Leggja stjórnvaldssekt á RÚV vegna auglýsingasölu í kringum HM Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 13:56 Síminn kvartaði til fjölmiðlanefndar vegna háttsemi Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í tengslum við HM. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlanefnd hefur lagt stjórnvaldssekt á Ríkisútvarpið vegna kostunar á dagskrárliðnum Saga HM sem sýndur var á RÚV í vor og vegna ófullnægjandi birtingar gjaldskrár fyrir auglýsingar og kostanir í tengslum við HM karla í knattspyrnu á árinu. Áður hafði Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hafi ekki gengið gegn samkeppnislögum með háttsemi sinni. Síminn kvartaði til fjölmiðlanefndar vegna háttsemi Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í tengslum við mótið. Þá bárust fjölmiðlanefnd óformlegar ábendingar sama efnis frá öðrum keppinautum RÚV. Síminn kvartaði yfir því að RÚV hefði skilyrt kjör til viðskiptavina og skyldað þá til að kaupa auglýsingar fyrir tiltekna lágmarksfjárhæð vildu þeir fá birtar auglýsingar í tilteknum auglýsingaplássum vegna HM. Fyrirtækið kvartaði einnig fyrir því að RÚV hefði vikið frá birtri gjaldskrá og boðið auglýsingar vegna HM með tilboðum og afsláttarkjörum án þess að gagnsæi ríki um þau kjör og tilboð og án þess að þau væru birt á vef RÚV í samræmi við 5. Mgr. 7.gr. laga um Ríkisútvarpið.Óheimilt að kosta dagskrárlið Í niðurstöðu fjölmiðlanefndar segir að Ríkisútvarpinu hafi verið óheimilt að kosta þáttaröðina Saga HM, sem sýnd var á RÚV á fjögurra mánaða tímabili í aðdraganda HM 2018. Fjölmiðlanefnd gat ekki fallist á að söguleg upprifjun á fyrri heimsmeistarakeppnum sem sýnd var á margra vikna tímabili í aðdraganda mótsins gæti talist beintengd HM 2018. Þáttaröðin telst ekki falla undir lögbundnar undantekningar frá banni við kostun dagskrárefnis á RÚV og hafi Ríkisútvarpið því með kostun þáttanna brotið gegn 2. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið. Þá hafi birting gjaldskrár fyrir auglýsingar og kostanir í tengslum við HM 2018 á RÚV verið ófullnægjandi og farið í bága við 5. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið. Fram kemur að Ríkisútvarpið hafi samþykkt að gæta betur að samræmdri birtingu framvegis, þar með talið á vef félagsins, og hafi þegar gert viðeigandi úrbætur varðandi birtingu gjaldskrár fyrir auglýsingar og kostanir á vefnum. Ríkisútvarpinu er gert að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segist í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í dag vera sáttur við niðurstöðuna. „Fjölmiðlanefnd tekur undir túlkun RÚV í öllu helsta umkvörtunarefni Símans. Í því felst viðurkenning á mikilvægri stöðu RÚV á fjölmiðlamarkaði. Við leggjum áherslu á að fylgja þeim reglum sem gilda um þennan þátt starfseminnar rétt eins og starfsfólk RÚV tekur hlutverk sitt í almannaþjónustu alvarlega.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segja RÚV hafa farið fram með offorsi Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvanna Hringbrautar og N4 sakar auglýsingadeild Ríkisútvarpsins hafa farið fram með miklu offorsi í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 18. júní 2018 06:04 RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum. 20. júní 2018 18:30 Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29 Bestu auglýsingapláss RÚV seld í tugmilljóna króna pökkum Ríkisfjölmiðillinn er sakaður um að einoka auglýsingamarkaðinn í krafti stöðu sinnar og sýningarréttar á HM. Kynning á auglýsingapökkum RÚV sýna að Premium-auglýsingapakkar kostuðu að lágmarki 10 milljónir króna með bindingu um auglýsingar fram yfir HM. Kostnaður RÚV vegna HM áætlaður 220 milljónir. 