fyrstu fregnir bárust af málinu í upphafi mánaðar.Úlfar Steindórsson.„Sem er partur af þessu þar sem hluthafarnir þurfa að staðfesta það ef þessi viðskipti eiga að fara fram. Það er svo sem ekkert nýtt í því, hann var boðaður eftir að menn fóru af stað í verkið,“ segir Úlfar. Hann segir Icelandair vinna enn að þessum fyrirhuguðu kaupum. „Og sú vinna heldur bara áfram,“ segir Úlfar.Viðskipti stöðvuð í gær Icelandair sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningi félagsins á öllu hlutafé WOW Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins á föstudag þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. Viðskipti með bréf Icelandair Group voru stöðvuð í Kauphöllinni í gærmorgun. Var það gert að beiðni Fjármálaeftirlitsins til að tryggja jafnræði fjárfesta. Icelandair WOW Air Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Við erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum og klárum hana til enda eins og var lagt upp með, hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir Úlfar Steindórsson, formaður stjórnar Icelandair group, spurður út í tölvupóst sem Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, sendi til starfsmanna WOW í gær.Í tölvupóstinum sagði Skúli að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW Air áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW Air.Morgunblaðið fullyrðir í dag að tölvupóstur Skúla hafi valdið miklum titringi innan Icelandair og í raun komið forsvarsmönnum félagsins í opna skjöldu. Er því haldið fram að ummæli Skúla gætu komið til skoðunar Samkeppniseftirlitsins því stofnunin vilji kanna alla möguleika umfram þann að heimila kaup Icelandair á WOW.Hluthafar verða að leggja blessun sína á kaupin Úlfar vildi lítið tjá sig um það hvort að þessi tölvupóstur Skúla hefði valdið titringi innan Icelandair. Í samtali við Vísi minnti hann á boðað hefði verið til hluthafafundar félagsins næstkomandi föstudag, þar sem ræða á hin fyrirhuguðu kaup Icelandair á WOW Air, á sínum tíma þegar fyrstu fregnir bárust af málinu í upphafi mánaðar.Úlfar Steindórsson.„Sem er partur af þessu þar sem hluthafarnir þurfa að staðfesta það ef þessi viðskipti eiga að fara fram. Það er svo sem ekkert nýtt í því, hann var boðaður eftir að menn fóru af stað í verkið,“ segir Úlfar. Hann segir Icelandair vinna enn að þessum fyrirhuguðu kaupum. „Og sú vinna heldur bara áfram,“ segir Úlfar.Viðskipti stöðvuð í gær Icelandair sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningi félagsins á öllu hlutafé WOW Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins á föstudag þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. Viðskipti með bréf Icelandair Group voru stöðvuð í Kauphöllinni í gærmorgun. Var það gert að beiðni Fjármálaeftirlitsins til að tryggja jafnræði fjárfesta.
Icelandair WOW Air Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira