Kokkalandsliðinu rann blóðið til skyldunnar að aðstoða Denis Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 10:54 Íslenska kokkalandsliðið fagnar sigrinum í Lúxemborg um helgina. Denis Shramko sést svartklæddur fremst á myndinni. Mynd/Íslenska kokkalandsliðið Klúbbur matreiðslumeistara áréttar að Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða, sé hvorki meðlimur í klúbbnum né íslenska kokkalandsliðinu. Liðinu hafi hins vegar runnið blóðið til skyldunnar að vera honum til halds og trausts þar sem móðir hans er landsliðskokkur til margra ára, að því er fram kemur í yfirlýsingu. Denis var á föstudag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Íslenska kokkalandsliðið lauk keppni á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg í gær og hlaut ein gullverðlaun fyrir heitan mat. Í tilkynningu sem send var út í kjölfar fréttar Vísis um dóminn sem Denis hlaut rétt fyrir mótið segir að hann hafi keppt í „einstaklingskeppni sem Íslendingur í sykurgerðarlist“. Þar hafi hann unnið til gullverðlauna og óskar Klúbbur matreiðslumeistara honum til hamingju með árangurinn. Hann hafi hins vegar tekið þátt í keppninni í Lúxemborg á eigin vegum. „Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara.“ Ljóst er að Denis á ekki langt að sækja sykurskreytingarhæfileikana en Maria er sjálf margverðlaunuð í greininni. Þá hreppti hún tvenn gullverðlaun í einstaklingskeppni í sykurskreytingum, sem einmitt var haldin í Lúxemborg árið 2014. Í færslu kokkalandsliðsins frá því á laugardag er greint frá verðlaunum Denisar og þar með „fyrsta íslenska gullinu“ sem komið er í hús. Færslan var birt daginn eftir að dómur féll yfir Denis í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir árið 2016. Yfirlýsing Klúbbs matreiðslumeistara í heild: Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara. Kokkalandsliðið 2018 skipa, nöfn og vinnustaðir: Þjálfari, Ylfa Helgadóttir, Kopar Aðstoðarþjálfari, Jóhannes S. Jóhannesson, Landsvirkjun Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara, Björn Bragi Bragason, Síminn Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo, Mímir Hótel Saga Sigurjón Bragi Geirsson, Garri Snorri Victor Gylfason, Vox Hilton hótel Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélagið Fanney Dóra Sigurjónsdóttir Marel Kara Guðmundsdóttir, Fiskfélagið Denis Grbic, Mímir Hótel Saga Ari Þór Gunnarsson, Fiskfélagið Hinrik Lárusson, Luxury Catering Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun í flokknum heitum mat á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg. 25. nóvember 2018 11:53 Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. 27. nóvember 2018 07:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Klúbbur matreiðslumeistara áréttar að Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða, sé hvorki meðlimur í klúbbnum né íslenska kokkalandsliðinu. Liðinu hafi hins vegar runnið blóðið til skyldunnar að vera honum til halds og trausts þar sem móðir hans er landsliðskokkur til margra ára, að því er fram kemur í yfirlýsingu. Denis var á föstudag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Íslenska kokkalandsliðið lauk keppni á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg í gær og hlaut ein gullverðlaun fyrir heitan mat. Í tilkynningu sem send var út í kjölfar fréttar Vísis um dóminn sem Denis hlaut rétt fyrir mótið segir að hann hafi keppt í „einstaklingskeppni sem Íslendingur í sykurgerðarlist“. Þar hafi hann unnið til gullverðlauna og óskar Klúbbur matreiðslumeistara honum til hamingju með árangurinn. Hann hafi hins vegar tekið þátt í keppninni í Lúxemborg á eigin vegum. „Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara.“ Ljóst er að Denis á ekki langt að sækja sykurskreytingarhæfileikana en Maria er sjálf margverðlaunuð í greininni. Þá hreppti hún tvenn gullverðlaun í einstaklingskeppni í sykurskreytingum, sem einmitt var haldin í Lúxemborg árið 2014. Í færslu kokkalandsliðsins frá því á laugardag er greint frá verðlaunum Denisar og þar með „fyrsta íslenska gullinu“ sem komið er í hús. Færslan var birt daginn eftir að dómur féll yfir Denis í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir árið 2016. Yfirlýsing Klúbbs matreiðslumeistara í heild: Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara. Kokkalandsliðið 2018 skipa, nöfn og vinnustaðir: Þjálfari, Ylfa Helgadóttir, Kopar Aðstoðarþjálfari, Jóhannes S. Jóhannesson, Landsvirkjun Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara, Björn Bragi Bragason, Síminn Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo, Mímir Hótel Saga Sigurjón Bragi Geirsson, Garri Snorri Victor Gylfason, Vox Hilton hótel Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélagið Fanney Dóra Sigurjónsdóttir Marel Kara Guðmundsdóttir, Fiskfélagið Denis Grbic, Mímir Hótel Saga Ari Þór Gunnarsson, Fiskfélagið Hinrik Lárusson, Luxury Catering
Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun í flokknum heitum mat á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg. 25. nóvember 2018 11:53 Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. 27. nóvember 2018 07:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun í flokknum heitum mat á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg. 25. nóvember 2018 11:53
Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. 27. nóvember 2018 07:45