19. júní 2018 06:00 Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Fjölmiðlanefnd hefur lagt stjórnvaldssekt á Ríkisútvarpið vegna kostunar á dagskrárliðnum Saga HM sem sýndur var á RÚV í vor og vegna ófullnægjandi birtingar gjaldskrár fyrir auglýsingar og kostanir í tengslum við HM karla í knattspyrnu á árinu. Áður hafði Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hafi ekki gengið gegn samkeppnislögum með háttsemi sinni. Síminn kvartaði til fjölmiðlanefndar vegna háttsemi Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í tengslum við mótið. Þá bárust fjölmiðlanefnd óformlegar ábendingar sama efnis frá öðrum keppinautum RÚV. Síminn kvartaði yfir því að RÚV hefði skilyrt kjör til viðskiptavina og skyldað þá til að kaupa auglýsingar fyrir tiltekna lágmarksfjárhæð vildu þeir fá birtar auglýsingar í tilteknum auglýsingaplássum vegna HM. Fyrirtækið kvartaði einnig fyrir því að RÚV hefði vikið frá birtri gjaldskrá og boðið auglýsingar vegna HM með tilboðum og afsláttarkjörum án þess að gagnsæi ríki um þau kjör og tilboð og án þess að þau væru birt á vef RÚV í samræmi við 5. Mgr. 7.gr. laga um Ríkisútvarpið.Óheimilt að kosta dagskrárlið Í niðurstöðu fjölmiðlanefndar segir að Ríkisútvarpinu hafi verið óheimilt að kosta þáttaröðina Saga HM, sem sýnd var á RÚV á fjögurra mánaða tímabili í aðdraganda HM 2018. Fjölmiðlanefnd gat ekki fallist á að söguleg upprifjun á fyrri heimsmeistarakeppnum sem sýnd var á margra vikna tímabili í aðdraganda mótsins gæti talist beintengd HM 2018. Þáttaröðin telst ekki falla undir lögbundnar undantekningar frá banni við kostun dagskrárefnis á RÚV og hafi Ríkisútvarpið því með kostun þáttanna brotið gegn 2. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið. Þá hafi birting gjaldskrár fyrir auglýsingar og kostanir í tengslum við HM 2018 á RÚV verið ófullnægjandi og farið í bága við 5. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið. Fram kemur að Ríkisútvarpið hafi samþykkt að gæta betur að samræmdri birtingu framvegis, þar með talið á vef félagsins, og hafi þegar gert viðeigandi úrbætur varðandi birtingu gjaldskrár fyrir auglýsingar og kostanir á vefnum. Ríkisútvarpinu er gert að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segist í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í dag vera sáttur við niðurstöðuna. „Fjölmiðlanefnd tekur undir túlkun RÚV í öllu helsta umkvörtunarefni Símans. Í því felst viðurkenning á mikilvægri stöðu RÚV á fjölmiðlamarkaði. Við leggjum áherslu á að fylgja þeim reglum sem gilda um þennan þátt starfseminnar rétt eins og starfsfólk RÚV tekur hlutverk sitt í almannaþjónustu alvarlega.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segja RÚV hafa farið fram með offorsi Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvanna Hringbrautar og N4 sakar auglýsingadeild Ríkisútvarpsins hafa farið fram með miklu offorsi í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 18. júní 2018 06:04 RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum. 20. júní 2018 18:30 Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29 Bestu auglýsingapláss RÚV seld í tugmilljóna króna pökkum Ríkisfjölmiðillinn er sakaður um að einoka auglýsingamarkaðinn í krafti stöðu sinnar og sýningarréttar á HM. Kynning á auglýsingapökkum RÚV sýna að Premium-auglýsingapakkar kostuðu að lágmarki 10 milljónir króna með bindingu um auglýsingar fram yfir HM. Kostnaður RÚV vegna HM áætlaður 220 milljónir. 19. júní 2018 06:00 Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Segja RÚV hafa farið fram með offorsi Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvanna Hringbrautar og N4 sakar auglýsingadeild Ríkisútvarpsins hafa farið fram með miklu offorsi í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 18. júní 2018 06:04
RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum. 20. júní 2018 18:30
Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29
Bestu auglýsingapláss RÚV seld í tugmilljóna króna pökkum Ríkisfjölmiðillinn er sakaður um að einoka auglýsingamarkaðinn í krafti stöðu sinnar og sýningarréttar á HM. Kynning á auglýsingapökkum RÚV sýna að Premium-auglýsingapakkar kostuðu að lágmarki 10 milljónir króna með bindingu um auglýsingar fram yfir HM. Kostnaður RÚV vegna HM áætlaður 220 milljónir. 19. júní 2018 06:00
Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45