HB Grandi fer yfir kvótaþakið með kaupunum á Ögurvík Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. nóvember 2018 06:30 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. fréttablaðið/anton brink Í kjölfar kaupa HB Granda á Ögurvík, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti í síðustu viku, ræður fyrrnefnda félagið yfir 12,4 prósentum af heildarkvótanum, talið í þorskígildum, og er þannig komið yfir leyfilegt hámark sem er 12 prósent. Félagið fer með kaupunum einnig yfir 20 prósenta leyfilega hámarkið í ufsa. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna kaupanna sem birt var á vef eftirlitsins á mánudag. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða ber Fiskistofu að tilkynna fyrirtækjum ef aflaheimildir í þeirra eigu fara yfir kvótaþakið og er viðkomandi fyrirtækjum þá veittur sex mánaða frestur til þess að koma aflahlutdeild sinni niður fyrir mörkin. Samkeppniseftirlitið lagði eins og áður sagði blessun sína yfir kaup HB Granda á Ögurvík með þeim rökum að samanlögð markaðshlutdeild félaganna væri einungis um 12 prósent. Eftirlitið bendir þó á að það hafi jafnframt til skoðunar hvort kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur, áður Brims, á ríflega þriðjungshlut í HB Granda, sem gengið var frá í apríl síðastliðnum, hafi falið í sér tilkynningarskyldan samruna í skilningi samkeppnislaga. Verði það niðurstaðan muni eftirlitið meta þau kaup sérstaklega og þá með hliðsjón af kaupum HB Granda á Ögurvík. „Fyrir liggur að með slíkum samruna, sé um samruna að ræða, mun sameinað félag fara enn frekar yfir leyfileg hámörk í ufsa og heildarhlutfalli sem og einnig í karfa og grálúðu,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð HB Granda á Ögurvík er 12,3 milljarðar króna en seljandi er Útgerðarfélag Reykjavíkur, í eigu Guðmundar Kristjánssonar, sem er jafnframt forstjóri og stærsti eigandi HB Granda. Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Sjávarútvegur Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Í kjölfar kaupa HB Granda á Ögurvík, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti í síðustu viku, ræður fyrrnefnda félagið yfir 12,4 prósentum af heildarkvótanum, talið í þorskígildum, og er þannig komið yfir leyfilegt hámark sem er 12 prósent. Félagið fer með kaupunum einnig yfir 20 prósenta leyfilega hámarkið í ufsa. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna kaupanna sem birt var á vef eftirlitsins á mánudag. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða ber Fiskistofu að tilkynna fyrirtækjum ef aflaheimildir í þeirra eigu fara yfir kvótaþakið og er viðkomandi fyrirtækjum þá veittur sex mánaða frestur til þess að koma aflahlutdeild sinni niður fyrir mörkin. Samkeppniseftirlitið lagði eins og áður sagði blessun sína yfir kaup HB Granda á Ögurvík með þeim rökum að samanlögð markaðshlutdeild félaganna væri einungis um 12 prósent. Eftirlitið bendir þó á að það hafi jafnframt til skoðunar hvort kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur, áður Brims, á ríflega þriðjungshlut í HB Granda, sem gengið var frá í apríl síðastliðnum, hafi falið í sér tilkynningarskyldan samruna í skilningi samkeppnislaga. Verði það niðurstaðan muni eftirlitið meta þau kaup sérstaklega og þá með hliðsjón af kaupum HB Granda á Ögurvík. „Fyrir liggur að með slíkum samruna, sé um samruna að ræða, mun sameinað félag fara enn frekar yfir leyfileg hámörk í ufsa og heildarhlutfalli sem og einnig í karfa og grálúðu,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð HB Granda á Ögurvík er 12,3 milljarðar króna en seljandi er Útgerðarfélag Reykjavíkur, í eigu Guðmundar Kristjánssonar, sem er jafnframt forstjóri og stærsti eigandi HB Granda.
Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Sjávarútvegur Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira