Dagur gagnrýnir önnur sveitarfélög vegna félagslegra íbúða Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 13:15 Dagur B. Eggertsson í Víglínunni í morgun. Vísir/Skjáskot Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg sé með flestar félagslegar leiguíbúðir á hverja þúsund íbúa. Hann segist hafa vakið athygli á málinu í mörg ár. „Mér finnst það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg dragi ein vagninn í þessu. Ef þetta væri þannig að þetta væri staðan og við sæjum áætlanir annarra um að taka sig á og byggja sig upp að þá gætum við kannski sýnt því ákveðinn skilning. Þetta er búið að vera svona í mörg ár, ég hef bent á þetta í mörg ár. Nú þegar að við horfum á áætlanir sveitarfélaga að þá er Reykjavík áfram með mjög metnaðarfulla áætlun um að fjölga félagslegum leiguíbúðum. En við sjáum þessar áætlanir ekki á borðinu frá öðrum og ég ítreka bara og kalla eftir því að þær komi fram því að ef við stækkum síðan myndina þá sjáum við að sama máli gegnir þegar kemur að samstarfi við verkalýðshreyfinguna þar sem við erum að koma upp um 1000 íbúðum í Reykjavík. Þær eru jú 150 íbúðir í Hafnarfirði en síðan varla söguna meir í sveitarfélögunum hérna í kringum okkur,“ segir Dagur. Dagur bendir einnig á að Reykjavíkurborg standi framarlega hvað varðar stúdentaíbúðir og bendir á samstarf þeirra við önnur félög. „Við erum síðan að vinna með fullt af félögum eldri borgara og við erum að vinna með Búseta. Þannig við erum með heildstæða húsnæðisáætlun vegna þess að við gerum okkur grein fyrir því að það er stór hluti markaðarins sem getur keypt sér íbúð. En það er líka umtalsverður hluti markaðarins sem á erfitt með það, þarf að treysta á örugga leigu eða félagslegar íbúðir og það verður að sinna öllum á húsnæðismarkaði,“ segir Dagur. Borgarstjórn Húsnæðismál Víglínan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg sé með flestar félagslegar leiguíbúðir á hverja þúsund íbúa. Hann segist hafa vakið athygli á málinu í mörg ár. „Mér finnst það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg dragi ein vagninn í þessu. Ef þetta væri þannig að þetta væri staðan og við sæjum áætlanir annarra um að taka sig á og byggja sig upp að þá gætum við kannski sýnt því ákveðinn skilning. Þetta er búið að vera svona í mörg ár, ég hef bent á þetta í mörg ár. Nú þegar að við horfum á áætlanir sveitarfélaga að þá er Reykjavík áfram með mjög metnaðarfulla áætlun um að fjölga félagslegum leiguíbúðum. En við sjáum þessar áætlanir ekki á borðinu frá öðrum og ég ítreka bara og kalla eftir því að þær komi fram því að ef við stækkum síðan myndina þá sjáum við að sama máli gegnir þegar kemur að samstarfi við verkalýðshreyfinguna þar sem við erum að koma upp um 1000 íbúðum í Reykjavík. Þær eru jú 150 íbúðir í Hafnarfirði en síðan varla söguna meir í sveitarfélögunum hérna í kringum okkur,“ segir Dagur. Dagur bendir einnig á að Reykjavíkurborg standi framarlega hvað varðar stúdentaíbúðir og bendir á samstarf þeirra við önnur félög. „Við erum síðan að vinna með fullt af félögum eldri borgara og við erum að vinna með Búseta. Þannig við erum með heildstæða húsnæðisáætlun vegna þess að við gerum okkur grein fyrir því að það er stór hluti markaðarins sem getur keypt sér íbúð. En það er líka umtalsverður hluti markaðarins sem á erfitt með það, þarf að treysta á örugga leigu eða félagslegar íbúðir og það verður að sinna öllum á húsnæðismarkaði,“ segir Dagur.
Borgarstjórn Húsnæðismál Víglínan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira