Facebook útskýrir hvers vegna gamlir spjallþræðir skutu upp kollinum Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2018 10:52 Margir voru nokkuð hissa þegar gömlu skilaboðin birtust í gærkvöldi. Vísir/Getty Facebook hefur útskýrt hvað varð þess valdandi að gamlir spjallþræðir skutu upp kollinum í hrönnum hjá notendum samfélagsmiðilsins í gærkvöldi. Talsmaður Facebook sagði í samtali við Mashable að þessi galli hefði verið tilkominn vegna uppfærslu á hugbúnaði fyrirtækisins og er búið að leysa úr vandamálinu. Spjallþræðirnir gátu verið nokkurra ára gamlir en birtust notendum líkt og þeir væru að fá ný skilaboð.Sjá einnig: Gamlir spjallþræðir hrella Facebook-notendurÁ vef Mashable segir að þessi galli hafi komið mörgum illa sem fengu allt í einu meldingu um skilaboð frá ástvinum sem höfðu fallið frá eða frá kunningjum sem þeir höfðu ekki spjallað við lengi. Mashable tekur fram að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Facebook dragi fram minningar sem sumir vilja helst gleyma eða þykir óþægilegar. Þegar Facebook kynnti til sögunnar viðmót á samfélagsmiðlinum þar sem það minnti notendur á gamlar Facebook-færslur var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að ýta minningum að notendum sem þeir kærðu sig ekki um og þóttu óþægilegar. Brást Facebook við því með því að bjóða notendum upp á möguleika á að breyta þessum gömlu færslu og stjórna því hvaða „minningar“ þeir sjá. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook hefur útskýrt hvað varð þess valdandi að gamlir spjallþræðir skutu upp kollinum í hrönnum hjá notendum samfélagsmiðilsins í gærkvöldi. Talsmaður Facebook sagði í samtali við Mashable að þessi galli hefði verið tilkominn vegna uppfærslu á hugbúnaði fyrirtækisins og er búið að leysa úr vandamálinu. Spjallþræðirnir gátu verið nokkurra ára gamlir en birtust notendum líkt og þeir væru að fá ný skilaboð.Sjá einnig: Gamlir spjallþræðir hrella Facebook-notendurÁ vef Mashable segir að þessi galli hafi komið mörgum illa sem fengu allt í einu meldingu um skilaboð frá ástvinum sem höfðu fallið frá eða frá kunningjum sem þeir höfðu ekki spjallað við lengi. Mashable tekur fram að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Facebook dragi fram minningar sem sumir vilja helst gleyma eða þykir óþægilegar. Þegar Facebook kynnti til sögunnar viðmót á samfélagsmiðlinum þar sem það minnti notendur á gamlar Facebook-færslur var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að ýta minningum að notendum sem þeir kærðu sig ekki um og þóttu óþægilegar. Brást Facebook við því með því að bjóða notendum upp á möguleika á að breyta þessum gömlu færslu og stjórna því hvaða „minningar“ þeir sjá.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira