Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. nóvember 2018 07:00 Banksy vakti ávallt athygli gesta á skrifstofu Jóns Gnarr. Fréttablaðið/GVA „Þetta var bara til mín, þannig var það skilgreint, að þetta var persónulega ætlað mér,“ segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, um gjöf sem hann fékk frá götulistamanninum heimsþekkta Banksy, þegar hann var borgarstjóri. Myndin prýddi borgarstjóraskrifstofu Jóns, að kröfu listamannsins, frá því að hann fékk hana og þar til hann lét af embætti. Nýverið birti Jón Gnarr mynd af sér á Twitter þar sem sjá mátti að myndin, sem telja má einstaka, prýðir nú vegg á heimili hans. Í viðtali við Jón frá árinu 2012 við vefinn The Rumpus berst verkið á skrifstofu hans í tal. Þar upplýsir Jón að hann hafi sent Banksy skilaboð og óskað eftir mynd. Hann hafi fengið jákvætt svar frá talskonu listamannsins, gegn því skilyrði að hún myndi hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar. Banksy virðist því hafa verið upplýstur um að þarna hafi borgarstjóri Reykjavíkur verið að óska eftir mynd, en strangar reglur gilda um gjafir sem kjörnir fulltrúar mega þiggja. Kveðið er á um það í siðareglum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. Aðspurður kveðst Jón hins vegar ekki hafa óskað eftir myndinni í krafti borgarstjóraembættisins.Banksy í stofunni. Twitter/Jón Gnarr„Nei, það var ekkert. Ég hafði samband við hann og óskaði eftir að fá verk frá honum og eftirlét honum með hvaða hætti eða hvernig verk það væri. Þannig að hann vildi bara gefa mér þetta verk. Hann gerir það voða sjaldan. Hann gefur yfirleitt ekki verk,“ segir Jón. Hann segir að þegar upp var staðið, hafi enginn vafi leikið á því að verkið tilheyrði honum en ekki embættinu. „Það var enginn í neinum vafa um að þetta var eitthvað sem tilheyrði mér og hafði ekkert með það að gera að ég væri borgarstjóri. Það er voða mikið prótókol á því hvað þú mátt þiggja af gjöfum, en sem einstaklingur máttu alveg fá gjafiir. Það var aldrei skilningur neins að þetta væri einhverjum vafa undirorpið. Hefði ég haldið að það væri einhver minnsti vafi á því hefði ég aldrei þegið það.“ Miðað við stærð verksins og sérstöðu má áætla að það sé hæglega milljónavirði sé miðað við sölu- og uppboðsverð á eftirprentunum víða á netinu. Jón kveðst þó aldrei hafa látið meta það. Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
„Þetta var bara til mín, þannig var það skilgreint, að þetta var persónulega ætlað mér,“ segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, um gjöf sem hann fékk frá götulistamanninum heimsþekkta Banksy, þegar hann var borgarstjóri. Myndin prýddi borgarstjóraskrifstofu Jóns, að kröfu listamannsins, frá því að hann fékk hana og þar til hann lét af embætti. Nýverið birti Jón Gnarr mynd af sér á Twitter þar sem sjá mátti að myndin, sem telja má einstaka, prýðir nú vegg á heimili hans. Í viðtali við Jón frá árinu 2012 við vefinn The Rumpus berst verkið á skrifstofu hans í tal. Þar upplýsir Jón að hann hafi sent Banksy skilaboð og óskað eftir mynd. Hann hafi fengið jákvætt svar frá talskonu listamannsins, gegn því skilyrði að hún myndi hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar. Banksy virðist því hafa verið upplýstur um að þarna hafi borgarstjóri Reykjavíkur verið að óska eftir mynd, en strangar reglur gilda um gjafir sem kjörnir fulltrúar mega þiggja. Kveðið er á um það í siðareglum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. Aðspurður kveðst Jón hins vegar ekki hafa óskað eftir myndinni í krafti borgarstjóraembættisins.Banksy í stofunni. Twitter/Jón Gnarr„Nei, það var ekkert. Ég hafði samband við hann og óskaði eftir að fá verk frá honum og eftirlét honum með hvaða hætti eða hvernig verk það væri. Þannig að hann vildi bara gefa mér þetta verk. Hann gerir það voða sjaldan. Hann gefur yfirleitt ekki verk,“ segir Jón. Hann segir að þegar upp var staðið, hafi enginn vafi leikið á því að verkið tilheyrði honum en ekki embættinu. „Það var enginn í neinum vafa um að þetta var eitthvað sem tilheyrði mér og hafði ekkert með það að gera að ég væri borgarstjóri. Það er voða mikið prótókol á því hvað þú mátt þiggja af gjöfum, en sem einstaklingur máttu alveg fá gjafiir. Það var aldrei skilningur neins að þetta væri einhverjum vafa undirorpið. Hefði ég haldið að það væri einhver minnsti vafi á því hefði ég aldrei þegið það.“ Miðað við stærð verksins og sérstöðu má áætla að það sé hæglega milljónavirði sé miðað við sölu- og uppboðsverð á eftirprentunum víða á netinu. Jón kveðst þó aldrei hafa látið meta það.
Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira