„Létu okkur líta út eins og slátrara inn á vellinum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 08:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ræðir við dómarann eftir leik. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en ánægður með leikaraskap og leiktafir leikmanna Paris Saint-Germain í tapleik Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöldi. PSG komst í 2-0 í fyrri hálfleik og hélt út í þeim seinni þar sem liggur við meiri tími fór að huga að meiddum mönnum Parísarliðsins en fór í sjálfan fótboltann inn á vellinum. Klopp var mjög pirraður út í taktík franska liðsins í viðtali eftir leikinn. BBC segir frá. Klopp hneyklaðist meðal annars á því að Joe Gomez hafi fengið að líta gula spjaldið í þessum leik. „Hann er greinilega ekki lengur vinalegasti strákurinn á jörðinni,“ sagði Klopp. Liverpool náði ekki inn jöfnunarmarkinu þrátt fyrir pressu í seinni hálfleiknum. Leikmenn PSG notuðu líka hvert tækifæri til að liggja í grasinu og tefja leikinn.Jurgen Klopp vented his anger after Liverpool’s Champions League defeat. Was it sour grapes or did he have a point? Readhttps://t.co/B9tK0lo5RYpic.twitter.com/Is8uXtvbYp — BBC Sport (@BBCSport) November 28, 2018„Ég veit að fyrirsagnirnar munu snúast um annað en allar þessar truflanir voru ekki til fyrirmyndar,“ sagði Klopp. „Við höfum unnið háttvísiverðlaunin tvisvar í Englandi en í kvöld létu þeir okkur líta út eins og slátrara með öllum þessum gulum spjöldum,“ sagði Klopp. „Þetta var klókt af PSG og þá sérstaklega af Neymar. Það voru hinsvegar mun fleiri sem fóru í grasið eins og þeir væru stórslasaðir,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp vildi líka fá rautt spjald á miðjumanninn Marco Verratti fyrir brotið á Joe Gomez eftir 24 mínútna leik. Verratti slapp með gula spjaldið og hefði svo vel getað fengið annað gult spjald seinna í leiknum en slapp þá aftur. „Allir hafa augu og allir sáu þetta. Það er hinsvegar ekki frétt nema ef að ég sé það. Þetta var rautt spjald að mínu mati en það breytir engu. Mér er sama. Ég var í góðri aðstöðu til að sjá þetta og þetta var ekki bara eins og hvert annað gult spjald,“ sagði Klopp. Liverpool þarf nú að vinna tveggja marka sigur á Napoli í lokaleiknum á Anfield til að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er allt annað en létt verk. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en ánægður með leikaraskap og leiktafir leikmanna Paris Saint-Germain í tapleik Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöldi. PSG komst í 2-0 í fyrri hálfleik og hélt út í þeim seinni þar sem liggur við meiri tími fór að huga að meiddum mönnum Parísarliðsins en fór í sjálfan fótboltann inn á vellinum. Klopp var mjög pirraður út í taktík franska liðsins í viðtali eftir leikinn. BBC segir frá. Klopp hneyklaðist meðal annars á því að Joe Gomez hafi fengið að líta gula spjaldið í þessum leik. „Hann er greinilega ekki lengur vinalegasti strákurinn á jörðinni,“ sagði Klopp. Liverpool náði ekki inn jöfnunarmarkinu þrátt fyrir pressu í seinni hálfleiknum. Leikmenn PSG notuðu líka hvert tækifæri til að liggja í grasinu og tefja leikinn.Jurgen Klopp vented his anger after Liverpool’s Champions League defeat. Was it sour grapes or did he have a point? Readhttps://t.co/B9tK0lo5RYpic.twitter.com/Is8uXtvbYp — BBC Sport (@BBCSport) November 28, 2018„Ég veit að fyrirsagnirnar munu snúast um annað en allar þessar truflanir voru ekki til fyrirmyndar,“ sagði Klopp. „Við höfum unnið háttvísiverðlaunin tvisvar í Englandi en í kvöld létu þeir okkur líta út eins og slátrara með öllum þessum gulum spjöldum,“ sagði Klopp. „Þetta var klókt af PSG og þá sérstaklega af Neymar. Það voru hinsvegar mun fleiri sem fóru í grasið eins og þeir væru stórslasaðir,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp vildi líka fá rautt spjald á miðjumanninn Marco Verratti fyrir brotið á Joe Gomez eftir 24 mínútna leik. Verratti slapp með gula spjaldið og hefði svo vel getað fengið annað gult spjald seinna í leiknum en slapp þá aftur. „Allir hafa augu og allir sáu þetta. Það er hinsvegar ekki frétt nema ef að ég sé það. Þetta var rautt spjald að mínu mati en það breytir engu. Mér er sama. Ég var í góðri aðstöðu til að sjá þetta og þetta var ekki bara eins og hvert annað gult spjald,“ sagði Klopp. Liverpool þarf nú að vinna tveggja marka sigur á Napoli í lokaleiknum á Anfield til að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er allt annað en létt verk.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Sjá meira