Erlent

200 látnir í ebólufaraldri í Kongó

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Faraldurinn hefur geisað síðan í júlí.
Faraldurinn hefur geisað síðan í júlí. EPA/ STR
Meira en 200 manns eru nú látnir eftir nýjasta ebólu faraldur í Kongó samkvæmt þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Helmingur fórnarlambanna voru frá Beni, borg sem telur 800.000 manns, í norðurhluta landsins.

Um 25.000 manns hafa verið bólusettir en heilbrigðisráðherra, Oly Ilunga, segir að vopnaðir uppreisnarmenn séu enn að áreita heilbrigðisstarfsfólk. Í september var hætt að bólusetja í Beni vegna þess að uppreisnarmenn gerðu árás á bæinn sem stóð í nokkra tíma.

Þessi nýjasti ebólú faraldur, sem byrjaði í júlí, er sá tíundi sem gengur yfir í Kongó frá árinu 1976. Friðargæsluliðar á vegun Sameinuðu þjóðanna hafa biðlað til uppreisnarmanna á svæðinu að áreita ekki heilbrigðisstarfsfólk sem sér um að bólusetja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×