Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Gissur Sigurðsson skrifar 29. nóvember 2018 07:08 Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. Vísir/Hanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði björgunarsveitir út í nótt eftir mikið varð um útköll vegna veðurs þar sem byggingarefni, þakplötur, girðingar, lausir munir, jólatré og fleira fóru að fjúka og valda skemmdum á bílum og örðu sem fyrir varð. Annars er þegar farið að draga úr vindstyrk í borginni, en þar eru þó enn gul stormviðvörun í gildi fram að hádegi á morgun líkt og alls staðar annarsstaðar á landinu nema á Suðaustur landi þar sem appelsínu gul viðvörun er í gildi fram yfir hádegi í dag, vegna ofsaveðurs, einkum sunnan jökla og í Fljótshlíð og Öræfum. Vindmælirinn á Lómagnúpi austan við Klaustur, brast eða fauk um koll þegar mælingar hans í hviðu voru komnar upp í 50 metra á sekúndu. Þá hefur talsvert snjóað á Norðausturlandi. Annars hefur veðurofsinn náð hámarki og úr þessu fer hægt og rólega að draga úr honum, að sögn Daníels Þorlákssonar veðurfræðings, nú undir morgun. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar hafa staðið vaktina við lokunarpósta Vegagerðarinnar í nótt til að beina vegfarendum frá hættulegum vegköflum. Þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli austur að Vík í Mýrdal og frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni var lokað, einnig um Kjalarnes, Öræfi, Öxi, Fjarðarheiði, Nesjavallaleið, Vestfjarðaleið um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar og Bíldudalsvegi. Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. Áhersla hefur verið lögð á að koma skilaboðum til þeirra með öllum tiltækum ráðum og er fréttastofunni ekki kunnugt um að neinir ferðamenn hafi lent í vanda. Vegagerðarmenn eru byrjaðir að kanna aðstæður og verður væntanlega farið að opna leiðir með morgninum eftir því sem það telst óhætt. Mýrdalshreppur Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði björgunarsveitir út í nótt eftir mikið varð um útköll vegna veðurs þar sem byggingarefni, þakplötur, girðingar, lausir munir, jólatré og fleira fóru að fjúka og valda skemmdum á bílum og örðu sem fyrir varð. Annars er þegar farið að draga úr vindstyrk í borginni, en þar eru þó enn gul stormviðvörun í gildi fram að hádegi á morgun líkt og alls staðar annarsstaðar á landinu nema á Suðaustur landi þar sem appelsínu gul viðvörun er í gildi fram yfir hádegi í dag, vegna ofsaveðurs, einkum sunnan jökla og í Fljótshlíð og Öræfum. Vindmælirinn á Lómagnúpi austan við Klaustur, brast eða fauk um koll þegar mælingar hans í hviðu voru komnar upp í 50 metra á sekúndu. Þá hefur talsvert snjóað á Norðausturlandi. Annars hefur veðurofsinn náð hámarki og úr þessu fer hægt og rólega að draga úr honum, að sögn Daníels Þorlákssonar veðurfræðings, nú undir morgun. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar hafa staðið vaktina við lokunarpósta Vegagerðarinnar í nótt til að beina vegfarendum frá hættulegum vegköflum. Þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli austur að Vík í Mýrdal og frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni var lokað, einnig um Kjalarnes, Öræfi, Öxi, Fjarðarheiði, Nesjavallaleið, Vestfjarðaleið um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar og Bíldudalsvegi. Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. Áhersla hefur verið lögð á að koma skilaboðum til þeirra með öllum tiltækum ráðum og er fréttastofunni ekki kunnugt um að neinir ferðamenn hafi lent í vanda. Vegagerðarmenn eru byrjaðir að kanna aðstæður og verður væntanlega farið að opna leiðir með morgninum eftir því sem það telst óhætt.
Mýrdalshreppur Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira