Kokkalandsliðinu rann blóðið til skyldunnar að aðstoða Denis Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 10:54 Íslenska kokkalandsliðið fagnar sigrinum í Lúxemborg um helgina. Denis Shramko sést svartklæddur fremst á myndinni. Mynd/Íslenska kokkalandsliðið Klúbbur matreiðslumeistara áréttar að Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða, sé hvorki meðlimur í klúbbnum né íslenska kokkalandsliðinu. Liðinu hafi hins vegar runnið blóðið til skyldunnar að vera honum til halds og trausts þar sem móðir hans er landsliðskokkur til margra ára, að því er fram kemur í yfirlýsingu. Denis var á föstudag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Íslenska kokkalandsliðið lauk keppni á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg í gær og hlaut ein gullverðlaun fyrir heitan mat. Í tilkynningu sem send var út í kjölfar fréttar Vísis um dóminn sem Denis hlaut rétt fyrir mótið segir að hann hafi keppt í „einstaklingskeppni sem Íslendingur í sykurgerðarlist“. Þar hafi hann unnið til gullverðlauna og óskar Klúbbur matreiðslumeistara honum til hamingju með árangurinn. Hann hafi hins vegar tekið þátt í keppninni í Lúxemborg á eigin vegum. „Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara.“ Ljóst er að Denis á ekki langt að sækja sykurskreytingarhæfileikana en Maria er sjálf margverðlaunuð í greininni. Þá hreppti hún tvenn gullverðlaun í einstaklingskeppni í sykurskreytingum, sem einmitt var haldin í Lúxemborg árið 2014. Í færslu kokkalandsliðsins frá því á laugardag er greint frá verðlaunum Denisar og þar með „fyrsta íslenska gullinu“ sem komið er í hús. Færslan var birt daginn eftir að dómur féll yfir Denis í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir árið 2016. Yfirlýsing Klúbbs matreiðslumeistara í heild: Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara. Kokkalandsliðið 2018 skipa, nöfn og vinnustaðir: Þjálfari, Ylfa Helgadóttir, Kopar Aðstoðarþjálfari, Jóhannes S. Jóhannesson, Landsvirkjun Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara, Björn Bragi Bragason, Síminn Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo, Mímir Hótel Saga Sigurjón Bragi Geirsson, Garri Snorri Victor Gylfason, Vox Hilton hótel Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélagið Fanney Dóra Sigurjónsdóttir Marel Kara Guðmundsdóttir, Fiskfélagið Denis Grbic, Mímir Hótel Saga Ari Þór Gunnarsson, Fiskfélagið Hinrik Lárusson, Luxury Catering Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun í flokknum heitum mat á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg. 25. nóvember 2018 11:53 Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. 27. nóvember 2018 07:45 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Klúbbur matreiðslumeistara áréttar að Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða, sé hvorki meðlimur í klúbbnum né íslenska kokkalandsliðinu. Liðinu hafi hins vegar runnið blóðið til skyldunnar að vera honum til halds og trausts þar sem móðir hans er landsliðskokkur til margra ára, að því er fram kemur í yfirlýsingu. Denis var á föstudag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Íslenska kokkalandsliðið lauk keppni á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg í gær og hlaut ein gullverðlaun fyrir heitan mat. Í tilkynningu sem send var út í kjölfar fréttar Vísis um dóminn sem Denis hlaut rétt fyrir mótið segir að hann hafi keppt í „einstaklingskeppni sem Íslendingur í sykurgerðarlist“. Þar hafi hann unnið til gullverðlauna og óskar Klúbbur matreiðslumeistara honum til hamingju með árangurinn. Hann hafi hins vegar tekið þátt í keppninni í Lúxemborg á eigin vegum. „Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara.“ Ljóst er að Denis á ekki langt að sækja sykurskreytingarhæfileikana en Maria er sjálf margverðlaunuð í greininni. Þá hreppti hún tvenn gullverðlaun í einstaklingskeppni í sykurskreytingum, sem einmitt var haldin í Lúxemborg árið 2014. Í færslu kokkalandsliðsins frá því á laugardag er greint frá verðlaunum Denisar og þar með „fyrsta íslenska gullinu“ sem komið er í hús. Færslan var birt daginn eftir að dómur féll yfir Denis í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir árið 2016. Yfirlýsing Klúbbs matreiðslumeistara í heild: Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara. Kokkalandsliðið 2018 skipa, nöfn og vinnustaðir: Þjálfari, Ylfa Helgadóttir, Kopar Aðstoðarþjálfari, Jóhannes S. Jóhannesson, Landsvirkjun Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara, Björn Bragi Bragason, Síminn Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo, Mímir Hótel Saga Sigurjón Bragi Geirsson, Garri Snorri Victor Gylfason, Vox Hilton hótel Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélagið Fanney Dóra Sigurjónsdóttir Marel Kara Guðmundsdóttir, Fiskfélagið Denis Grbic, Mímir Hótel Saga Ari Þór Gunnarsson, Fiskfélagið Hinrik Lárusson, Luxury Catering
Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun í flokknum heitum mat á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg. 25. nóvember 2018 11:53 Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. 27. nóvember 2018 07:45 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun í flokknum heitum mat á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg. 25. nóvember 2018 11:53
Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. 27. nóvember 2018 07:45