Innlent

Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis

Birgir Olgeirsson skrifar
Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Hanna
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur vegna ferða sem honum höfðu verið endurgreiddar þegar vann að þáttum sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni ÍNN

Þetta segir Ásmundur í bréfi sem hann sendi forsætisnefnd vegna aksturskostnaðar sem hann fékk endurgreiddan frá skrifstofu Alþingis. 

Ásmundur segir í bréfinu að honum hafi orðið það ljóst eftir Kastljósþátt í Ríkissjónvarpinu í febrúar síðastliðnum að það gæti orkað tvímælis að blanda saman ferðum sínum um kjördæmið og ferðum á sama tíma með tökufólki ÍNN

Hann bendir á að hann sem þingmaður þáði ekki laun sem þáttastjórnandi hjá ÍNN. Hann segist hafa verið í sömu stöðu og þingmenn allra flokka sem tóku að sér þáttagerð hjá ÍNN á þessum tíma og þáðu ekki laun fyrir.

„Ákveðið var að þættir mínir væru teknir víða í kjördæmi mínu og ræddi ég við áhugaverða viðmælendur, kynnti þá og kjördæmið í leiðinni. Ég leit þannig á að ég væri að slá tvær flugur í einu höggi; nýta ferð í þágu þingstarfa til að vinna að þáttagerðinni samhliða. Slíkt orkar tvímælis,“ segir Ásmundur í bréfi sínu. 

Hann segist hafa vegna þess og að eigin frumkvæði endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur þann 19. febrúar síðastliðinn vegna ferða sem honum höfðu verið endurgreiddar til að enginn vafi léki á því að rétt væri að staðið.

„Enda vil ég alltaf koma rétt og heiðarlega fram.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×