Erlent

Mega ekki senda heimilislausum smáskilaboð

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Samskipti með smáskilaboðum þykja ekki örugg.
Samskipti með smáskilaboðum þykja ekki örugg. NORDICPHOTOS/GETTY
Starfsmenn félagsþjónustunnar í Álaborg í Danmörku óttast nú að heimilislausir eða aðrir sem minna mega sín missi nú til dæmis af bókuðum tímum hjá læknum eða tímum hjá hinu opinbera til að fá greiddan framfærslustyrk. Samkvæmt nýjum reglum Evrópusambandsins um persónuvernd má ekki lengur senda smáskilaboð í síma til að minna á bókaða tíma.

Litið er á smáskilaboð sem óörugg samskipti en starfsmenn félagsþjónustunnar benda á að þeir sem hafa litla fjárhagslega getu hafi ekki alltaf aðgang að tölvupósti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×