Sjónvarpinu verði stýrt með huganum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2018 11:00 Samsung er með margt í kortunum. Vísir/Getty Samsung þróar um þessar mundir hugbúnað fyrir snjallsjónvörp svo að hægt sé að stýra þeim með hugsununum einum saman. Verkefnið nefnist Pontis og er sérstaklega hugsað fyrir fólk með fötlun. Á ráðstefnu í San Francisco í vikunni sagði talsmaður fyrirtækisins að Samsung vildi þannig „gera notendum með líkamlegar fatlanir kleift að skipta um stöð eða hækka og lækka með heilanum“. CNet greindi frá þessu. Verkefnið er ekki bara hugmynd heldur var frumgerð til sýnis á ráðstefnunni. „Við erum sífellt að þróa tækni sem er flóknari, snjallari, en við megum ekki gleyma því að tæknin þarf að vera sniðin að notandanum,“ hafði CNet eftir talsmanninum. Til þess að stýra sjónvarpinu mun notandi þurfa að vera með sérstaka hettu sem þakin er skynjurum og horfa í augnmyndavél sem skráir hreyfingar augnanna. Þessi hetta er svo tengd við tölvu sem er síðan tengd við sjónvarpið. Birtist í Fréttablaðinu Samsung Tækni Mest lesið Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samsung þróar um þessar mundir hugbúnað fyrir snjallsjónvörp svo að hægt sé að stýra þeim með hugsununum einum saman. Verkefnið nefnist Pontis og er sérstaklega hugsað fyrir fólk með fötlun. Á ráðstefnu í San Francisco í vikunni sagði talsmaður fyrirtækisins að Samsung vildi þannig „gera notendum með líkamlegar fatlanir kleift að skipta um stöð eða hækka og lækka með heilanum“. CNet greindi frá þessu. Verkefnið er ekki bara hugmynd heldur var frumgerð til sýnis á ráðstefnunni. „Við erum sífellt að þróa tækni sem er flóknari, snjallari, en við megum ekki gleyma því að tæknin þarf að vera sniðin að notandanum,“ hafði CNet eftir talsmanninum. Til þess að stýra sjónvarpinu mun notandi þurfa að vera með sérstaka hettu sem þakin er skynjurum og horfa í augnmyndavél sem skráir hreyfingar augnanna. Þessi hetta er svo tengd við tölvu sem er síðan tengd við sjónvarpið.
Birtist í Fréttablaðinu Samsung Tækni Mest lesið Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira