„Þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 18:22 Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. vísir/vilhelm Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að það hafi verið fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða hjá Airport Associates fyrir einhverjum vikum síðan vegna stöðu WOW air. 237 starfsmönnum Airport Associates var sagt störfum í dag og er fjöldi þeirra þeirra í Verslunarmannafélaginu. Fyrirtækið er stærsti þjónustuaðili WOW air. „Það var nú eiginlega fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða fyrir einhverjum vikum síðan. En tíðindi morgunsins þegar það lá ljóst fyrir að Icelandair myndi ekki kaupa WOW gerði það að verkum að þetta fyrirtæki varð að grípa til einhverra varúðarráðstafana. Þær því miður fólust í því að 237 einstaklingum var sagt upp störfum núna áðan,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Hann segir að ef allt færi á versta veg með gjaldþroti WOW air þá er þetta niðurstaðan. „Já, ef allt færi á versta veg þá er þetta niðurstaðan. En ef eiganda WOW air gengur eitthvað að selja fyrirtækið eins og hann er að lýsa yfir að komi til greina þá mun einhver hópur af þessum 237 verða endurráðinn. Hversu stóran vitum við ekki núna en vonandi tekst mönnum eitthvað í þessu.“Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.Mynd/Bein leiðStarfsmenn Airport Associates eru með mislangan uppsagnarfrest að sögn Guðbrands. Það fari eftir því í hvaða stéttarfélagi starfsfólk er í og hversu lengi það hefur starfað hjá fyrirtækinu. Hann segir að allir séu nú að leita leita til að láta höggið verða eins dempað og hægt er, eins og hann orðar það. „Þó að þetta sé auðvitað bara skelfileg staða að fá þetta í andlitið svona rétt fyrir jólin,“ segir Guðbrandur. Hann segir að mikið af erlendum starfsmönnum sem séu búsettir í Reykjanesbæ hafi misst vinnuna. Aðspurður hvort að það hafi komið á óvart að svo mikill fjöldi hafi misst vinnuna segir hann svo vera. „Fyrirtækið var búið að segja við okkur að hugsanlega væri hægt að halda ráðningarsamningi við alla með ýmsum aðgerðum ef þetta færi þannig að Icelandair myndi kaupa WOW air. Þrátt fyrir að það væri verið að fækka flugvélum um fjórar en þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða. Okkur datt ekki í hug að þetta yrði nánast helmingurinn af starfsmannafjölda fyrirtækisins. Það er auðvitað rosalegt högg.“ Icelandair Reykjanesbær WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að það hafi verið fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða hjá Airport Associates fyrir einhverjum vikum síðan vegna stöðu WOW air. 237 starfsmönnum Airport Associates var sagt störfum í dag og er fjöldi þeirra þeirra í Verslunarmannafélaginu. Fyrirtækið er stærsti þjónustuaðili WOW air. „Það var nú eiginlega fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða fyrir einhverjum vikum síðan. En tíðindi morgunsins þegar það lá ljóst fyrir að Icelandair myndi ekki kaupa WOW gerði það að verkum að þetta fyrirtæki varð að grípa til einhverra varúðarráðstafana. Þær því miður fólust í því að 237 einstaklingum var sagt upp störfum núna áðan,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Hann segir að ef allt færi á versta veg með gjaldþroti WOW air þá er þetta niðurstaðan. „Já, ef allt færi á versta veg þá er þetta niðurstaðan. En ef eiganda WOW air gengur eitthvað að selja fyrirtækið eins og hann er að lýsa yfir að komi til greina þá mun einhver hópur af þessum 237 verða endurráðinn. Hversu stóran vitum við ekki núna en vonandi tekst mönnum eitthvað í þessu.“Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.Mynd/Bein leiðStarfsmenn Airport Associates eru með mislangan uppsagnarfrest að sögn Guðbrands. Það fari eftir því í hvaða stéttarfélagi starfsfólk er í og hversu lengi það hefur starfað hjá fyrirtækinu. Hann segir að allir séu nú að leita leita til að láta höggið verða eins dempað og hægt er, eins og hann orðar það. „Þó að þetta sé auðvitað bara skelfileg staða að fá þetta í andlitið svona rétt fyrir jólin,“ segir Guðbrandur. Hann segir að mikið af erlendum starfsmönnum sem séu búsettir í Reykjanesbæ hafi misst vinnuna. Aðspurður hvort að það hafi komið á óvart að svo mikill fjöldi hafi misst vinnuna segir hann svo vera. „Fyrirtækið var búið að segja við okkur að hugsanlega væri hægt að halda ráðningarsamningi við alla með ýmsum aðgerðum ef þetta færi þannig að Icelandair myndi kaupa WOW air. Þrátt fyrir að það væri verið að fækka flugvélum um fjórar en þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða. Okkur datt ekki í hug að þetta yrði nánast helmingurinn af starfsmannafjölda fyrirtækisins. Það er auðvitað rosalegt högg.“
Icelandair Reykjanesbær WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
„Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00
237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent