Búast við að tillögu um kaup á WOW air verði frestað Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. nóvember 2018 12:45 Fréttastofan hafði sambandi við tíu stærstu hluthafa Icelandair Group en af tíu stærstu eru sjö lífeyrissjóðir. Fulltrúar stórra hluthafa töldu sennilegt að á hluthafafundinum á föstudag yrði borin uppi tillaga um að fresta afgreiðslu um kaupin á WOW air, Vísir/Vilhelm Stórir hluthafar í Icelandair Group búast við því að afgreiðslu tillögu um kaup félagsins á WOW air, sem til stendur að afgreiða á hluthafafundi á föstudag, verði frestað þangað til betri upplýsingar liggja fyrir um stöðu WOW air eða þeir hafa haft tíma til að kynna sér niðurstöður áreiðanleikakönnunar. Áreiðanleikakönnun Deloitte á WOW air mun liggja fyrir í dag eða á morgun. Kaup Icelandair á WOW air voru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, samþykki Samkeppniseftirlitsins og samþykki hluthafafundar. Á mánudag sendi Icelandair tilkynningu um að félagið teldi ósennilegt að skilyrði kaupanna myndu liggja fyrir áður en hluthafafundur færi fram. Voru viðskipti með hlutabréf í Icelandair stöðvuð tímabundið í Kauphöll Íslands á mánudag af þessum sökum. Í gær sendi Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, bréf til þeirra sem keyptu skuldabréf í útboði félagsins í september síðastliðnum. Þar kemur fram að ýmsir þættir í rekstri og umhverfi félagsins hafi þróast til verri vegar undanfarið sem hafi leitt til þess að félagið vinni nú stíft að því að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Sérstaka athygli vakti að í bréfinu segir Skúli að fleiri en Icelandair hafi sýnt WOW air áhuga. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar féll þetta orðalag í nokkuð grýttan jarðveg innan stjórnar Icelandair Group enda þykir það sérstakt að lýsa því yfir að viðræður standi yfir við aðra þegar á borðinu er undirritaður kaupsamningur við Icelandair um kaup á félaginu. Bréfið hefur þó ekki haft áhrif á afstöðu til samruna félaganna tveggja. Eftir að greint var frá efni bréfsins í fjölmiðlum sendi WOW air frá sér tilkynningu um verri horfur í rekstri félagsins. Þá gætir óþreyju meðal eigenda flugvéla sem eru í rekstri WOW. Síðdegis í gær sendi WOW frá sér tilkynningu þar sem kom fram að fækka myndi um fjórar þotur í flugflota félagsins. Um er að ræða tvær Airbus A320 vélar og tvær Airbus A330 breiðþotur. Ekki hefur komið fram hvaða áhrif þessi fækkun í flugflotanum hafi á vetraráætlun WOW air en í tilkynningu félagsins er sérstaklega ttekið fram að fækkunin muni ekki hafa áhrif á áætlunarflug til Nýju-Delí sem hefst í næsta mánuði.Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, sendi í gær bréf til þeirra sem keyptu skuldabréf í útboði félagsins í september.vísir/gettyÍ ljósi nýjustu tíðinda er eðlilegt að margir spyrji hvaða áhrif þau hafi á samruna WOW air og Icelandair. Á hluthafafundi Icelandair Group kl. 8:30 á föstudagsmorgun stendur til að afgreiða þrjár tillögur. Í fyrsta lagi tillögu um kaup Icelandair á hundrað prósent hlutafjár í WOW air. Í öðru lagi tillögu um hlutafjárhækkun vegna greiðslu á kaupverði fyrir WOW air samkvæmt kaupsamningi og í þriðja lagi tillögu um heimild til stjórnar um hlutafjárhækkun. Fréttastofan hafði sambandi við tíu stærstu hluthafa Icelandair Group en af tíu stærstu eru sjö lífeyrissjóðir. Fulltrúar stórra hluthafa töldu sennilegt að á hluthafafundinum á föstudag yrði borin uppi tillaga um að fresta afgreiðslu um kaupin á WOW air þangað til betri upplýsingar lægju fyrir um stöðu WOW eða þangað til hluthafar hefðu fengið nægan tíma til að kynna sér upplýsingar um stöðu félagsins. Deloitte er um þessar mundir að vinna áreiðanleikakönnun vegna samruna Icelandair og WOW air og eiga niðurstöður hennar að liggja fyrir í dag eða á morgun samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Fulltrúi eins hluthafa sagði að það væri óraunhæft og óeðlilegt að hluthafar Icelandair Group tækju afstöðu til kaupanna á grundvelli áreiðanleikakönnunar sem þeir hefðu fengið kynningu á samdægurs eða daginn áður. „Segjum að við fáum gögn á morgun, mér finnst mjög erfitt að taka ákvörðun um eina af stærri sameiningum Íslandssögunnar hafandi fengið að skoða eina skýrslu í einn dag,“ sagði hann. Heimildir til að fresta hluthafafundi eða fresta afgreiðslu ákveðinna dagskrárliða til framhaldsfundar koma fram í lögum um hlutafélög. Einn hluthafi sagði að það skipti miklu máli hvað stjórn Icelandair Group legði til á fundinum. Ef stjórnin mæti það svo að upplýsingar um WOW air væru fullnægjandi og teldi ekki áhættu fylgja samrunanum þá myndi það skipta miklu máli fyrir afstöðu viðkomandi. Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Óvissa um kaup Icelandair á WOW air Töluverð óvissa er hvort verður af kaupum Icelandair á WOW air en forstjóri WOW hefur lýst yfir að fleiri en Icelandair komi til greina sem kaupendur að félaginu. 