WOW losar sig við fjórar vélar Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 16:31 Flugvélar Wow Air á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm WOW Air mun fækka í flota sínum um fjórar flugvélar, tvær Airbus A320 og tvær Airbus A330 - „vélar sem ekki hefðu nýst sem skildi í vetraráætlun WOW air.“ Um er að ræða tvær af minnstu vélum flotans og tvær af þeim stærstu. Þessi aðgerð er sögð vera hluti af endurskipulagningu á rekstri félagsins en legið hefur fyrir að minnka þurfi flotann til þess að auka hagkvæmni, draga úr árstíðarsveiflu og hámarka arðsemi. Airbus A330-vélarnar bættust við flota WOW árið 2016 og hafa þær verið notaðar í flug til vesturstrandar Bandaríkjanna. Um er að ræða stærstu þotur sem flogið hafa í áætlunarflugi til og frá Íslandi en þær taka um 345 manns í sæti. Í tilkynningu frá flugfélaginu er það jafnframt tekið fram að hagræðing þessi mun ekki hafa áhrif á áform WOW air um að fljúga til Indlands en flug þangað hefst 6. desember næstkomandi.Sjá einnig: Skúli lagði 770 milljónir til WOWGreint var frá því fyrir helgi að WOW hefði slíka flugvélafækkun í hyggju. Talið var að fækkað yrði um átta vélar en fyrir tíðindi dagsins var WOW með 20 vélar á leigu. Í bréfi sem Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW, sendi til skuldabréfaeigenda félagsins í dag kom jafnframt að flugfélagið hafi verið nálægt því að ganga frá sölu- og endurleigusamningi. WOW hafi ætlað að selja vélar, fá reiðufé strax fyrir söluna og gera svo samning um að WOW myndi leigja vélarnar aftur. Þau áform hafi hins vegar farið út um þúfur og varð WOW því af 25 milljónum bandaríkjadala fyrir vikið, rúmum þrjá milljarða króna. Þá hafi hin neikvæða umræða sem skapaðist í kringum gjaldþrot Primera Air í haust einnig haft áhrif á rekstur WOW Air.Uppfært kl. 21:35 Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að sölu- og endurleigusamningurinn, sem WOW hafði fyrirhugað, væri við Primera Air. WOW vill taka fram sú hafi ekki verið raunin. Þrátt fyrir að rætt væri um hið gjaldþrota Primera Air og fyrrnefndan samning í sömu, stuttu málsgrein hafi Primera Air ekki verið viðsemjandinn. Þetta hefur nú verið lagfært. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli lagði 770 milljónir til WOW Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, kom úr vasa forstjórans. 27. nóvember 2018 13:35 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55 Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Sjá meira
WOW Air mun fækka í flota sínum um fjórar flugvélar, tvær Airbus A320 og tvær Airbus A330 - „vélar sem ekki hefðu nýst sem skildi í vetraráætlun WOW air.“ Um er að ræða tvær af minnstu vélum flotans og tvær af þeim stærstu. Þessi aðgerð er sögð vera hluti af endurskipulagningu á rekstri félagsins en legið hefur fyrir að minnka þurfi flotann til þess að auka hagkvæmni, draga úr árstíðarsveiflu og hámarka arðsemi. Airbus A330-vélarnar bættust við flota WOW árið 2016 og hafa þær verið notaðar í flug til vesturstrandar Bandaríkjanna. Um er að ræða stærstu þotur sem flogið hafa í áætlunarflugi til og frá Íslandi en þær taka um 345 manns í sæti. Í tilkynningu frá flugfélaginu er það jafnframt tekið fram að hagræðing þessi mun ekki hafa áhrif á áform WOW air um að fljúga til Indlands en flug þangað hefst 6. desember næstkomandi.Sjá einnig: Skúli lagði 770 milljónir til WOWGreint var frá því fyrir helgi að WOW hefði slíka flugvélafækkun í hyggju. Talið var að fækkað yrði um átta vélar en fyrir tíðindi dagsins var WOW með 20 vélar á leigu. Í bréfi sem Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW, sendi til skuldabréfaeigenda félagsins í dag kom jafnframt að flugfélagið hafi verið nálægt því að ganga frá sölu- og endurleigusamningi. WOW hafi ætlað að selja vélar, fá reiðufé strax fyrir söluna og gera svo samning um að WOW myndi leigja vélarnar aftur. Þau áform hafi hins vegar farið út um þúfur og varð WOW því af 25 milljónum bandaríkjadala fyrir vikið, rúmum þrjá milljarða króna. Þá hafi hin neikvæða umræða sem skapaðist í kringum gjaldþrot Primera Air í haust einnig haft áhrif á rekstur WOW Air.Uppfært kl. 21:35 Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að sölu- og endurleigusamningurinn, sem WOW hafði fyrirhugað, væri við Primera Air. WOW vill taka fram sú hafi ekki verið raunin. Þrátt fyrir að rætt væri um hið gjaldþrota Primera Air og fyrrnefndan samning í sömu, stuttu málsgrein hafi Primera Air ekki verið viðsemjandinn. Þetta hefur nú verið lagfært.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli lagði 770 milljónir til WOW Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, kom úr vasa forstjórans. 27. nóvember 2018 13:35 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55 Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Sjá meira
Skúli lagði 770 milljónir til WOW Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, kom úr vasa forstjórans. 27. nóvember 2018 13:35
Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01
Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55