WOW losar sig við fjórar vélar Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 16:31 Flugvélar Wow Air á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm WOW Air mun fækka í flota sínum um fjórar flugvélar, tvær Airbus A320 og tvær Airbus A330 - „vélar sem ekki hefðu nýst sem skildi í vetraráætlun WOW air.“ Um er að ræða tvær af minnstu vélum flotans og tvær af þeim stærstu. Þessi aðgerð er sögð vera hluti af endurskipulagningu á rekstri félagsins en legið hefur fyrir að minnka þurfi flotann til þess að auka hagkvæmni, draga úr árstíðarsveiflu og hámarka arðsemi. Airbus A330-vélarnar bættust við flota WOW árið 2016 og hafa þær verið notaðar í flug til vesturstrandar Bandaríkjanna. Um er að ræða stærstu þotur sem flogið hafa í áætlunarflugi til og frá Íslandi en þær taka um 345 manns í sæti. Í tilkynningu frá flugfélaginu er það jafnframt tekið fram að hagræðing þessi mun ekki hafa áhrif á áform WOW air um að fljúga til Indlands en flug þangað hefst 6. desember næstkomandi.Sjá einnig: Skúli lagði 770 milljónir til WOWGreint var frá því fyrir helgi að WOW hefði slíka flugvélafækkun í hyggju. Talið var að fækkað yrði um átta vélar en fyrir tíðindi dagsins var WOW með 20 vélar á leigu. Í bréfi sem Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW, sendi til skuldabréfaeigenda félagsins í dag kom jafnframt að flugfélagið hafi verið nálægt því að ganga frá sölu- og endurleigusamningi. WOW hafi ætlað að selja vélar, fá reiðufé strax fyrir söluna og gera svo samning um að WOW myndi leigja vélarnar aftur. Þau áform hafi hins vegar farið út um þúfur og varð WOW því af 25 milljónum bandaríkjadala fyrir vikið, rúmum þrjá milljarða króna. Þá hafi hin neikvæða umræða sem skapaðist í kringum gjaldþrot Primera Air í haust einnig haft áhrif á rekstur WOW Air.Uppfært kl. 21:35 Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að sölu- og endurleigusamningurinn, sem WOW hafði fyrirhugað, væri við Primera Air. WOW vill taka fram sú hafi ekki verið raunin. Þrátt fyrir að rætt væri um hið gjaldþrota Primera Air og fyrrnefndan samning í sömu, stuttu málsgrein hafi Primera Air ekki verið viðsemjandinn. Þetta hefur nú verið lagfært. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli lagði 770 milljónir til WOW Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, kom úr vasa forstjórans. 27. nóvember 2018 13:35 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Sjá meira
WOW Air mun fækka í flota sínum um fjórar flugvélar, tvær Airbus A320 og tvær Airbus A330 - „vélar sem ekki hefðu nýst sem skildi í vetraráætlun WOW air.“ Um er að ræða tvær af minnstu vélum flotans og tvær af þeim stærstu. Þessi aðgerð er sögð vera hluti af endurskipulagningu á rekstri félagsins en legið hefur fyrir að minnka þurfi flotann til þess að auka hagkvæmni, draga úr árstíðarsveiflu og hámarka arðsemi. Airbus A330-vélarnar bættust við flota WOW árið 2016 og hafa þær verið notaðar í flug til vesturstrandar Bandaríkjanna. Um er að ræða stærstu þotur sem flogið hafa í áætlunarflugi til og frá Íslandi en þær taka um 345 manns í sæti. Í tilkynningu frá flugfélaginu er það jafnframt tekið fram að hagræðing þessi mun ekki hafa áhrif á áform WOW air um að fljúga til Indlands en flug þangað hefst 6. desember næstkomandi.Sjá einnig: Skúli lagði 770 milljónir til WOWGreint var frá því fyrir helgi að WOW hefði slíka flugvélafækkun í hyggju. Talið var að fækkað yrði um átta vélar en fyrir tíðindi dagsins var WOW með 20 vélar á leigu. Í bréfi sem Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW, sendi til skuldabréfaeigenda félagsins í dag kom jafnframt að flugfélagið hafi verið nálægt því að ganga frá sölu- og endurleigusamningi. WOW hafi ætlað að selja vélar, fá reiðufé strax fyrir söluna og gera svo samning um að WOW myndi leigja vélarnar aftur. Þau áform hafi hins vegar farið út um þúfur og varð WOW því af 25 milljónum bandaríkjadala fyrir vikið, rúmum þrjá milljarða króna. Þá hafi hin neikvæða umræða sem skapaðist í kringum gjaldþrot Primera Air í haust einnig haft áhrif á rekstur WOW Air.Uppfært kl. 21:35 Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að sölu- og endurleigusamningurinn, sem WOW hafði fyrirhugað, væri við Primera Air. WOW vill taka fram sú hafi ekki verið raunin. Þrátt fyrir að rætt væri um hið gjaldþrota Primera Air og fyrrnefndan samning í sömu, stuttu málsgrein hafi Primera Air ekki verið viðsemjandinn. Þetta hefur nú verið lagfært.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli lagði 770 milljónir til WOW Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, kom úr vasa forstjórans. 27. nóvember 2018 13:35 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Sjá meira
Skúli lagði 770 milljónir til WOW Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, kom úr vasa forstjórans. 27. nóvember 2018 13:35
Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01
Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55