Vísað af landi brott eftir 16 ára dvöl hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2018 12:00 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Marcel Wojcik, þýsks manns sem dvalið hefur á Íslandi í sextán ár, um að fella úr gildi ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendinga þess efnis að vísa ætti honum úr landi. Brotaferill hans eftir að hafa fengið aðvaranir frá Útlendingastofnun unnu gegn honum í málinu.Fjallað var um mál Marcel í kvöldfréttum Stöðvar 2 í október á síðasta ári en þá gagnrýndi þáverandi eiginkona hans að flytja ætti Marcel úr landi. Sagði hún hann engin tengsl hafa við Þýskaland enda hafi hann dvalið á Íslandi frá því að hann var sextán ára gamall.Þá hafði hann fengið dóm í þýskalandi en var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Þegar rætt var við þáverandi eiginkonu Marcel á síðasta ári var hann að afplána fangelsisdóm. Í dómi Héraðsdóms segir hins vegar að hann hafi lokið afplánun í nóvember og náð sér í vinnu.Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. Sagði þáverandi eiginkona hans að hann hafi horfið af beinu brautinni ungur að aldri eftir fráfall móður hans og algjört afskiptaleysi föður.Sagði hún að fótunum hafi verið kippt undan þeim með ákvörðun Útlendingastofnunar enda áttu þau von á barni þegar fréttastofa ræddi við þáverandi eiginkonu hans í október á síðasta ári.Taldi líklegt að hann myndi enda á götunni í Þýskalandi Í máli sínu gegn ríkinu vísaði Marcel til þess að hann ætti enga fjölskyldu og vini í Þýskalandi og fyrirsjáanlegt væri að hann myndi enda á götunni yrði hann sendur aftur til Þýskalands. Hann ætti íslenska fjölskyldu hér á landi og að það blasi við að ákvörðun um brottvísun fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart honum og gagnvart nánustu og einu aðstandendum hans. Þótt hann hafi verið utanveltu í samfélaginu hér á landi þekkti hann ekkert annað samfélag en það íslenska. Hætt við brottvísun í tvígang en brotin urðu alvarlegri Íslenska ríkið byggði mál sitt meðal annars á því að brotaferill Marcel hafði í tvígang gefið Útlendingastofnun tilefni til að taka til skoðunar að vísa honum frá landi. Í bæði skiptin hafi hins vegar verið fallið frá brottvísun og endurkomubanni, meðal annars vegna þess að Marcel ætti kærustu hér á landi og að hann hefði lokið áfengis- og vímuefnameðferð.Þegar hann hafi hins vegar haldið uppteknum hætti með áframhaldandi brotastarfsemi, auk þess sem brot hans hafi orðið alvarlegri, en á árunum 2014 og 2015 hlaut hann dóma fyrir mun alvarlegri brot en hann hafði hlotið áður, nauðgun og þrjár líkamsárásir, þar af eina sérstaklega hættulega líkamsárás, hafi Útlendingastofnun tekið til skoðunar á ný að vísa Marcel frá landi.Var það mat Útlendingastofnunar að framferði hans fæli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega alvarlega ógn til þess að skilyrði laga um brottvísun væru uppfyllt.Í dómi héraðsdóms segir að ítrekuð brot Marcel á almennum hegningarlögum skjóti nægilegum stoðum undir þá niðurstöðu kærunefndar að framferði hans feli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Horfa þurfi til þess að tvívegis hafi komið til skoðunar að vísa Marcel á brott úr landi, án þess þó að slíkar ráðagerðir hafi haft þau áhrif að hann léti af afbrotum.Voru íslenska ríkið því sýknað af kröfum Marcel og standa því ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um að vísa eigi Marcel af landi brott. Dómsmál Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Marcel Wojcik, þýsks manns sem dvalið hefur á Íslandi í sextán ár, um að fella úr gildi ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendinga þess efnis að vísa ætti honum úr landi. Brotaferill hans eftir að hafa fengið aðvaranir frá Útlendingastofnun unnu gegn honum í málinu.Fjallað var um mál Marcel í kvöldfréttum Stöðvar 2 í október á síðasta ári en þá gagnrýndi þáverandi eiginkona hans að flytja ætti Marcel úr landi. Sagði hún hann engin tengsl hafa við Þýskaland enda hafi hann dvalið á Íslandi frá því að hann var sextán ára gamall.Þá hafði hann fengið dóm í þýskalandi en var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Þegar rætt var við þáverandi eiginkonu Marcel á síðasta ári var hann að afplána fangelsisdóm. Í dómi Héraðsdóms segir hins vegar að hann hafi lokið afplánun í nóvember og náð sér í vinnu.Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. Sagði þáverandi eiginkona hans að hann hafi horfið af beinu brautinni ungur að aldri eftir fráfall móður hans og algjört afskiptaleysi föður.Sagði hún að fótunum hafi verið kippt undan þeim með ákvörðun Útlendingastofnunar enda áttu þau von á barni þegar fréttastofa ræddi við þáverandi eiginkonu hans í október á síðasta ári.Taldi líklegt að hann myndi enda á götunni í Þýskalandi Í máli sínu gegn ríkinu vísaði Marcel til þess að hann ætti enga fjölskyldu og vini í Þýskalandi og fyrirsjáanlegt væri að hann myndi enda á götunni yrði hann sendur aftur til Þýskalands. Hann ætti íslenska fjölskyldu hér á landi og að það blasi við að ákvörðun um brottvísun fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart honum og gagnvart nánustu og einu aðstandendum hans. Þótt hann hafi verið utanveltu í samfélaginu hér á landi þekkti hann ekkert annað samfélag en það íslenska. Hætt við brottvísun í tvígang en brotin urðu alvarlegri Íslenska ríkið byggði mál sitt meðal annars á því að brotaferill Marcel hafði í tvígang gefið Útlendingastofnun tilefni til að taka til skoðunar að vísa honum frá landi. Í bæði skiptin hafi hins vegar verið fallið frá brottvísun og endurkomubanni, meðal annars vegna þess að Marcel ætti kærustu hér á landi og að hann hefði lokið áfengis- og vímuefnameðferð.Þegar hann hafi hins vegar haldið uppteknum hætti með áframhaldandi brotastarfsemi, auk þess sem brot hans hafi orðið alvarlegri, en á árunum 2014 og 2015 hlaut hann dóma fyrir mun alvarlegri brot en hann hafði hlotið áður, nauðgun og þrjár líkamsárásir, þar af eina sérstaklega hættulega líkamsárás, hafi Útlendingastofnun tekið til skoðunar á ný að vísa Marcel frá landi.Var það mat Útlendingastofnunar að framferði hans fæli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega alvarlega ógn til þess að skilyrði laga um brottvísun væru uppfyllt.Í dómi héraðsdóms segir að ítrekuð brot Marcel á almennum hegningarlögum skjóti nægilegum stoðum undir þá niðurstöðu kærunefndar að framferði hans feli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Horfa þurfi til þess að tvívegis hafi komið til skoðunar að vísa Marcel á brott úr landi, án þess þó að slíkar ráðagerðir hafi haft þau áhrif að hann léti af afbrotum.Voru íslenska ríkið því sýknað af kröfum Marcel og standa því ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um að vísa eigi Marcel af landi brott.
Dómsmál Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira