Ferðamaðurinn biðst fyrirgefningar á utanvegaakstrinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2018 13:00 Skjáskot úr myndbandi af umræddum utanvegaakstri, sem birt var á YouTube. Mynd/Skjáskot „Ég og teymi mitt biðjumst innilegrar afsökunar vegna þessa atviks. Þetta er óafsakanlegt,“ segir Úkraínumaðurinn Bohdan Pavlichenko, ferðamaðurinn sem setti myndband af utanvegaakstri hóps hans sem hann var í hér á landi í september inn á Instagram. Hann segist bera mikla virðingu fyrir íslenskri náttúru og vitnar í bloggfærslu, sem hann hefur nú eytt, um ferðalagið hér á landi máli sínu til stuðnings. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn sem Vísir sendi á hann fyrr í dag vegna málsins. Utanvegaaksturinn hefur vakið töluverða athygli og nokkurra reiði ef marka má viðbrögð innan Facebook-hópsins Bakland ferðaþjónustunnar þar sem málefni hennar eru gjarnan rædd.Sjá einnig:„Þetta er til háborinnar skammar“ Pavlichenko var hér á landi í lok september í fylgd þess sem hann kallar „teymið sitt.“ Eins og sjá mátti í myndbandi sem hann birti á YouTube, en hefur nú verið eytt, ferðaðist hópurinn á tveimur bílaleigubílum, einkum á Suðurlandi. Það var þar sem öðrum bílnum var ekið í hringi á mosagrænu svæði með þeim afleiðingum að mosinn spændist upp.Lesandi sendi inn ábendingu um utanvegaaksturinn eftir að myndband af honum var hlaðið upp á Instagram-síðu Pavlichenko. Segir í ábendingunni að ferðamaðurinn hafi fyrst birt myndbandið á Instagram-reikningi sínum en síðar eytt því. Sjá má hluta af myndbandinu hér að neðan. Segist hafa ekki áttað sig á hvernig jarðvegur væri undir bílnum Í svari Pavlichenko við fyrirspurn Vísis segir hann að á meðan ferð þeirra hér á landi stóð hafi hópurinn gætt sín að ferðast varlega um íslenska náttúru. Enginn í hópnum hafi hins vegar áttað sig á því að á svæðinu sem utanvegaaksturinn átti sér stað hafi verið „eitthvað annað en jarðvegur“ en eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir ofan spænist mosinn upp er ökumaður bílsins spólar í hringi.Aðspurður hvort að hann og hópur hans hafi haft vitneskju um að utanvegakstur væri ólöglegur á Íslandi var svarið hans einfalt: „No comments“ auk þess sem að hann vill ekki segja hvort að hann hafi verið undir stýri.Sem fyrr segir vitnar Pavlichenko í bloggfærslu sem hann birti í síðasta mánuði þar sem hann fjallar um ferðalagið hér á landi. Bloggfærslan var aðgengileg þangað til í dag en svo virðist sem að Pavlichenko hafi eytt færslunni, ásamt Instagram-síðu hans sem er ekki lengur aðgengileg.Í færslunni fór hann fögrum orðum um land og þjóð og gekk svo svo langt að segja að á Íslandi hafi verið skapað „besta samfélag á jörðinni“ og að landið væri einstaklega fallegt. Málið fer til lögreglu eftir helgiÍ frétt Rúv um málið er haft eftir Ólafi A. Jónssyni, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, að málið sé til skoðunar þar og verði tilkynnt til lögreglu sem muni sjá um rannsókn þess.Utanvegaakstur varðar sektum eða fangelsi en á vef Umhverfisstofnunar segir að svo virðist sem að slíkur akstur sé vaxandi vandamál hér á landi. Litið sé alvarlegum augum á hann enda geti gáleysislegur akstur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að ganga til baka.Í sumar báðust franskir ferðamenn afsökunar á utanvegaakstri í Kerlingarfjöllum. Þurftu ökumennirnir að greiða 200 þúsund krónur í sekt hvor, samtals 400 þúsund. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51 „Þetta er til háborinnar skammar“ "Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri. 10. nóvember 2018 10:15 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
„Ég og teymi mitt biðjumst innilegrar afsökunar vegna þessa atviks. Þetta er óafsakanlegt,“ segir Úkraínumaðurinn Bohdan Pavlichenko, ferðamaðurinn sem setti myndband af utanvegaakstri hóps hans sem hann var í hér á landi í september inn á Instagram. Hann segist bera mikla virðingu fyrir íslenskri náttúru og vitnar í bloggfærslu, sem hann hefur nú eytt, um ferðalagið hér á landi máli sínu til stuðnings. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn sem Vísir sendi á hann fyrr í dag vegna málsins. Utanvegaaksturinn hefur vakið töluverða athygli og nokkurra reiði ef marka má viðbrögð innan Facebook-hópsins Bakland ferðaþjónustunnar þar sem málefni hennar eru gjarnan rædd.Sjá einnig:„Þetta er til háborinnar skammar“ Pavlichenko var hér á landi í lok september í fylgd þess sem hann kallar „teymið sitt.“ Eins og sjá mátti í myndbandi sem hann birti á YouTube, en hefur nú verið eytt, ferðaðist hópurinn á tveimur bílaleigubílum, einkum á Suðurlandi. Það var þar sem öðrum bílnum var ekið í hringi á mosagrænu svæði með þeim afleiðingum að mosinn spændist upp.Lesandi sendi inn ábendingu um utanvegaaksturinn eftir að myndband af honum var hlaðið upp á Instagram-síðu Pavlichenko. Segir í ábendingunni að ferðamaðurinn hafi fyrst birt myndbandið á Instagram-reikningi sínum en síðar eytt því. Sjá má hluta af myndbandinu hér að neðan. Segist hafa ekki áttað sig á hvernig jarðvegur væri undir bílnum Í svari Pavlichenko við fyrirspurn Vísis segir hann að á meðan ferð þeirra hér á landi stóð hafi hópurinn gætt sín að ferðast varlega um íslenska náttúru. Enginn í hópnum hafi hins vegar áttað sig á því að á svæðinu sem utanvegaaksturinn átti sér stað hafi verið „eitthvað annað en jarðvegur“ en eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir ofan spænist mosinn upp er ökumaður bílsins spólar í hringi.Aðspurður hvort að hann og hópur hans hafi haft vitneskju um að utanvegakstur væri ólöglegur á Íslandi var svarið hans einfalt: „No comments“ auk þess sem að hann vill ekki segja hvort að hann hafi verið undir stýri.Sem fyrr segir vitnar Pavlichenko í bloggfærslu sem hann birti í síðasta mánuði þar sem hann fjallar um ferðalagið hér á landi. Bloggfærslan var aðgengileg þangað til í dag en svo virðist sem að Pavlichenko hafi eytt færslunni, ásamt Instagram-síðu hans sem er ekki lengur aðgengileg.Í færslunni fór hann fögrum orðum um land og þjóð og gekk svo svo langt að segja að á Íslandi hafi verið skapað „besta samfélag á jörðinni“ og að landið væri einstaklega fallegt. Málið fer til lögreglu eftir helgiÍ frétt Rúv um málið er haft eftir Ólafi A. Jónssyni, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, að málið sé til skoðunar þar og verði tilkynnt til lögreglu sem muni sjá um rannsókn þess.Utanvegaakstur varðar sektum eða fangelsi en á vef Umhverfisstofnunar segir að svo virðist sem að slíkur akstur sé vaxandi vandamál hér á landi. Litið sé alvarlegum augum á hann enda geti gáleysislegur akstur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að ganga til baka.Í sumar báðust franskir ferðamenn afsökunar á utanvegaakstri í Kerlingarfjöllum. Þurftu ökumennirnir að greiða 200 þúsund krónur í sekt hvor, samtals 400 þúsund.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51 „Þetta er til háborinnar skammar“ "Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri. 10. nóvember 2018 10:15 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51
„Þetta er til háborinnar skammar“ "Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri. 10. nóvember 2018 10:15