27. nóvember 2018 18:51 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Stórir hluthafar í Icelandair Group búast við því að afgreiðslu tillögu um kaup félagsins á WOW air, sem til stendur að afgreiða á hluthafafundi á föstudag, verði frestað þangað til betri upplýsingar liggja fyrir um stöðu WOW air eða þeir hafa haft tíma til að kynna sér niðurstöður áreiðanleikakönnunar. Áreiðanleikakönnun Deloitte á WOW air mun liggja fyrir í dag eða á morgun. Kaup Icelandair á WOW air voru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, samþykki Samkeppniseftirlitsins og samþykki hluthafafundar. Á mánudag sendi Icelandair tilkynningu um að félagið teldi ósennilegt að skilyrði kaupanna myndu liggja fyrir áður en hluthafafundur færi fram. Voru viðskipti með hlutabréf í Icelandair stöðvuð tímabundið í Kauphöll Íslands á mánudag af þessum sökum. Í gær sendi Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, bréf til þeirra sem keyptu skuldabréf í útboði félagsins í september síðastliðnum. Þar kemur fram að ýmsir þættir í rekstri og umhverfi félagsins hafi þróast til verri vegar undanfarið sem hafi leitt til þess að félagið vinni nú stíft að því að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Sérstaka athygli vakti að í bréfinu segir Skúli að fleiri en Icelandair hafi sýnt WOW air áhuga. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar féll þetta orðalag í nokkuð grýttan jarðveg innan stjórnar Icelandair Group enda þykir það sérstakt að lýsa því yfir að viðræður standi yfir við aðra þegar á borðinu er undirritaður kaupsamningur við Icelandair um kaup á félaginu. Bréfið hefur þó ekki haft áhrif á afstöðu til samruna félaganna tveggja. Eftir að greint var frá efni bréfsins í fjölmiðlum sendi WOW air frá sér tilkynningu um verri horfur í rekstri félagsins. Þá gætir óþreyju meðal eigenda flugvéla sem eru í rekstri WOW. Síðdegis í gær sendi WOW frá sér tilkynningu þar sem kom fram að fækka myndi um fjórar þotur í flugflota félagsins. Um er að ræða tvær Airbus A320 vélar og tvær Airbus A330 breiðþotur. Ekki hefur komið fram hvaða áhrif þessi fækkun í flugflotanum hafi á vetraráætlun WOW air en í tilkynningu félagsins er sérstaklega ttekið fram að fækkunin muni ekki hafa áhrif á áætlunarflug til Nýju-Delí sem hefst í næsta mánuði.Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, sendi í gær bréf til þeirra sem keyptu skuldabréf í útboði félagsins í september.vísir/gettyÍ ljósi nýjustu tíðinda er eðlilegt að margir spyrji hvaða áhrif þau hafi á samruna WOW air og Icelandair. Á hluthafafundi Icelandair Group kl. 8:30 á föstudagsmorgun stendur til að afgreiða þrjár tillögur. Í fyrsta lagi tillögu um kaup Icelandair á hundrað prósent hlutafjár í WOW air. Í öðru lagi tillögu um hlutafjárhækkun vegna greiðslu á kaupverði fyrir WOW air samkvæmt kaupsamningi og í þriðja lagi tillögu um heimild til stjórnar um hlutafjárhækkun. Fréttastofan hafði sambandi við tíu stærstu hluthafa Icelandair Group en af tíu stærstu eru sjö lífeyrissjóðir. Fulltrúar stórra hluthafa töldu sennilegt að á hluthafafundinum á föstudag yrði borin uppi tillaga um að fresta afgreiðslu um kaupin á WOW air þangað til betri upplýsingar lægju fyrir um stöðu WOW eða þangað til hluthafar hefðu fengið nægan tíma til að kynna sér upplýsingar um stöðu félagsins. Deloitte er um þessar mundir að vinna áreiðanleikakönnun vegna samruna Icelandair og WOW air og eiga niðurstöður hennar að liggja fyrir í dag eða á morgun samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Fulltrúi eins hluthafa sagði að það væri óraunhæft og óeðlilegt að hluthafar Icelandair Group tækju afstöðu til kaupanna á grundvelli áreiðanleikakönnunar sem þeir hefðu fengið kynningu á samdægurs eða daginn áður. „Segjum að við fáum gögn á morgun, mér finnst mjög erfitt að taka ákvörðun um eina af stærri sameiningum Íslandssögunnar hafandi fengið að skoða eina skýrslu í einn dag,“ sagði hann. Heimildir til að fresta hluthafafundi eða fresta afgreiðslu ákveðinna dagskrárliða til framhaldsfundar koma fram í lögum um hlutafélög. Einn hluthafi sagði að það skipti miklu máli hvað stjórn Icelandair Group legði til á fundinum. Ef stjórnin mæti það svo að upplýsingar um WOW air væru fullnægjandi og teldi ekki áhættu fylgja samrunanum þá myndi það skipta miklu máli fyrir afstöðu viðkomandi.
Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Óvissa um kaup Icelandair á WOW air Töluverð óvissa er hvort verður af kaupum Icelandair á WOW air en forstjóri WOW hefur lýst yfir að fleiri en Icelandair komi til greina sem kaupendur að félaginu. 27. nóvember 2018 18:51 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00
Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01
Óvissa um kaup Icelandair á WOW air Töluverð óvissa er hvort verður af kaupum Icelandair á WOW air en forstjóri WOW hefur lýst yfir að fleiri en Icelandair komi til greina sem kaupendur að félaginu. 27. nóvember 2018 18:51